Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 34, 1940 5 son og Tochigi stauluðust máttvana fram úr kojum sínum, og Herbert Stoltz, sem hafði ekki neinn skipstjóra til skipa sér fyrir, reyndi eftir beztu getu að haga segl- um eftir vindi. Jack skrifaði 1000 orð á hverjum morgni, og „Martin Eden“ óx hröðum skrefum. Bókin er eins konar sjálfsævisaga í skáldsöguformi, þar sem Jack segir frá sinni eigin baráttu við að sigrast á þekkingarskorti sínum, og hvernig hann breytist á þrem árum úr óbreyttum sjómanni í menntaðan mann og dáðan rithöfund. Aðalpersónurnar eru hann sjálfur, Mabel Appelgarth og fjölskylda hennar. Ruth Morse, sem er aðalkvenpersónan, er sönn og lifandi, af því að liún styðst við lifandi fyrirmynd. Það er eina konan, sem ekki er úr alþýðustétt, sem Jack Lohdon Irving Stone segir hér frá fyrsta áfanga hinnar fyrir- huguðu ferðar Jacks London umhverfis jörðina. Þó að óhagsýni Jacks London ætti mikinn þátt í erfiðleikunum við und- irbúning ferðarinnar, var það þó fégræðgi þeirra manna, sem hann átti viðskipti við, sem þar átti mesta sök á. Þegar „Snark- en“ var nýlagður úr höfn og Jack fór fram á til að athuga þilfarsborðin, sem kostað höfðu 7,50 dollara stykkir, af því að þau áttu að vera úr eik, kom í ljós, að það voru furuviðarborð, sem kostuðu í mesta lagi 2,50 dollara. Þessi dýru þilfarsborð, sem hann hafði keypt frá Washington, fóru að gisna, og þilfarið tók að leka svo mikið, að vatnið streymdi niður í káetuna og eyðilagði matvælin í eldhúsinu. Byrð- ingurinn fór að leka, og botninn lak, og jafnvel vatnsþéttu hólfin hripláku. Smíða- járnið grotnaði í sundur, einkum það, sem nota átti við seglaútbúnaðinn. Allur út- búnaðurinn í baðklefanum var orðinn ónýt- Myndin t. h.: Charmain Lon- don reyndist af- bragðs félagi á hinni ævintýra- legu ferð með „Snarken". — Hún hafði rík- ara ævintýra- blóð í æðum en þeir menn, sem Jack réði, og hún sat oft ótrauð við stýr- ið, þó að á móti blési. ur. Ég hafði hlustað á raddir himintungl- anna, og þau höfðu sagt mér, hvar ég var staddur á vegum hafsins.“ Þau lentu í vondu veðri, svo að Martin Johnson og Tochigi, káetudrengurinn, urðu að leggjast fyrir vegna sjóveiki. Auk alls annars varð Jack nú að standa í sjó í eld- húsinu og reyna árangurslaust að búa til heitan mat handa skipshöfninni. Charmain stóð ekki aðeins sína eigin vakt við stýr- ið, heldur einnig marga aukatíma fyrir hina sjóveiku og hélt ótrauð stefnunni í hafrótinu á meðan fimm karlmenn sváfu vært undir þiljum. Roscoe, sem hafði séð fyrir því, að sett hafði verið um borð á kostnað Jacks kynstrin öll af sérstökum sem honum voru ætlaðir til þess og hafði fengið full laun fyrir; að hann kunni ekki að taka nákvæma miðun og hafði því ekki hugmynd um, hvar þeir voru staddir á Kyrrahafinu. Jack gróf upp sjóferðabæk- urnar og fór að lesa, svo teiknaði hann sér kort og tók sólarhæðina. „Fyrir tilstilli stjörnufræðinga og stærðfræðinga er sigl- ingin um úthöfin með aðstoð himintungl- anna orðin hreinn barnaleikur. Ég sat hálf- an dag í stýrisskýlinu og stýrði með ann- ari hendinni en reiknaði út logaritma með hinni. Á tveim dögum kynnti ég mér grundvallaratriði siglingarfræðinnar og þær aðferðir, sem notaðar eru til að ákveða stöðu skipsins. Svo tók ég sekstantinn, reiknaði út skekkjuna og tók síðan sólar- hæðina. Hvort ég var hreykinn af sjálf- um mér? Mér fannst ég vera galdramað- niðursoðnum hollustumat, sat nú niðri í káetu og gæddi sér á góðgætinu. Þegar Jack spurði hann, hvers vegna hann sprautaði ekki þilfarið, til þess að reyna að halda bátnum hreinum, sagði Roscoe, að hann gæti ekkert gert vegna hægða- leysis. Á meðan allt gekk þannig á afturfót- unum fyrir Jack, settist hann á lúguna yfir framlestinni og byrjaði að skrifa „Martin Eden“, sem vafalaust má.teljast bezta bókin, sem hann nokkurn tíma skrif- aði. Það sjást ekki margar leiðréttingar í hinu skrifaða frumriti og sýnir það greini- lega hina miklu hæfileika hans til þess að raða niður og þjappa saman efninu, sem hann hafði lagt svo mikla stund á að þroska með sjálfum sér. Eftir viku slotaði veðrinu, sólin fór að skína og Martin John- Myndin t. v.: Jack og Chair- main skoða sjó- kort um borð i ,,Snarken“. ur áður en sólarhringur var liðinn. Appel- sínurnar höfðu frosið áður en þær voru settar um borð, kálið og eplin voru skemmd, af því að ferðinni hafði stöðugt verið frestað, og það varð að fleygja því fyrir borð. Olía hafði hellzt ofan í gulræt- urnar, uppkveikjuviðurinn blotnaði og fún- ir pokamir rifnuðu utan af kolunum, svo að þeim skolaði fyrir borð út um austurs- opin. Jack varð ekki ljóst, fyrr en eftir marga daga, að Roscoe Eames hafði ekki lært neitt í sighngarfræði á þeim mánuðum,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.