Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 34, 1940 11 Miðiiiiii, a kt||i Ltndðn Q Framhaldsaga eftir EDGAR WALLACE „Pér hefðuð ekki átt að láta hann gera það,“ sagði Elsie og stappaði niður fætinum. ,,Þér vitið, að hann borgar þetta einhverntíma.“ Frú Gritter fnæsti. „Hann fékk mér þær ekki beinlínis,“ sagði hún, ,,ég tók þær samkvæmt lögunum." Elsie starði á hana. „Þér tókuð þær?“ spurði hún, „tókuð þær úr herberginu hans?“ Frú Gritter kinkaði kolli. „Samkvæmt lögunum,“ sagði hún. „Þetta er ekki heiðarlega að farið!“ hrópaði Elsie. Frú Gritter varð sótrauð i framan. „Ekki heiðarlegt!" hrópaði hún skræltri röddu. „Vogið þér yður að bregða heiðarlegu fólki um slíkt! “ Það var barið harkalega að dyrum, og án þess að bíða eftir svari, voru dyrnar opnaðar og tveir menn komu inn. „Marion?“ spurði annar þeirra. „Ég er ungfrú Marion,“ svaraði Elsie og furð- aði sig á því, hvað þessi óvænta heimsókn ætti að þýða. Maðurinn kinkaði vingjarnlega kolli. „Eg er Colestaff lögregluþjónn," sagði hann, „og ég á að taka yður fasta, ákæiða fyrir að hafa stolið 114 pundum frá húsbónda yðar, Tack & Brighten.“ Hún 'féll ekki í yfirlið. Hún stóð grafkyrr eins og myndastytta. Frú Gritter leit á hana þung á svip og tautaði: „Ekki heiðarlegt!" „Hver hefir kært mig?“ spurði Elsie eins og í leiðslu. „Herra King Kerry,“ sagði lögregluþjónninn. „King Kerry — nei, nei!“ hún teygði hend- urnar biðjandi í áttina til lögregluþjónsins. „Það er herra King Kerry,“ sagði hann vin- gjarnlega, „ég'framkvæmi þessa handtöku sam- kvæmt upplýsingum, sem hann hefir svarið eið að.“ „Það er ómögulegt — ómögulegt," hrópaði hún og augun fylltust tárum. „Það getur ekki verið, það hlýtur að vera misskilningur. Hann mundi aldrei hafa gert það, hann mundi aldrei geta gert það.“ Lögregluþjónninn hristi höfuðið. „Það getur verið, að það sé misskilningur, ungfrú Marion," sagði hann vingjamlega, „en það, sem ég segi, er satt.“ Elsie hneig niður á stól og huldi andlitið í höndum sér. Lögregluþjónninn lagði höndina á öxl hennar. „Komið nú heldur af fúsum vilja," sagði hann. Hún reis á fætur eins og í leiðslu, tók hattinn sinn, fór niður stigann með mönnunum og skildi frú Gritter eftir mállausa, „Ekki heiðarlegt," sagði hún hvað eftir annað. „Ja, heyr á endemi! Þeim ferst, þessum búðar- dömum!" Hún beið þangað til hún heyrði, að útidýra- hurðin skall aftur, þá beygði hún sig niður til að draga fram ferðatöskuna, sem var undir rúm- inu. Nú var tíminn til að næla sér í ýmislegt smá- vegis. 9. KAPlTULI. Konan, sem lagðist ■ rúm Elsiear. Elsie Marion sat á trérúminu og starði á hvít- kalkaðan klefavegginn. Hún heyrði kirkjuklukku slá ellefu. Sex klukkutíma hafði hún verið i varð- Það, sem slteð hefir hingað til í söguimi. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. Á bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig „L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sina and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, herra Leete. Kerry hefir gert til- boð í Gouldingsverzlunina, sem Leete er einnig eigandi að, en hann vill ekki ganga að því. Elsie býr hjá frú Gritter í Smith Street og dóttur hennar, sem er drykkju- ræfill. Þar býr einnig Gordon Bray, sem ætlar að verða húsameistari. haldi, en henni fundust það vera sex ár. Hún botnaði ekki neitt í neinu. King Kerry hafði skilið við hana kátur og glaður eftir hádegið, þegar hann lagði af stað til Liverpool til að hitta Cyrus Hatparl, sem var nýkominn frá Ameríku. Hún hafði fylgt honum á stöðina, staðið þar og rabbað við hann og feng- ið hjá honum upplýsingar viðvíkjandi störfum þeim, sem hún átti að inna af hendi daginn eftir. 1 Liverpool hafði hann — að því er lögreglu- maðurinn sagði — svarið eið að skýrslu, sem hann hafði lagt fyrir dómarann þar, og eftir kröfu lögreglunnar í Liverpool hafði lögreglan í London tekið hana fasta. Hvers vegna gat hann ekki beðið með þetta þangað til hann kom aftur? Hún hefði getað út- skýrt fyrir honum — hvað sem það nú var, sem útskýra þurfti —, en honum lá víst of mikið á að kollvarpa þeim framtíðardraumum, sem hann hafði vakið hjá henni. Allt kvöldið hafði hún set- ið og velt þessu fyrir sér, leitað að skýringu á þessum hræðilegu stakkaskiptum, sem hamingja hennar hafði tekið. En það var gersamlega óskilj- anlegt og svo átakanlegt, að það var ofvaxið skilningi hennar. Hún hafði aldrei haft mikla peninga undir höndum, hún gerði reikningana upp daglega, og enginn hafði efazt um, að þeir væru í lagi. En það var annað dularfullt við þetta: Klukkan átta um kvöldið hafði hún fengið sendan miðdagsmat. Það hafði verið komið með hann í vagni frá bezta •hóteli Lundúnaborgar, Schweizerhof, sem nýbúið var að opna. Maturinn var svo íburðarmikill, að hver konungur hefði verið fullsæmdur af. Hún var ung og hraust, og þó að henni þætti þetta undarlegt, borðaði hún matinn með beztu lyst. Þegar hún spurði frá hverjum þetta væri, fékk hún ekki annað svar, en að maður í Liverpool hefði pantað hann símleiðis. Þessi snöggu umskiptí mannsins voru furðuleg. Hann lét taka hana fasta, ásakaða fyrir að hafa stolið nokkrum pundum, en samtímis sendi hann henni miðdegisverð, sem var að minnsta kosti eins mikils virði. Klukkan sló eitt. Hún reyndi að sofna, en gat það ekki. Klukkan hálf tvö kom einn af kvenvörðunum niður ganginn og opnaði klefahurðina hennar. „Þessa leið, ungfrú," sagði hún og Elsie fór á eftir henni í gegnum aðrar járndyr, upp litinn stiga og inn í yfirheyrslusalinn. Hún staðnæmdist agndofa á þröskuldinum, þvi að inn í salnum stóð King Kerry. Hann gekk til móts við hana með útréttar hendur. „Veslings bam,“ sagði hann, og það var ómögu- legt að efast um einlægni hans. Hann leiddi hana að grindunum. Elsie var of undrandi til* að veita mótspyrnu. ,,Ég held, að þetta sé í lagi, herra dómari," sagði hann. „Það er allt í lagi, herra minn,“ sagði dómar- inn og brosti til stúlkunnar. „Þér eruð frjálsar, ungfrú." „En ég skil ekki ...“ byrjaði hún. Þá tók Kerry í hönd hennar og leiddi hana út úr salnurn. Fyrir utan stóðu þrír bílar og biðu og menn stóðu í smáhópum á götunni og töluðu saman. Þeir sneru sér allir við eins og eftir skipun, þegar þau komu niður tröppurnar og einn þeirra gekk fram og tók ofan. „Ég held, að það sé bezt að aka til Fleet Street 107 fyrst,“ sagði hann. „Það held ég líka,“ sagði Kerry alvarlega. Hann opnaði hurðina á einum bílnum og hjálp- aði Elsie inn. ..Bamið riiitt," sagði hann, þegar þau voru orð- in ein. „Þér verðið að vera vægar í dómum um mig. Enginn af vinum mínum var í bænum. Ég varð að grípa til róttækra ráðstafana, einhvers, sem ég var öruggur um, að ekki gæti mistekizt." „En — en af hverju?" Hún fór að gráta og hann tók sér það mjög nærri. „Verið sanngjarnar," sagði hann blíðlega, „ég held, að ég hafi bjargað lífi yðar með þvi að láta taka yður fasta." Hann talaði svo einlæglega og alvarlega, að hún hætti að gráta og forvitni hennar vaknaði að nýju. „Ég fékk símskeyti á leiðinni," sagði hann, „ég fékk það rétt, þegar ég var að koma á stöðina í Liverpool. Það var frá einum vina minna við „Monitor", og i því stóð, að í kvöld ætti að gera tilraun til að myrða yður, af ástæðu, sem ég nú skil, og sem ég veit, að þér munið skilja seinna.“ „Það er ómögulegt!" Hann kinkaði kolli. „Ég hefði getað tilkynnt lögreglunni það, en ég efast um, að hún hefði tekið það alvarlega. Ég var dauðhræddur um, að þeir gætu ekki veitt yður fulla vemd.“ „En hver er það, sem vill mér svo illt ?“ spurði hún. „Ég á ekki einn einasta óvin.“ Hann kinkaði kolli. „Þér eigið eins marga óvini og allir aðrir með- limir þjóðfélagsins," sagði hann, „það er að segja, þér eigið alla þá menn að óvinum, sem setja sig upp á móti lögum og rétti þjóðfélagsins.“ Hann sagði ekki meira, fyrri en billinn nam staðar fyrir framan íbúð hennar. Hinir bílamir komu á eftir, og þegar þau komu út úr bílnum, átti Kerry stutt samtal við leynilögreglumennina, þvi að þessir menn voru frá Scotland Yard og Pinkerton. Því næst gekk Kerry upp tröppurnar og barði hart og lengi að dyrum á þessu dirnrna, þögla húsi. Hann sneri sér að Elsie. „Er herbergi yðar fram að götunni?" spurði hann. Hún hristi höfuðið brosandi. „Ég er hrædd um, að það hefði orðið full dýrt fyrir mig,“ sagði hún; „nei, herbergið mitt er á annarri hæð og snýr út að húsagarðinum. Útsýnið er ágætt inn í eldhús nágrannans og skemmtisvalir hefi ég algerlega út af fyrir mig, ef ég bara þori að klifra út á þær.“ ,, Skemmtisvalir ? ‘1 Spurningin var hvöss, og hún flýtti sér að skýra þessi spaugsyrði. „Ég get klifrað út um gluggann og út á skáþakið yfir eldhúsinu, mér þykir það í rauninni gott, þvi áð ég er svo eldhrædd." „Það er ég líka,“ sagði hann. Á meðan þau voru að tala, var hurðin opnuð og Gordon Bray stóð í dyrunum, fullklæddur. Hann þekkti undir eins Elsie.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.