Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 34, 1940 13 í mógröfum á Snœfellsnesi Framhald af bls. 4. inu, og mætti íbúðin að réttu kallast nokk- urs konar ,,Sanatorium“ eða heilsuvernd- arstöð. Ekki fóru allir í rúmið á réttum tíma, og heyrði ég þess getið, skömmu áður en ég lagði aftur augun, að það vant- aði tvo harmonikuspilara. Komst ég þá að því, að piltur nokkur hefði í fórum sín- um í hlöðunni harmoniku, sem kostað hefði 900 kr. og væru nú þeir félagar að teygja garminn til þess að halda lífinu í stúlk- unum vestur undir Jökli ... Menn áttu ekki annars úrkosta en að ganga út er- inda sinna, og þegar ég var búinn að liggja vakandi í ,,kojunni“ æðilangan tíma, þurfti ég að brölta á fætur. Ég smeygði mér í stígvél og gamlan, brúnan rykfrakka. Vantaði aðeins á hann mittisbönd, til þess að hann liti út eins og sloppur heldri manna, sem þeir smeygja sér í á morgn- ana. Ég vakti máls á því við nokkra fé- laga, sem ekki voru sofnaðir, að það væri afleitt að við hefðum ekki hjá okkur næt- urgögn, eins og í gainla daga, stóra tré- dalla með þykku hlandsteinslagi í botnin- um o. s. frv. Gegg ég þá alveg fram af piltunum. Þegar ég kom út á hlaðið kvað við músik úr húsi Bjarna Finnbogasonar, þar sem stóra harmonikan var í gangi, en við mér blöstu blessuð andlitin á stúlkun- um í kringum spilarana úti við gluggana á eldhúsinu. Ég stóð ekki við úti lengur en ég þurfti, skreið í bólið það snarasta og bældi mig niður í svefn. Um morguninn áður en við fórum í vinn- una var borið á borð fyrir okkur þykkur, kaldur skyrhræringur og kaffibolli af mjólk handa hverjum manni. Um tíu leytið var mannskapnum fært kaffi upp í mó- grafirnar, en um hádegið fóru allir heim til að borða. Það var mesti bölvaður elgur að ösla yfir ósana með fjörunni, og stytti maður á sér leið með því að vaða yfir sandbleyt- una. Að öðrum kosti þurftum við að taka á okkur stóran krók suður á bóginn, og var ekki vætt yfir ósana nema þegar lágt var í. En það mátti sem sé einu gilda, hvert stigið var. Þar komst enginn maður þurrum fótum nema í vaðstigvélum. Eins og gefur að skilja voru það engar smáræðis mógrafir, sem búið var að ryðja á þessu áður nefnda svæði. Þótti mér þar nokkuð deiglent, þar sem mönnum hafði verið dreift út um mýrar og móa. Við sumar grafirnar voru stórir kestir, sem ekki var búið að færa út. Var nú gengið í það af mörgum mönnum að færa hnaus- ana til með göflum, en aðstaða víða vond, þar sem menn þurftu að kasta frá sér hnausunum langar leiðir og selflytja þá til. Ódrýgðust móhnausarnir ekki lítið á því hnjaski. Ég hafði aldrei vanizt því, að blautum móhnausum væri kastað með slíkri ákefð ofan í for og efju. Gengu gus- urnar yfir hausinn á manni svona annað kastið. Móhnausunum var raðað upp í garða með stuttu bili á milli og sums stað- ar svo þétt, að garðamir féllu næstum því saman. Voru garðar þessir ögn mismun- andi háir, fjórir til fimm hnausar á hæð, þar sem bezt lét, enda þoldu ekki öllu meiri hæð með einfaldri röð. Var víða svo mikil bleyta undir neðstu hnausunum, að þeir lentu meira og minna í vatni. Þá var og dregið frá með hestum, þar sem lengra þurfti að færa út, og voru hafðir til þess nokkurs konar sleðar eða flekar, tvö til þrjú fet á breidd. Var hnausunum raðað á þessa palla. Flutu þeir betur yfir elginn en kerrur og voru miklu léttari fyrir hest- ana. Við Yngvar frændi lentum þar í flokki, sem móhnausunum var kastað og raðað upp. Var það nærri því skoplegt að sjá þessi vinnubrögð til íslenzks fólks. Það er ekki mitt meðfæri að dæma um hitaeiningar í þessum mó. En mér virtist hann líta vel út. Var það ætlunin að láta hisja úr honum í þessum görðum, áður en að honum væri hlaðið upp í hrauka á betri þurkvelli. Á þessu svæði eru víðast hvar ekki nema tvær til þrjár blaðstungur ofan á hreinan svörð, og taka þá við fjórar til sex blaðstungur af mó. Má svo að orði kveða, að þarna í Ósakotslandi sé um all- þægilega móvinnslu að ræða, ef þurrkvöll- urinn væri ofurlítið skárri. En það hittist líka svo á þessa daga, sem ég stóð við þarna vestur frá, að varla gat heitið að þornaði af steini, en stórrigningar suma dagana, svo að allar mýrar flutu út í vatni. Á laugardaginn var vinnunni hætt um þrjúleytið. Var þá komið drungaveður, rigningarskúrir með köflum og hauga- brim úti fyrir allri ströndinni. Á sunnudaginn var suðvestan rosi, kalt og úrkoma með köflum. En ekki létu pilt- arnir það á sig bíta, og var ráðist í að út- vega bílskrjóð útundir Ólafsvík, með því að í ráði var að halda þar einhverja dans- samkomu um nóttina. Þurftu þá stúlkurn- ar að lyfta sér upp með strákaskinnunum, og voru ekki litlar ráðagerðirnar í fólk- inu, á meðan það var að búa sig af stað norður yfir Fróðárheiði. Var svo þröngt í bílnum, að nokkrir bjuggust við að þurfa að ganga eitthvað af leiðinni. Frá Jóni Finnbogasyni er það að segja, að hann kom ekki vestur að Búðum fyrr en á sunnudagsnóttina. Hafði bíllinn verið að smá bila á leiðinni frá Akranesi. Þökk- uðum við Yngvar okkar sæla fyrir að lenda ekki í þeirri för í stormi og rigningu. Hefði það hlutskipti okkar orðið beizkjublandið, að húka aftan á pallinum alla þessa leið. Skömmu eftir að Jón kom úr Reykja- vík, urðu þær breytingar, að hann fækk- aði við sig nokkrum ,,akkorðsmönnum“, sem unnið höfðu að því að róta mó upp úr gröfunum. Voru það nokkrir menn utan úr Ólafsvík og úr Staðarsveit. Rýmdist þá svolítið til upp úr þessu basli, og komust menn þá nokkurn veginn að bekkjum í einu við að rífa í sig matinn. Jón Finnbogason hélt til heima á Búð- um, og var hann þar með konu sína. En að öðrum þræði leit hann eftir vinnunni og borðaði með okkur í áður nefndum stað. Hann var lipur í framkomu og spaug- samur og laus við alla harðýðgi og eftir- rekstur við vinnu. En vegna rosa og rign- inga gat ekki heitið vinnufært suma dag- ana. Er það annað en leikur, að standa ,,algallaður“ upp á haus í mógröfum. Undir þessum kringumstæðum er ekki úr mörgu að velja til þess að halda sér í góðu skapi. Verður þá hver og einn að tjalda því sem til er, til þess að drepast ekki út af úr leiðindum. Var það mesta furða, hvað margir gátu verið kátir, og er það nú einu sinni svo, að menn á ærsla- aldri verða að hafa eitthvað fyrir stafni. Höfðu nokkrir sér það til dægrastytting- ar að spila ,,Iander“ upp á peninga og var þá barið í borðið af allmiklu kappi. Úr því, sem verða var, gat ég ekki gert mig að þeim þverhaus, að sneiða fram hjá spil- unum, og greip í þau öðru hverju, svona stund og stund. Einu sinni hafði ég tvo pilta upp í það með mér að þrífa til á gólf- inu hjá okkur í hlöðunni og koma mesta ruslinu í burtu. Mér lék nú hugur á að sjá mig ögn um þarna vestan undir Jökli, en vegna illviðra var fyrir það skotið með öllu, óg mátti maður þakka fyrir þau augnablik, þegar sá til sólar. Gunnlaugur nokkur Gunnlaugsson, bóndi í Öxl, vann eins og berserkur að móupptekt, og var hann einn í þeirra tölu, sem hamaðist í mógröfunum í ákvæðis- vinnu. Kynntist ég honum ofurlítið, er við vorum að borða, og vakti hann máls á því við mig, að ég kæmi að Öxl og hefði tal af konu hans, Borghildi Aradóttur. Lét hann í veðri vaka, að hún væri margfróð um gamlar og nýjar sagnir undan Jökli. Leið svo næsta viku, að ekki bar til tíð- inda. En laugardaginn 22. júní gaus upp sá kvittur, að Jón Finnbogason yrði að fækka við sig mörgum mönnum. Var gert ráð fyrir, að við færum í burtu á mánu- daginn nema nokkrir menn, sem hann héldi eftir við að þurrka móinn og færa hann til. Ég var á parti feginn, þegar ég sá, að hverju dró. Aftur urðu þetta vonbrigði mörgum, sem stólað höfðu á þessa at- vinnu fram eftir öllu sumri. Ástæðan til þessa afturkipps var sú, að fullyrt var í Reykjavík að kolin myndu falla í veðri og móvinnslan þá ekki verða arðvænleg. Varð nú sunnudagurinn að nokkurs konar loka- degi. Brugðu þá margir sér inn að vega- mótum til þess að vera þar á danssam- komu, sem haldinn var á sunnudagskvöld- ið, og var svo ráð fyrir gert, að við, sem færum til Reykjavíkur, fengjum sérstaka bílferð suður í Borgarnes og næðum Lax- foss á mánudagskvöldið. Skömmu eftir hádegi sunnudaginn 23.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.