Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 34, 1940 3 í mógröfum á Snœfellsnesi og hugleiðingar um Axlar-Björn á því herrans ári 1940 EINS og mönnum er kunnugt, hækk- uðu kolin æði mikið í verði seinni- partinn síðast liðinn vetur, og vegna þess að ótryggt þótti, að hitaveitan kæm- ist upp hér í Reykjavík, sáu margir ekki fram á annað en almennt eldiviðarleysi, ekki sízt ef kolin héldu áfram að stíga í verði gegndarlaust og vitlaust, eins og við mátti búast á þessum óróatímum. Var þá hafizt handa um að tryggja bænum elds- neyti og ráðist í mikið móupptak í meira og minna nágrenni Reykjavíkur í þeirri von, að úr þessu yrði bætt. Var móvinnsla hafin á Kjalarnesi, Akranesi, á Búðum á Snæfellsnesi og í Grundarfirði og búizt við, að þessi mógröftur yrði rekinn í nokkuð stórum stíl. Eftir því sem blöðin sögðu, var þarna um allmikla atvinnu að ræða, fyrir framtak duglegra manna, sem ráð höfðu á góðu landi til móvinnslu. Drögin til þess, að ég hafði mig upp í að fara vestur undir jökul í mógrafir voru þau, að mig vantaði peninga til þess að framfleyta lífinu, eins og svo marga aðra góða menn. Þótt ég hafi nú ofurlítinn opinberan styrk fyrir ritstörf, hrekkur hann mér ekki einum með ýtrasta sparn- aði. Liggur þá hendi næst að bæta sér þetta upp með einhverri púlsvinnu á ær- legan og einfaldan hátt. Það eru nú ekki margar leiðir hér í Reykjavík fyrir eldri menn frá skrifborði, að ná í erfiðisvinnu og ekki að öllu leyti eftirsóknarvert, þegar skrokkurinn er far- inn að bila, að skipta um störf jafnfyrir- varalaust og menn hafa fataskipti. En þar sem það hefir fallið í minn hlut um ævina að ganga að erfiðisvinnu bæði á sjó og landi næstum því sleitulaust frá barnæsku þangað til rétt upp á síðkastið, að mér hefir gefizt ofurlítið tóm til að hvíla mín lúin bein, var ekki laust við að mig lang- aði í púlið aftur ofurlítinn tíma og sjá, hvað ég þyldi upp á gamlan máta til þess að verða ekki að ofmiklum pappírsbúk. Lagði ég því ofurlítil drög til þess hér í Reykjavík að fá eittlivað að gera, án þess að það bæri nokkurn árangur. Ég reiknaði út tekjurnar nærri því dagsdaglega og sá mér til hrellingar, að krónurnar voru allt of fáar. Að vísu dreymdi mig eitthvað óljóst um kaupavinnu í sveit og hvað það væri' yndislegt að velta sér í ilmandi töðu. Svo fylltist bærinn af hermönnum og alls konar byssuhólkum, sandpokum, og öðr- um ófagnaði, sem ég hafði enga ánægju af að horfa á. Loftárásir gátu verið væntan- legar á hverju augnabliki. Tóku þá margir sig upp í svonefnda sumarbústaði. En því miður eiga hlutfallslega fái^ aðgang að því að mega skemmta sér um grænar grundir án þess að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis. Var ég einn í þeirra tölu, sem mátti halda kyrru fyrir um hríð og bíða átekta. En einn góðan veðurdag kemur til mín ungur og efnilegur piltur, Yngvar Hall- grímsson, frændi minn, og hefir hann orð á því við mig, að hann sé nú að búa sig út í móvinnu vestur á Snæfellsnes. Bjóst hann við að minnsta kosti tveggja mánaða vinnu. Ég fann, að það var rösklega gert af piltinum að drífa sig í þessa vinnu, og ósk- aði, að ég væri ögn yngri, svo að ég gæti fengið að fljóta með. Fór ég því að inna | Eftir THEÓDÓR FRIÐRIKSSON rithöfund. ■iiiimmiimiiiimiiiimimiiiiiiiiiimmmmmimniiiiiiiiiimmmmmmmt'-> piltinn eftir, hvernig það væri með þetta mótak þar vesturfrá. Svo er mál með vexti, að nú er tekinn upp mór í Búðalandi vestan Kálfár og austan, skornir skurðir til uppþurrkunar í Tjald-Búðalandi (hét til forna Ósakot) og mórinn hirtur úr breiðum skurðum. Er í ráði að selja Reykjavíkurbæ mörg hundr- uð tonn af góðum mó, sem búizt er við, að komi upp úr þessum miklu gröfum. Jón Finnbogason frá Búðum hefir séð um þetta verk, ráðið til sín verkamenn og haft alla umsjón með mótakinu. Jón var staddur í bænum um þessar mundir. Hafði frændi minn orð á því, að hann myndi þurfa að bæta við sig einum þrem til f jórum mönn- um, og væru nú fullar þrjár vikur siðan byrjað hefði verið á verkinu. Það var nú nærri því, að mig langaði í sollinn, og bað ég piltinn að komast eftir því hjá Jóni Finnbogasyni, hvort það gæti komið til nokkurra mála, að ég fengi at- vinnu við mótakið. Að vísu fann ég það glöggt, að mér kynni að bregða við frá skrifborðinu að kasta mér út í þessa óvissu með ærslafullum piltum á léttasta skeiði. Kemur ýmislegt til greina hjá þeim, sem komnir eru nokkuð á sjötugs- aldur, er fallið getur í mótstöðu við unga fólkið. Er það þó mest undir heilsufari og lundarlagi komið. „Berið mig þangað sem slarkið er“, sagði kerlingin. Seinna um daginn kom frændi minn til mín aftur með þau skilaboð frá Jóni Finn- bogasyni, að ég skyldi koma til hans morg- uninn eftir, til þess að ræða málið. Jón var á heimili sínu suður við Skerja- fjörð í nágrenni við Hallgrím Jónasson kennara, föður Yngvars. Hefi ég verið þar tíður gestur hjá þeim hjónum, Hallgrími og frænku minni, Elísabetu Yngvarsdóttur, og er þar af leiðandi nákunnugur Yngvari syni þeirra. Hefir þar og ýmislegt borið á góma, sem vakið hefir glaðværð og hlátur með köflum. Gengum við Yngvar báðir á fund Jóns Finnbogasonar um kl. 8 árdegis fimmtudaginn 13. júní. Varð það að sam- komulagi, að við Yngvar færum vestur næsta dag. Hafði ég knappan tíma til undirbúnings og einna líkast, að ég væri að taka mig til í ver. Kjörin voru á þá lund, að menn hefðu félagskost, sem drægist frá kaupinu. Kom það tii máls, að kaupið væri 250 kr. yfir mánuðinn. Um þjónustu var ekki að ræða í þessu sambandi, og skyldi þar hver og einn sjá fyrir sér sjálfur. Ég grennslaðist lauslega eftir því, hvernig það væri með húspláss, og tók Jón það fram, að nokkrir menn lægju þar við í tjöldum, en megnið af mannskapnum hefði heyhlöðu til íbúðar, þar sem slegið hefði verið upp mörgum „kojum“ svona til bráðabirgða. Ég þóttist nú vera ýmsu vanur frá sjónum enda myndi ekki bregða mér við alla hluti, og eins og gefur að skilja dugir enginn tepruskapur, þegar verið er að búa sig út í mógrafir vestur undir Snæfells- jökul. Er það annar handleggur en að sitja yfir skáldskap og alls konar ,,theóríum“. Við Yngvar vorum tilbúnir að fara með Laxfossi upp í Borgarnes föstudagsmorg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.