Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 34, 1940 7 Landsbanki Islands eykur húsrými sitt. Bankinn hefir nú öðlazt glæsilega og haganlega viðbót við sín fyrri húsakynni. Á í'östudagskvöldið, 16. ágúst, bauð bankastjórnin rík- isstjórn, blaðamönnum og nokkrum fleiri gestum að skoða hin nýju viðbótarhúsakynni bankans. Hluti af nýja salnum í Landsbankanum. Georg Ólafsson bankastjóri ávarpaði gestina og rakti byggingarsögu bankans. Skýrði hann frá því, að bankinn hefði tek- ið til starfa 1. júlí 1886 í húsinu nr. 3 við Bankastræti og verið þar í 12 ár, unz hann flutti í hús það, er bankinn lét reisa við Austurstræti. Það hús eyddist í brunan- um mikla 1915 og var þá bankinn um stund í núverandi pósthúsi og um tíma, þar sem Reykjavíkur Apótek er nú. Á árunum 1922 og 1923 lét svo bankinn endurbyggja hús- ið við Austurstræti og flutti í hið nýja húsnæði 1. marz 1924. Viðskipti bankans hafa á undanförnum árum aukizt svo mjög, að um all-langt skeið hefir verið þröngt við afgreiðslu, og hefir það verið til mikils baga. Síðan skýrði bankastjórinn frá viðbótar- byggingunni á þessa leið. „Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst 1938, og var steypuvinnu lokið í febrúar 1939. Stærð neðri hæðar og kjallara hvors um sig er 234 fermetrar, efri hæðar 82 fermetrar, en byggingin er tvær hæðir og kjallari. Uppbygg- ing hússins var að ýmsu leyti hin vandasam- asta, og má t. d. geta þess, að sjávar gætir 2 metra ofar neðsta gólfi, þegar stórstreymt er, og meðan steyptar voru súlur, hvíldi norðurhlið bankahússins og suðurhlið Ingólfshvols á bráða- birgða trésúlum. Styrkleiki súlnana og veggja er miðaður við það, að hægt verði að hækka bygginguna um tvær hæðir, og er þá ætlunin, að Ingólfshvoll verði rifinn, en byggingin nái þá yfir um horn Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Mestan hluta kjallaráns taka aðalféhirzla og verðbréfageymsla bankans og nauðsynleg her- bergi í sambandi við þær. Þar er og herbergi fyrir seðlagreiningu og eyðingu seðla, sem teknir hafa verið úr umferð. Á fyrstu hæð er viðaukinn við afgreiðslusal, sérstök herbergi fyrir endurskoðun og skrifstofu- stjóra auk eldtraustrar geymslu og snyrtiher- bergja. Stærð eldri salar er um það bil 253 fer- metrar, en hins nýja 260 fermetrar, og er þvj afgreiðslusalur bankans nú samtals 513 fermetr- ar. Afgreiðslurými við disk eldri hlutans er um það bil 18,5 metrar, en við breytinguna eykst það um 38,5 metra og er því nú samtals 57 metrar. Innanhússmunir og diskur eru gerðir úr cellu- loselakkbornu ahorni. 1 disknum er komið fyrir spjaldskrám og þvi um líku til notkunar við af- greiðslu. I afgreiðslusal eru bólstruð húsgögn, klædd íslenzku sauðskinni, til afnota fyrir við- skiptamenn, en skrifborðsstólar eru klæddir ís- lenzkum vefnaði. Upphitun er með þeim hætti, að dælt er inn hreinsuðu, hæfilega heitu og röku lofti, en óhreint loft er sogað út við fótalista. Hvort nægilega heitt er í sölum og skrifstofum, má sjá á þar til gerðum mælum (Permostat) í sjálfu ketilrúm- inu. Raflýsing salarins er óbein (indirekte) og blandað saman kvikasilfur- og dekalominperum, til þess að birtan verði sem líkust dagsbirtu. Sér- stakir* rafgeymar eru í kjallara fyrir bókhalds- vélar og varalýsingu, ef rafkerfi bæjarins bilar um stund. Á efri hæo eru 6 skrifstofuherbergi auk snyrtiherbergja og þess háttar.“ Teikningarnar gerði Gunnlaugur Hall- dórsson arkitekt og hafði hann daglegt eftirlit með öllum framkvæmdum, en að- stoðarmaður hans við húsgögn var Skarp- héðinn Jóhannsson húsgagnateiknari. — Allt verkið er unnið af íslenzkum iðn- aðarmönnum og er sannarlega skemmti- legt að sjá, hve smekkvísir og færir þeir eru í greinum sínum, því að allur frágang- ur tayggingarinnar er þeim tii mikils sóma. Slcaklct fAumoA. Smásaga eftir Þórunni Magnúsdóttur. Eg tók eftir honum undir eins og ég kom inn í stofuna, þó að margt fólk væri þar fyrir. Hann er einn af þess- um glæsilegu óreglumönnum, sem konan elskar og fyrirgefur og getur ekki gleymt þótt hún giftist reglumanninum, sem aldrei stígur víxlspor á hinum þrönga vegi dyggðanna. Hann sat í hálfu hvarfi við pálmasúluna, hallaði sér aftur í sætinu, hugsi og þreytulegur og lagði ekkert til samræðunnar, sem spannst við komu mina, Þó mátti sjá þess merki, að hann hlustaði, einkum fannst mér, þegar ég talaði. Það barst í tal, að ég hefði einn vetur haft síma. Ég sagði að símanúmerið mitt hefði verið heillanúmer, ég hefði verið alveg sérstak- lega heppin þennan vetur. Einhver spurði eftir númerinu og ég svaraði. Þá rétti hann úr sér í sætinu og áhugaglampa brá fyrir í augum hans. ,,Svo að það voruð þér,“ sagði hann með sterkum áherslum. „Hvað með mig?“ spurði ég forviða. „Munið þér eftir manni, sem oft fékk skakkt númer? Skakka númerið voruðþér.“ „Nei, hættið þér nú,“ sagði ég og fór að hlægja. En nú var röðin komin að mér með að spyrja: „En maðurinn, sem fékk skakka númerið, voruð það þér?“ ,,Já,“ svaraði hann. „Og ég skal segja yður, að ég var dálítið ástfanginn af yður, þennan vetur. Það var víst ekki alltaf óviljandi, sem ég fékk skakkt númer. En einu sinni . . .“ Hann þagnaði skyndilega eins og hann hefði horfið frá því, sem hann ætlaði að fara að hefja máls á. „Ástfanginn af rödd í síma,“ sagði ég og hló við til þess að breiða yfir það, að þetta kom dálítið við mig. „Já, einmitt. Rödd í síma gefur ímynd- unaraflinu byr undir báða vængi. Ég fór að gera mér í hugarlund, hvernig hún mundi vera í sjón og raun, þessi stúlka, sem átti röddina í símanum. Gáið þér nú að því, að það var hreint ekki svo sjaldan, sem þér svöruðuð mér í síma, og þér voruð allavega fyrirkölluð, þreytt og stúrin, af- undin yfir ónæðinu, en þó langoftast frísk- leg, glöð og vinsamleg. Stundum slóuð þér á spaug við þennan kynduga unga náunga, sem svo þráfaldlega villtist í símanúmerið yðar. Mér fannst ég hafa talsvert efni til að viða úr. Þér voruð krossgáta, sem ég Ieitaðist við að leysa, og nú þegar ég hefi séð yður finnst mér að lausnin muni vera rétt. Þér voruð smáæfintýri í lífi mínu þennan vetur, htla símafröken. En ég átti annað stærra æfintýri. — Og eitt sinn gerðuð þér mér slæman grikk . . .“ Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.