Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 34, 1940 júní brá ég mér upp að Öxl, til þess að sjá mig um á gömlum slóðum Axlar-Bjarn- ar. Slógust þeir í fylgd með mér, Yngvar frændi minn og annar náungi til, er ég nefndi bróður Lárus. Var kunningsskapur okkar Lárusar þannig til kominn, að ég hafði að undanförnu eignazt frá honum nokkur rakblöð. Endurvaktist nú kunn- ingsskapurinn í mógröfunum með nokkr- um neftóbakskornum, sem við miðluðum hvor öðrum, með hinum mesta sparnaði. Það var léttskýjað og sólskin öðru hverju, :_einni partinn um daginn. Var ekki viðlit fyrir okkur félaga annað en að þramma þetta áfram í vaðstígvélum, og sættum við færi að geta vaðið yfir Ós- inn og svo að stytta okkur leið með því* að vaða yfir mýrar beinustu leið upp að Öxl. Stendur bærinn framan undir fjalls- hlíð, og liggur akbrautin út í Breiðuvík eftir endilangri hlíðinni, skammt ofan við bæinn í gegnum hina svo nefndu Axlar- hóla. Mér var ekkert létt í skapi yfir því að þurfa að ösla þetta í vaðstígvélum, og hefði ég kosið mér að vera léttari til gangs. Hafði ég það í hyggju að skoða mig ögn um í Búðahrauni, sjá gömlú rústirnar af bæ Axlar-Bjarnar og ganga upp á veginn til þess að fá útsýnið frá Axlarhólum yfir Breiðuvík og út að Stapa. Það hittist svo á, að Gunnlaugur bóndi í Öxl var í óðaönn að færa út mó, æði- kipp fyrir neðan bæinn. Gekk hann að þessu verki á drottinsdaginn með dugnaði miklum, ásamt dóttur sinni tólf ára gam- alli stúlku tápmikilli með afbrigðum, og hefði margur getið þess til eftir vextinum að dæma, að hún væri sextán til átján ára. Þegar við félagar fundum Gunnlaug, báðum við hann um leiðsögn út að gömlu Öxl, þar sem merki sjást enn fyrir því, að Björn hafi búið, en það er út með hraunröndinni niður undan Axlarhólum, og var nú þangað ekki langt að ganga. Ég litaðist um og t<yllti mér niður, þar sem líkur benda til, að muni hafa verið gamla baðstofutóttin. Það er ekki ætlun mín að þylja upp sögu Axlar-Bjarnar, enda er hún nú að miklu leyti horfin inn í myrkur aldanna og dóm- ur Jóns lögmanns á Reynistað yfir honum með öllu tapaður. En atburðir þeir, er gerðust á Laugarbrekkuþingi, er Axlar- Björn var aftekinn árið 1596, hafa þó haldizt vakandi í gömlum sögnum og vald- ið mörgum hryllingi. Björn á að hafa verið að kirkju á Knerri á páskadag í góðu veðri og glaða sólskini og hafa sagt í margra manna viðurvist: „Nú eru sólarlitlir dagar, piltar.“ Gekk þá fram Yngimundur sterki í Brekkubæ og lagði á hanri hendur. Var hann þar með tekinn fastur og dæmdur til aftöku með miklum pyndingum. Hefir þjóðtrúin gjört Axlar-Björn að svo forhertum glæpamanni og blindum í syndum sínum, að hann hafi ekki séð til sólar í heiðskíru veðri. 52. krossgáía Vikunnar. Lárétt: 1. Ungviði. — 13. Þýðingarlaus. — 14. Fé. 15. Geymir. — 16. Aðferð. — 18. Smitta. — 20. Nízka. — 23. Keyrt. — 25. Neðar. — 27 Stjórnar. — 29. Biblíunafn. — 30. Fugl. — 31. Litur. — 32. Á neti. — 34. Aldan. 36. Eggjárn. — 37. Heilli. — 39. Villist ekki. — 41. Leggja á flótta, — 42. Iðngrein. — 44. Sjúkdómurinn. — 46. Sjá eftir. — 49. Drykkur. — 51. Um- turnar. — 53. Urgangur. — 55. Síð- asta lega. 56. Losa. — - 57. Veiðar- færi. — 58. Nibba. — 60. Hnífar. — 62. Hraði. — 63. Útlimir. — 65. Skarpar. — 67. Músadrykkur. — 68. Ekki mörgu. — 70. Lætur sig. — 72. Safna spiki. — 75. Stríðstæki. Lóðrétt: 1. Á heima. — 2. Hross. — 3. Mjúk. — 4. Skyrtu. — 5. Fornfræg borg. — 6. Skammst. — 7. Tónn. — 8. Golar. — 9. Hreyfist. — 10. Nudda. — 11. Þyngd- areining. — 12. Á skipi. —• 17. Mára. — 18. Hvíl- ast. — 19. Þurrka út. — 20. Hreinsai*. — 21. Rifrildið. — 22. Stig. — 24. Kaldi. — 26. = 67. lárétt. — 28. Læti. — 33. Klettabúi. — 34. Tengir saman. — 35. Verkfæri. — 36. Fljót í Frakklandi. — 38. Þrír eins. — 40. Handfesta. >- 43. Hross. Eru sagnir fyrir því, að pyndingarnar hafi farið fram í laut sunnan undir kirkju- garðinum á Laugarbrekku og með þeim ódæmum, sem ekki hafi verið beitt við aðra glæpamenn hér á landi. Á Björn að' hafa meðgengið níu morð, en þjóðtrúin bætt við öðrum níu og þannig tvöfaldað glæpi þessa hryllilega manns. Gamlar sagnir herma svo frá, að Björn hafi verið tekinn til fósturs af Ormi Þor- leifssyni á Knerri í Breiðuvík. Er sagt, að hann hafi verið svo auðugur maður, að hann hafi átt land allt milli f jalls og f jöru utan frá Kambi og inn að Hraunhafnará. Áttu þeir þá að hafa alizt upp jafntímis, Björn Pétursson og Guðmundur, launson- ur Orms ríka. En eftir að Björn var orð- in fulltíða maður, húsaði hann bæ að Öxl og hefir verið kenndur við þann bæ síðan. Mér gat ekki annað en dimmt fyrir aug- um við þessar hugleiðingar. Á þessum slóðum lágu hulin spor þessa óbótamanns, er verstur hefir verið talinn allra morð- ingja þessa lands. Vera má, gð Björn hafi verið farinn að finna til á Laugarbrekku, þar sem hann kvartaði undan dimmum dögum. Enda var þá ekki langt að bíða dóms og úrslita og endiloka lífsferils hans. Við skulum hugsa okkur, góðir hálsar, að við nútíðarmenn værum sjónarvottar að aftöku Axlar-Bjarnar eða álíka fádæma mannlegra þjáninga. Stæðum við ekki lam- aðir gagnvart þeim ósköpum? — Gætum við orðið nokkru nær um lífshræringar óbótamannsins á þeim augnablikum, er lífið er að fjara út. Okkur kann að þykja nóg um fárdæmi Axlar-Bjarnar og morð- fýsn. Við getum hugsað og þenkt og dregið ályktanir og gefið ímyndunaraflinu lausan — 44. Umlykja. — 45. Á orgeli. — 46. 1 hóp. — 47. Húsdýr. — 48. Stytt mannsnafn. — 50. Ferða- lag. — 52. Ríf. — 54. 1 kirkju. — 59. Raungæðin. — 60. Hreinsað. — 61. Aumingja. — 62. Geta (skáldaleyfi). — 64. Lita. — 66. -legur. — 69. Tveir eins. — 70. Skammst. — 71. Guð. — 72. Tveir eins. — 73 Skammst. — 74. Gjörð. Gerist áskrifendur að VIKUNNI! Afgreidsla: Austurstrœti 17, Rvlk. Simi5004. Verö: Kr. 1,75 á mánuöi. Burðargjaldsfrítt. tauminn. Heilar aldir geta orðið að augna- blikum og gætir þá aftöku Axlar-Bjarnar lítið innan um aðra atburði. Við sjáum mikla bálkesti bera við himinn um alla Norðurálfu og finnum sviðalykt af hrá- blautu mannakjöti, þar sem verið er að brenna menn, sakaða um galdur og forn- eskju. Sýnir þessar færast yfir til okkar eigin lands, þar sem fjórtán mönnum er hlaðinn bálköstur í Brennugjá, en sam- stundis heyrast angistaróp fallinna kvenna, sem eru að biðja sér lífs í Drekk- ingarhyl. Undur er ísland htið — þessi ögn — með þjáningar sínar og raunir og gamla. líflátsdóma. Jarðarhnötturinn þeytist um geiminn og veltir sér að sólunni sitt á hvað. Ber þar nú manninn hæst, einn allra. dýra á uppréttum fótum, og býr sér til lög og venjur, með alls konar stjórnarfari og siðareglum. Af höfðingjum þjóðanna eru manndrápin borin að þeim eins og svala- drykkur, sem þær eru látnar bergja af eftir vissum reglum. Nýjar styrjaldir færast yfir jörðina með meiri hraða og fordæðuskap en áður hefir átt sér stað. Líður ekki að því, að sólin formyrkvist fyrir augum þeirra höfðingja, sem valdir eru að þessum ósköpum? — Gæti manni ekki flogið í hug, að einhvers staðar í ríki leyndardómanna væri til ein- hvers konar Laugarbrekkuþing, þar sem dómur yrði upp kveðinn eins og yfir Axlar- Birni forðum? „Vituð ér enn eða hvat?“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.