Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 34, 1940 Heimilið Matseðillinn. Brún hvítkálssúpa. Skerið í sundur hvítkálshöfuð í smá bita. — Brúnið smjör með 2 matskeiðum af púðursykri, bætið síðan hinu smáskorna káli saman við og brúnið vel. Setjið síðan í súpupottinn, sem kjöt- soðið er í (Maggi-soð) og sjóðið með luktu loki (en hrærið vel í, því að kálinu er hætt við að brenna við). Þegar kálið er orðið meyrt, á súpan líka að vera orðin brún. Sé svo ekki, þá sjóðið hana áfram um stund án loks. Lítið eitt af sósu- lit má bæta í ef vill og salta eftir smekk. Nautasteik á nýjan hátt. Kaupið eitt kíló af buffkjöti (úr læri nautsins), berjið það á öllum hliðum með kjöthamri, leggið síðan yfir nóttina í almennt edik. Takið upp úr edikinu daginn eftir og spikþræðið. Brúnið síðan í smjöri eða smjörlíki, með luktu loki, í 2 tíma. Kryddið með salti og pipar, hellið smám saman mjólk yfir steikina, 6—7 sinnum, meðan hún er að steikjast. Takið hana nú upp, þegar hún er orðin meyr. Sé þörf á, þá síið sósuna, setjið hana upp aftur og bætið með rjóma ogsoðhlaupi, sé það fyrir hendi; hrærið stöðugt í þar til sýður, hellið síðan yfir steikina. Berið á borð með soðnum kartöflum. Húsráð. Salt, uppleyst í sítrónusafa, er gott til margra hluta. Með því má ná blekblettum úr fötum. Það er borið á blettinn með mjúkum pensli, og eftir nokkrar mínútur er það þvegið úr. Sótuga koparkatla og potta má hreinsa með því. Rófur, gulrófur o. s. frv. geymist bezt i dimm- um, köldum stað, í þurrum sandi eða mold. Ein matskeið af ammoníaki í síðasta skolvatn- inu endurlífgar litinn i mislitu silki eða bómullar- taui. Það leysir einnig upp bletti af rauðu bleki, ávaxtasafa eða grasbletti. Silkisokkar verða miklu endingarbetri, ef þeir eru iagðir í bleyti í köldu vatni, nokkrar klukku- stundir, áður en þeir eru notaðir í fyrsta skipti. Litirnir í upplituðum teppum skýrast, ef þau eru strokin með volgri blöndu af ediki og vatni eftir að þau hafa verið barin. Til þess að vatnsglös og önnur glerilát verði verulega fögur og fægist vel, má nota ofurlitinn taubláma í uppþvottarvatnið. Það getur brakað leiðinlega í nýjum skóm, jafn- vel þó að þeir séu ekki keyptir „upp á krít“. — Hellið ofurlitlu af laxerolíu á volga járnplötu og látið skóna standa á því um stund. Sólarnir sjúga þá í sig olíuna og marrið hættir. Helga Thorlacius. Ný matreiðsiiabók. H.f. Leiftur hefir nýlega gefið út Mat- reiðslubók eftir frk. Helgu Thorlacius. Bjarni Bjarnason læknir skrifar formála fyrir bókinni og segir þar m. a.: „Það sem vakti mesta athygli mína og ánægju, er ég fór yfir handrit þessarar bókar, voru hinir ýmsu réttir og drykkir úr íslenzkum nytjajurtum. . . . Bókin verður að því leyti brautryðjandi, að hún kennir þeim, sem lesa hana, að nota íslenzkar nytjajurtir meira en tíðkazt hefir, bæði með því að blanda þeim öðrum fæðutegundum og búa til úr þeim sjálfstæða rétti og drykki.“ Bókinni er skipt í eftirfarandi kafla: Mjólkurmatur og súpur. — Grænmetis- mauk og jafningar með mjólk eða jurta- seyði. — Fiskréttir. — Kjötréttir. — Búð- ingar. — Ýmsir réttir úr innmat úr kálf- um og lömbum. — Eggjaréttir. — Sósur. — Salöt. — Salatsósur súrar, sætar og kryddaðar. — Kaldir réttir. — Ábætis- réttir. — Drykkir. Mjög skilmerkilega er frá efninu gengið og bókin vel og smekklega útgefin, eins og venja er þessa útgefanda. Matreiðslubók eftir frk. Helgu Thorlacius, með formála eftir Bjarná Bjarnason lækni, er kominn út. Frk. Helga Thorlacius er löngu orðin þjóðkunn fyrirfram- úrskarandi þekkingu á sviði matgerðarlistarinnar og hefir á undanföfnum árum beitt sér af alefli fyrir aukinni græn- metisneyzlu og neyzlu ýmissa innlendra jurta, t. d. skarfa- káls, hvannar, heimulunjóla, hófblöðku, Ólafssúru, sölva, fjallagrasa, berja o. s. frv. 1 bókinni er sérstakur kafli um tilbúning drykkja úr inn- lendum jurtum. Húsmæður! Kynnið yður matreiðslubók Helgu Thorlacius áður en þér sjóðið niður fyrir veturinn. Bókin kostar aðeins kr. 4,00 í fallegu bandi. ar- AUOLÝSIÐ í VIKUNNI! -m Flöskur og glös. Við kaupum daglega fyrst um sinn allar algengar tegundir af tómum flöskum og ennfremur tóm glös af öllum tegundum, sem fró okkur eru komin, svo sem undan bökunardrop- um, hórvötnum og ilmvötnum. Móttakan er í Nýborg. Áfengisverzlun ríkisins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.