Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 34, 1940 15 SKAKKT NÚMER. Frh. af bls. 7. Hann starði þögull fram undan sér og kinkaði nokkrum sinnum kolli eins og í leiðslu. „Þér megið til að segja mér frá því,“ hað ég áköf. „Rekur yður minni til þess, að einu sinni hringdi síminn yðar um hánótt. Þér hafið sjálfsagt hrokkið illa upp og sárgramist ónæðið. Mér finnst ég sjá það fyrir mér, hvernig þér hafið risið upp úr hvíta hreiðr- inu yðar með stýrur í augunum og þyril- koll, seilzt eftir símatólinu og haldið því brot úr mínútu í hönd yðar. Það andar- tak hélduð þér á lífshámingju minni í þess- ari litlu, heimsku, miskunnarlausu hönd.“ „Aa,“ sagði ég og kreppti ósjálfrátt mína seku hönd. „Þér hirtuð ekki um að vita hver friðar- spillirinn væri og lögðuð símtólið frá yður á borðið, hringingin hætti, þér hrifust aft- ur inn í draumadúrinn yðar. En þetta varð þess valdandi að við vorum í símasam- bandi alla nóttina.“ Ég mundi vel eftir þessu. Ég var að leiðrétta stíla fram á nótt, sofnaði út frá höfuðverk og leiðindum og hrökk svo upp við hringinguna, þegar ég var nýsofnuð. Morguninn eftir var búið að slíta síma- sambandinu, svo að ég gerði mér ekki nein- ar áhyggjur út af aðförum mínum um nóttina. „Mér þykir þetta afar leitt, ég vona, að það hafi ekki verið mjög slæmt fyrir yður.“ „Jú, það var mjög slæmt.“ -----Við, sem höfðum hitzt í þessu gestaboði, vorum öll glöð og hreif og opin- ská hvort við annað, við gröfum ekki gull okkar í jörðu, heldur stráðum því um- hverfis okkur þetta ógleymanlega kvöld. — Við tvö, sem eitt sinn vorum aðeins raddir í síma, hvort fyrir annað, settumst á bak við pálmann og héldum áfram að kynnast. --------„Fæstum verður þess auðið að lifa nema fáar unaðarstundir. En það eru minningarnar um þessar stundir, sem við veljum okkur til fylgdar til lífsins yztu endimarka. — Veturinn, sem ég villtist til yðar, litla símafröken, unni ég ungri stúlku. Ég unni henni af heilum hug og átti engar óskir, sem ekki voru á einhvern hátt tengdar við hana. Ég undraðist sjálf- an mig, því að slíkt hafði ekki hent mig áður. Við urðum góðir vinir, hún átti allan trúnað minn, ekkert brot mitt né brek var henni hulið. Ef til vill sýndi ég henni of mikið af sjálfum mér. Hún sá mann, sem var sekur um margt og hafði verið sundr- aður fram til þessa. Hún treysti mér ekki til fulls, trúði mér ekki fyrir sjálfri sér. Það var þungt, litla vina. Svo leið að skiln- aðarstundinni, ég var í sárum og ég sýndi henni sár mín. Enn í dag veit ég ekki, hvort það var vegna þess að hún unni mér eða aðeins vegna þess að hún komst við af angurhyggju minni og vonleysi, að hún hét mér ástarhótum sínum hina síðustu nótt, sem hún dveldi hér, áður en hún færi til langdvalar í fjarlægð. Fyrir henni hefir vakað að gefa mér dýrmæta gjöf, unaðar- stund, sem síðar meir mundi lýsa upp auðnir lífs míns. Ég hefi skilið það svo, að hún hafi valið síðustu nóttina til þess að minningin um ástafund okkar fylgdi okk- ur ómyrkvuð af seinni endurfundum. Hún var stórlát og siðferðilega sterk, vafalaust hefir það verið rétt frá hennar sjónarmiði, að gefa mér þessa einu stund til ógleym- anlegrar minningar. En ég ól vonir í brjósti, sem ég duldi fyrir henni. Þessa nótt ætlaði ég að sigra, ég ætlaði að vinna ást þessarar ungu stúlku, svo að okkur gæti ekkert skilið. — Síðasta kvöldið var hún í samkvæmi hjá vinafólki sínu, á tiltekinni stundu ætlaði hún að vera komin heim til sín og þá átti ég að hringja til hennar og vita, hvenær ég mætti koma. Hún ætlaði að ljúka upp húsinu fyrir mér og taka á móti mér í and- dyrinu. Þrátt fyrir sína heilsteyptu skap- gerð, var hún talsvert fyrir að setja á svið, skapa áhrifaríkar stundir. Ég vissi, að hún ætlaði að vefja mig unaði frá þeirri andrá að ég stigi inn fyrir hennar húsdyr. — Hvorugu okkar kom til hugar, að hin einfalda ráðagerð okkur yrði óhaldkvæm í framkvæmdinni, en svo reyndist þó. Á tiltekinni stundu hringdi ég, og fyrir einhverja óskiljanlega glettni örlaganna lenti ég á yðar númeri, og yðar hönd kast- aði teningnum um gæfu mína. — Þarf ég að fjölyrða um hvernig fór? Ég beið eftir því að þér ryfuð símasambandið, svo að ég gæti uppfyllt skilyrðið, sem mér hafði verið sett. Þegar biðin var orðin mér óbærilega löng, fór ég út, en kom að luktu húsinu, þar sem hún átti heima. Síðar komst ég í síma, en þá svaraði hún ekki. Þessi þrautanótt leið svo til enda, að ég fékk ekki að sjá hana. Síðan hefi ég hvorki séð hana né heyrt frá henni. Ég skrifaði henni eitt bréf, en veit ekki hvort það hefir komizt til skila. Hvernig sem tilfinningum hennar gagn- vart mér hefir verið varið, þá veit ég, að þær hafa ekki staðizt raun þessarar næt- ur. Hún, hin sterka, stolta kona, hafði boð- ið mér ást sína í fullri vitund um gildi þeirrar gjafar, og ég hafði hafnað henni með þögn minni og fjarveru. Það var stærri smán en hún gat fyrirgefið. Þetta var örlaganótt. Ég hefi þrásinnis lagt þá spurningu fyrir mig, hvort ég mundi hafa átt sigri að fagna, ef þér hefð- uð ekki hindrað fund okkar. En hvað, sem því leið, hefði hún eflaust gefið mér þá yndislegu minningu, sem hæfust væri til hinztu fylgdar. —“ „Skiljið þér nú, litla örlaganorn, að mér finnst, að þér eigið mér skuld að gjalda?“ -------Hann fylgdi mér heim um nótt- ina. Það, sem síðar gerðist er önnur saga. Svör vid spurningum á bls. 2: 1. Charles Lindbergh, 1927, frá New York til París. 2. Gísli Sveinsson. 3. Johan Strauss. 4. Hvannadalshnúkar. 5. My' D, C og L. 6. Víkingur. 7. Silfur. 8. Hvergi. Þeir hafa orðið til við kynblöndun í norskum refabú- um og eru hvergi annarsstaðar til. 9. Tirana. 10. Á Skarðsströnd við Breiðafjörð. Gerist áskrifendur ad VIKUNNI! Afgreidsla: Austurstrœti 17, Rvik. Simi5004. Veró: Kr. 1,75 á mátiuði. Burðargjaldsfrítt. Hin miltla hersýning „Kondor-flugsveitanna“. Hinar frægu ,,Kondor“-flugsveitir ganga fram hjá Göring flugmarskálki. 1 fylgd með Göring eru foringjar flugsveitanna, þeir von Richthofen fríherra, Sperrle flugforingi og Volkmann flugfor- ingi. Hersýningin fór fram á Karl-Muck-Platz.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.