Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 34, 1940 uninn 14. júní. Var mikill ferðahugur í okkur á meðan við vorum að koma fyrir farangri okkar. Og mikil voru þrengslin um borð. Bar þar að nokkra gamla jaxla með veiðistengur og sumarfrí á samvizk- unni, kaupmenn og braskara og íþrótta- fólk af báðum kynjum, hoppandi og hlakk- andi yfir þessari fögru veröld. En um það bil sem skipið var að fara af stað kom eitthvert það babb í bátinn, að Jón Finnbogason gat ekki haldið för sinni áfram með Laxfossi, eins og ráð var fyrir gert. Hann hafði með sér gamlan bíl- skrjóð og ungan bílstjóra. Átti hann nú eftir að ráðstafa ýmsu í bænum, áður en hann færi vestur. Gerði hann nú ráð fyrir því, að hann færi með Fagranesinu upp á Akranes um kveldið, og var það ætlun hans, að við Yngvar tækjum dótið okkar aftur upp á bryggju í hendingskasti. Mér þótti þetta verri kostur og krafðist þess, að við frændur héldum áfram för okkar vestur eins og um hafði verið skrafað. Gaf Jón það eftir með góðu og fékk okkur pen- inga til þess að við gætum borgað far- gjaldið. Ferðin gekk ágætlega bæði á sjó og landi, og er ekkert frá því að segja þang- að til um kvöldið, að bíllinn nam staðar við Ósakot eða Tjald-Búðir öðru nafni. Þar býr nú Bjarni Finnbogason frá Búðum, bróðir Jóns, og hefir hann umráð yfir þessu landi. Er hann og í og með við hina umtöluðu móvinnslu. Ég hafði gaman af að líta yfir stóra breiðu af brúnum mó, sem búið var að rífa upp og dreifa yfir blautar mýrar æði langan kipp frá bænum. Þegar maður býr sig út í mógrafir og sækir það ekki skemmri leið en frá Reykjavík vestur undir jökul, er ekki vit í öðru en að vera í góðu skapi, og helzt líta á þessar ráða- gerðir, eins og hvern annan skopleik. Verður þá hver og einn að tjalda því, sem hann hefir til. Bíllinn stóð við í Ósakoti nokkrar mín- útur og skilaði þar ýmsum farangri, þar á meðal fullum pokum af hagldabrauði handa mannskapnum. Að því búnu hélt hann för sinni áfram norður yfir Fróðár- heiði að Ólafsvík. Það var komið að þeim tíma, að mann- skapurinn færi að tínast heim úr mógröf- unum. Voru piltar nokkuð fasmiklir og örir við að rífa í sig matinn. Var setið að borðum í ógurlegum þrengslum. Hafði nokkrum smáflekum verið tjaslað saman úr kössum, sem slegnir höfðu verið sundur og flekarnir hafðir fyrir borð. Tók það rúm eftir endilöngu gólfi úti við steyptan vegg og myndaði þar breitt horn eða vinkil að innanverðu í allmiklum skugga. Sætin voru lausir raftar, sem flett hafði verið sundur, og voru þessi bök lögð á milli kassa og hvalbeinshryggjarliða báðum megin við borðið. Þessi borðsalur var í sambyggingu við steypta hlöðu, f jós og áburðarhús. Var það bæði eldhúsið og geymslupláss fyrir mat. Þarna gengu nú þrjár stúlkui^ um beina, og gljáði á ljósa lokka á einni dömunni. Var hún að sjá í öllum háttum „fínleg“ í framkomu, og lýsti klæðnaður hennar því og hreyfingar, að vún væri ýmsu vön. Komst ég að því seinna, að hún hafði um skeið dvalið utanlands (í Grimsby). Ein þessara kvenna var ung og snotur kona, og var hún þarna með dóttur sína á öðru árinu. Hafði hún barnið hjá sér í litlum vagni, sem hún færði aftur og fram eftir gólfinu. Var það mikið, hvað blessað barn- ið gat verið rólegt í þessu drabbi, þar sem svo mörgu ægði saman. Þegar mér.var litið yfir hópinn, komst ég brátt að því, að nokkur hluti þessara pilta voru ungir menn úr Reykjavík og einir þrír eða fjórir drengir innan við fermingu, sem hafðir voru til snúninga og sendiferða. Þrengsli þessi voru svo mikil, að það komust ekki allir að því að borða í einu. Var það óþægilegt fyrir þá, sem urðu að sitja á hakanum og ruddust margir um til þess að komast á garðann, eins og svangir sauðir úr fjöru. Mætti sá ósiður leggjast niður, að menn rífi í sig matinn eins og sauðskepnur, jafnvel þótt unnið sé í mógröfum vestur undir jökli. Þegar við Yngvar komum, urðu stök- ustu vandræði að hola okkur niður. Var þarna fyrir maður nokkur, Jón að nafni, sem átti að hafa umsjón með vinnunni, í f jarveru húsbóndans, og leizt honum ekk- ert á blikuna að eiga að bæta nýjum mönnum við í þessi þrengsli. Var engin ,,koja“ laus í hlöðunni, þar sem við Yngv- ar gætum lagt okkur útaf. Hafði ég orð á því við Jón ráðsmann, að ég hefði með mér sængurföt, og setti það upp að vera einn út af fyrir mig í ,,koju“. Nokkur tjöld stóðu þarna skammt frá bæjarhúsunum á sendnum bakka eða flöt, og héldu þar til nokkrir ,,akkorðsmenn“, sem unnu í mógröfum við þetta fyrirtæki. Voru sumir þar úr nágrenninu, en aðrir norðan úr Ólafsvík. Þá voru og nokkur tjöld uppi við mógrafir, vestan Kálfár, þar sem sveitamenn höfðu bækistöðvar sínar. Veðrið var sæmilega gott um kvöldið, rigningarlaust, en ekki gott útsýni til f jall- anna. Ég reyndi að láta liggja vel á mér, og var ég til í að hafa spaugsyrði á vör- um við hvern, er hafa vildi. En um fram allt varð ég að fara sparlega með þessi fáu neftóbakskorn, sem ég hafði meðferðis, og engin tök á því, að taka hressilega í nefið. Ég leit eftir því við og við, hvar í ósköp- unum ég ætti að hola mér niður með dót mitt, og var nú hlaðan öðru vísi útlítandi en ég bjóst við eftir því sem Jón Finn- bogason hafði gefið mér í skyn. Var það eitthvað annað en þrifalegt að líta þangað inn. Dyrnar voru á hliðinni á móti suðri og tveir ofurlitlir gluggar, sem ekki var hægt að opna; var niðurgangur í hlöðuna, sem svaraði nokkuð á annan meter, og brotinn kassi frammi við vegginn að inn- anverðu, þar sem stigið var á, þegar geng- ið var um, en kassinn allur útataður í for og óþverra. I hlöðunni var þéttskipað ,,kojum“ með báðum veggjum. Höfðu piltarnir slegið þeim upp svona til málamynda og tjaslað þessu saman úr ýmsu f jalarusli, sem brúk- að hafði verið utan um steinsteypu. Voru ,,kojurnar“ svo þétt settar, að ekki var nema örmjór gangur á milli þeirra á gólf- inu og skuggsýnt í hlöðunni nema fram við dyrnar. Voru ,,kojur“ þessar tvær og þrjár, hver upp af annarri. Á gólfinu ægði öllu saman, heyrusli, gömlum, skítugum skóræflum, sokkadrusl- um og öðrum fataræflum. Voru heilir garð- ar af þessum óþverra um allt gólfið, hvað innan um annað, og vegna bleytu og rign- inga undangengna daga, rann þetta mold- argólf út í for. Fyrir norðurstafninum átti að heita auður steinveggur. Var þar inn- angengt í fjósið, og lagði mikla kúalykt í gegnum rifur á hurðinni, en músagangur svo mikill í hlöðunni, að þær hlupu um sumar „kojurnar" eins og léttar flugur. Skammt frá norðurstafninum stóð á gólfinu kringlótt borð, sem drifið hafði verið inn í hlöðuna. Var það til ofurlítilla þæginda að leggja þar frá sér dót fyrir þá, sem að því komust, og þar stundum þröng á þingi, þegar strákagreyin ruddust þar að margir í einu. Ég gægðist inn í hlöðuna einum tvisvar sinnum, á meðan ég var að sækja 1 mig veðrið. Þess á milli átti ég tal við Jón ráðs- mann, sem mér geðjaðist vel að. Tók hann öllu með stillingu, þegar ég ympraði máls á því, að hann yrði að hola mér þarna niður. Setti ég það upp, að ég fengi „koj- una“ undir norðurveggnum skammt frá borðinu. Var þarna einna bjartast, ekki langt frá hlöðudyrum og ofurlítið skot norður við stafninn, þar sem hægt var að reka nagla og hengja frá sér föt. Að vísu hékk þarna lausa-,,koja“ í kaðalböndum, og átti ég hana yfir höfði mér. En það var ekki því að heilsa, að „koj- an“ væri laus, og vandaðist þá heldur mál- ið. Eftir ofurlitla stund kom Jón til mín brosandi, þar sem ég var á vakki úti við, og sagði mér nú, að „kojan“ væri fengin. Var mér þá ekkert að vanbúnaði um kvöld- ið. Ruslaði ég í því að koma dótinu mínu niður, eftir því sem mér þótti hægast. Frændi minn fékk þar og ,,koju“ með öðr- um manni. Spjallaði ég lengi við piltana, áður en við fórum að sofa. Ég raðaði dóti mínu í kringum mig, eins og ég væri til sjós. Framan við ,,koju“- stokkinn hafði ég stórt koffort og lagði þar frá mér bæði buxur og sokka, við fóta- gaflinn raðaði ég ýmsu smádóti og breiddi yfir það olíusvuntu. Eftir að ég var kom- inn í rúmið, sneri ég mér fram um stund, og bar ýmislegt á góma fyrsta kveldið. Við höfðum hlöðudyrnar opnar til þess að fá hreint loft inn til okkar. KvÖrtuðu sum- ir undan ólyktinni úr fjósinu. Gaf ég fé- lögum mínum í skyn, að kúalykt væri holl, með því að ammoniak losaði frá brjóst- Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.