Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 16

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 16
16 VIKAN, nr. 34, 1940 hverfandi (Gone with the wind), e'n stærsta og glæsilegasta bók, sem gefin hefir verið út á íslenzku, eftir skáld- konuna Margaret Mitchell. — Bókin seld- ist meira en nokkur önnur bók í Ameríku s.l. ár eða 1 milj. og 500 þús. eintök — Sagan er í þann veginn að koma á kvik- mynd og er af mjög mörgum talin ein allra merkasta skáldsaga, sem skrifuð hefir verið. Hinn snjalli íslenzkumaður, ARNÓR SIGURJÓNSSON, þýðir bókina á íslenzku. — Vegna erfiðleika með að afla pappírs, og hins háa verðs á honum, þurfa þeir, sem vilja tryggja sér bókina, að gerast áskrif- endur. Bókin verður gefin út í 12 heftum og kostar hvert hefti kr. 3,00. Fullprentuð verður hún nær 1200 blaðsíður í stóru broti. Hvert hefti verður sent til áskrif- enda, ef þeir óska þess, og greiðist við móttöku. Áskriftarlistar liggja hjá bók- sölum, og einnig má panta bókina beint frá Víkingsútgáfunni í síma 2864. — Þeim, sem óska að fá öll heftin bundin saman, verður tryggt ódýrt og gott band samhliða síðasta heftinu, enda hafi þeir pantað það áður. Athugið að gerast strax áskrifendur, því aðeins verður prentað takmarkað upplag, og að undanteknum 50 eint., sem verða seld í skinnbandi á kr. 46.00, verður bókin ekki seld í einu lagi. Þeir, sem vilja eign- ast eintak í skinnbandi, tilkynni það í síma 2864. VÍKINGSÚTGÁFAN, REYKJAVÍK. Bókamenn. 1 vetur verður lesið meira hér á landi en endranær. Fólk verður minna á ferli og innisetur meiri. Þá er nauð- synlegt að hafa við hendina góðar bækur. Hér eru nokkrar skemmtilegar bækur, sem gaman er að eiga og lesa: Björn á Reyðarfelli (Ijóðaflokkur Jóns Magnússonar). Draumar Hermanns Jónassonar. Einstæðingar, eftir Guðlaugu Benediktsdóttur. Framhaldslíf og nútímaþekking, eftir síra Jakob Jónsson. Frá liðnum kvöldum, smásögur eftir Jón H. Guð- mundsson. Grand Hotel, skáldsaga Vicki Baum. Hannes Finnsson biskup, Meistari Hálfdan og Jón Halldórsson, æfisögur eftir Jón Helgason biskup. Fróðlegar bækur. Haraldur Nielsson, erindi eftir Ásm. Guðmundsson prófessor. Innan um grafir dauðra, eftir próf. Guðbr. Jónsson. Islenzkur æfintýramaður, eftir Dag Austan. Konan á klettinum, smásögur eftir Stefán Jónsson. Ljóðasafn Guðm. Guðmundssonar, skólaskálds. Ljóð eftir Einar H. Kvaran. Neró keisari, söguleg skáldsaga eftir Arthur Weigall. Nýr bátur á sjó. Saga frá Jótlandi, eftir Thomas Olesen Lökken. Og árin líða, skáldsaga eftir Sigurð Helgason. Rauðskinna, 4 hefti útkomin. Rit Jónasar Hallgrímssonar, verk sem hver góður Islendingur þarf að eignast. Rit um jarðelda, eftir Markús Loftsson. Saga Eiríks Magnússonar, eftir dr. Stefán Einarsson. Samtíðarmenn í spéspegli, skopteikningar eftir Stróbl. Scotland Yard, sannar lögreglusögur. Skriftir heiðingjans, Ijóð eftir Sig. B. Gröndal. Upp til fjalla, ljóðabók eftir Sig. Jónsson frá Arnar- vatni. Úrvals sögur, skemmtilegar smásögur frá ýmsum löndum. Við dyr leyndardómanna, eftir Guðlaugu Benediktsd. Virkir dagar, eftir Hagalín. Þorlákshöfn, eftir Sig. Þorsteinsson frá Flóagafli. Þráðarspottar, smásögur eftir Rannv. Sigurbjörnss. Þessar bækur fást hjá bóksölum um allt land, eða beint frá Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju, Reykjavík. Askrifendur úti á landi, eru hér með vinsamlegast beðnir að senda blaðinu fallin áskriftargjöld hið allra fyrsta. — Til hægðarauka má senda greiðslur í frímerkjum. — Afgreiðsla Vikunnar er í Austurstræti 17. Sími 5©04. Pósthólf 166. Utgáfustjórn Vikunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.