Vikan


Vikan - 30.05.1940, Síða 2

Vikan - 30.05.1940, Síða 2
Hinn 38 ára gamli konungur, Leopold III. með belgiskum hershöfðingja. Leópold Belgíukonungur. 2 egar núverandi Belgíukonungur, Leo- pold III., var á f jórtánda árinu, skrif- aði hann frá Englandi, en þar var hann í skóla, að hann vildi gerast hermaður. „Það geturðu fengið,“ svaraði Albert kon- ungur, faðir hans, „því að ég vil gjarnan, að þú kynnist því, hvemig stríð er.“ — 5. apríl 1915 var prinsinn, hár vexti og fölleitur, settur í belgiska fótgönguliðs- sveit, sem var innan skotfæris Þjóðverja við Yser. Hann lærði að berjast með byssu- stingjum, gera skotgrafir, sofa á hörðum, óþægilegum fletum, vakna snemma og hlýða — og stundum var hann með sveit sinni í eldlínunni. En þegar sumarið var liðið, var hann aftur sendur til Eton, því að tilvonandi konungur þurfti margt að læra. Leopold konungur var aðeins 32 ára, er hann tók við konungstign og nú er hann yngsti ríkjandi konungur í Evrópu, 38 ára, en hann er.talinn vera sá þeirra, sem mest áhrif hefir á stjórnmálin innan lands. Hann hefir oft neitað að skrifa undir lög, nema þeim væri breytt eftir ósk hans, og semur sjálfur ræður sínar, jafnvel þótt um mikil- væg stjórnmál sé að ræða, en það er meira en hægt er að segja um aðra konunga. Á þeim stutta tíma, sem liðinn er síðan hann tók við ríki, hefir hann gerzt sá mað- ur, sem mest ræður í belgisku þjóðlífi, enda hefir þingið gefið honum svo mikið vald að segja má, að hann geti verið ein- ráður, og nú hefir hann með höndum yfir- stjórn hers síns. Aðeins einu og hálfu ári eftir að faðir hans dó af slysförum í fjallgöngu, missti hann konu sína, Astrid, í bílslysi í Sviss. Hún var sænsk prinsessa. Það reiðarslag hefir haft mikil áhrif á hann. Mjög sjald- gæft er það, að menn sjái hann brosa. I sorg sinni leitaði Leopold konungur sér hugsvölunar í mikilli vinnu. Hann er sterkbyggður maður, leikur golf og er dug- legur f jallgöngumaður, eins og faðir hans, sundmaður og iðkaði skíðagöngur — og í hinni miklu styrjöld, sem nú geisar, er hann yfirhershöfðingi belgiska hersins. Leopold konungur er með afbrigðum vinsæll. Hann er hár vexti, með ljóst, hrokkið hár, hátt enni, andlitið útitekið og röddin djúp. Þegar hann í einkennis- búningi tekur á móti gestum, er hann mjög unglegur og feiminn eins og skóladrengur. Á ferðalögum er hann, líkt og faðir hans, mjög fordildarlaus. Eitt sinn frétti sviss- VIKAN, nr. 22, 1940 neska lögreglan, að Leopold konungur ætl- aði með hraðlest til Tyrol og vera þar stuttan tíma í fjallgöngum. I Basel vildi lögreglan taka á móti honum og bjóst við, að hann væri í fyrsta flokks vagni, en sá hann þar hvergi. Skömmu síðar kom hann út úr þriðja flokks vagni, með þung- an bakpoka. Hann þakkaði lögreglunni fyrir hugsunarsemina og hélt svo á eftir hinum farþegunum þangað, sem skipta átti um lest. Konungurinn hefir víða ferðast, t. d. heimsótt Egyptaland, brezkar, franskar og portúgalskar nýlendur í Afríku, Austur- Indland Hollendinga, Indo-Kína, Banda- ríkin og Brazilíu og tvisvar verið í belgiska Congo, í fyrra skiptið í meira en hálft ár. Hann hefir mikla þekkingu á öllu, sem viðkemur Belgíu og þess geisimiklu nýlend- um í Afríku. Leopold hefir áhuga á mörgu. Einkum er honum hugleikið að fást við skordýra- fræði, grasafræði og egypzk fræði. Hann hefir hlotið yfirgripsmikla menntun. Frönsku, ensku, þýzku og belgisku málin, flæmsku og vallensku, talar hann reiprenn- andi. Hann hefir numið lögvísindi, stjórn- mál og hagfræði, gengið í gegnum her- mannaskólann og verið meðlimur belgiska þingsins. Áður en styrjöldin brauzt út reyndi hann að bera sáttarorð á milli. Allir vita, hvernig komið er — og nú er hann æðsti maður þess hers, sem reynir að verja land sitt í þeim hryllilega hildarleik, er borizt hefir yfir land hans. * Hár aldur. Það er eins og menn vita sjaldgæft, að fólk verði hundrað ára. En þó getur það komið fyrir, að menn verði 150 ára og eldri. Ekki er vitað, að nokkur hafi náð svo háum aldri á Norðurlöndum. Næst kemst Norðmaðurinn Drakenberg, sem varð 146 ára. Hann dó 1772. En í Englandi var uppi fyrir löngu maður, er varð 152 ára. Hann hét Thomas Parr og var bóndi. Þegar hann varð 120 ára kvæntist hann í annað sinn. Sonur hans varð 127 ára. Þeir lifðu báðir mjög tilbreytingarlitlu lífi og voru hófsmenn á mat og drykk. Vi ka n HEIMIUSBLA8 Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. Afgreiðsla og innheimta: Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166. Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu. Steindórsprent h.f. ÚTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVÍK. Ritstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. — Ábyrgðarm.: Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Engilbert Hafberg, Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.