Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 34, 1940 gat nokkru sinni gert sannfærandi í sög- um sínum. Þegar bókin kom út tveim árum seinna, bauð kvenfélagið í San Jose kvenritdóm- ara, Mira McClay að nafni, að koma og halda fyrirlestur um „Martin Eden“. I fyrirlestrinum tætti frú McClay aðalkven- persónu sögunnar í sundur, sagði að hún væri huglaus og veik- geðjá og hefði eyðilagt með því bæði sitt eigið líf og líf Martins Eden. Hana grunaði ekki, að föla grannleita konan, sem sat í fremstu röð og horfði á hana sorg- mæddum augum, væri Mabel Appelgarth. Þegar þau höfðu siglt í tuttugu og sjö daga, og stefnið, sem Jack hafði verið svo hreykinn af, hafði stungið sér hvað eftir annað svo djúpt í öldurnar, að það virtist aldrei ætla að ná sér upp aftur, sáu þau land fram undan. Jack gramdist, hvað hann hafði reiknað skakkt, því að samkvæmt út- reikningum hans áttu þau að vera hér um bil 160 kílómetra frá næstu eyju. En það kom brátt í ljós, að þetta var tind- urinn á eldf jallinu Haleakala, sem er 10 þús. fet yfir sjávarmál, og fjarlægðin reyndist vera 160 kílómetrar. Þegar hann uppgötvaði það, varð hann enn hreyknari heldur en þegar hann kornungur stýrði „Sophie Sutherland" í gegnum fellibylinn úti fyrir Japansströndum. Gufubátur frá lystisnekkjuklúbbn- um á Hawaii kom til móts við „Snark- en“ og færði þeim blöð með skeytum frá Ameríku um það, að „Snarken“ hefði farizt. For- maður klúbbsins bauð hann velkom- inn til Hawaii og dró hann' inn á „Perluhöfnina“. ~ Jack var fengið hús til umráða í Hilo. Á hverjum morgni vaknaði hann við söng mynafuglanna, og niður að fagur- grænu lóninu, þar sem hann baðaði sig, voru aðeins fáein skref. Hann borðaði morgunverð undir trjánum við borð, sem Tochigi hafði stráð rauðum hibiscus og grænum koralögnum. Eftir morgunverðinn sat hann í bláum slopp og skrifaði við lítið skrifborð, sem sett hafði verið á grasblett- inn. Hann lýsti öllum þeim erfiðleikum, sem hann átti við að stríða áður en hann kom „Snarken" á flot; hann sagði frá þeim þúsundum bréfa, sem hann hafði fengið frá fólki, sem gjarnan vildi komast í þessa ævintýralegu ferð, og hann lýsti því, hvernig „Snarken" villtist, af því að Ros- coe kunni ekki að stjórna skipi, og hvernig honum sjálfum tókst að komast á rétta leið. Hann var í miklum f járkröggum, grein- arnar voru vel skrifaðar og skemmtilegar, og það var auðvelt og selja þær. Fyrstu tólf dagana, sem „Snarken“ lá í „Perluhöfninni", kom Jack ekkert um borð. Þegar hann réri um borð á þrettánda degi, sá hann, að þilfarið hafði aldrei ver- ið hreinsað, og að það var að grotna í sundur undir hitabeltissólinni. Hann rak samstundis Roscoe Eames og Herbert Stoltz af og sendi þá aftur til Californíu. í Ameríku báru blöðin út þann orðróm, að slegið hefði í hart um borð í „Snarken“ og tveir menn farið af. Af því að Jack vildi ekki særa Ninettu Eames með því að koma upp um Roscoe, gerði hann enga tilraun til að afsaka sig. Jack og Charmain voru eina viku á holdsveikra-eyjunni Molokai. Þau skeyttu ekki um neinar varúðarreglur og umgeng- ust sjúklingana eins og þeir væru alheil- brigðir. Sjúklingarnir grátbáðu Jack um að skrifa grein, sem segði sannleikann um þessa illræmdu eyju, svo að heimurinn fengi að vita, að þeir lifðu þar góðu og hamingjusömu lífi. I greininni „Holds- veikissjúklingarnir á Molokai", sem Jack skrifaði undir eins og hann kom aftur í húsið sitt í Hilo, gaf hann átakanlega en fagra lýsingu á dvöl sinni þar. Um miðjan október sigldi Jack London frá Hilo í áttina til Marque- saseyjanna með útlærð- an skipstjóra og hol- lenzkan sjómann í stað þeirra tveggja, sem hann hafði rekið af. Warren skipstjóri hafði setið í fangelsinu í Oregon, ákærður fyrir morð, en hafði verið lát- inn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Her- mann hafði verið skip- stjóri á fiskiskútu föður síns og stundað veiðar úti fyrir ströndum Hol- lands. Ef Jack hefði verið svo skynsamur, að ráða slíka menn til að byggja „Snarken“ eða sigla honum til Hawaii, hefði hann getað sparað sér 20.000 dollara og margs konar erfiðleika. Sá eini af hinni upprunalegu skipshöfn, sem reyndist stöðu sinni vaxinn, var Martin Johnson, sem var hafinn til æðri metorða og gerður að vélstjóra og reyndist upp frá því ómiss- andi um borð í „Snarken“. Á þessari tveggja ára langferð reyndist Charmain einnig Jack fylhlega samboðin. Hún var kjarkmikil og lífsglöð og dugði bezt, þegar mest var að gera og hættan var mest. Ef Jack hefði óskað sér konu, sem gæti fylgt honum í gegn- um þykkt og þunnt, þá var Charmain sú rétta. Nokkrum dögum eftir að þau höfðu lagt af stað frá Hilo, sló Jack upp í bókinni með leiðar- lýsingum fyrir syðri hluta Kyrrahafsins, og sá þar, að eftir því sem bezt væri vitað, hefði ekkert seglskip farið þessa leið frá Hawaii til Marquesaseyjanna, vegna þess, að suð- austan staðvindurinn og straumarnir við miðjarðarlínuna gerðu það ókleift að sigla ‘hana. — En hið ómögulega getur ekki aftrað „Snarken“, sagði Jaek og hélt von- góður áfram til suðurs. — Annar áfang- inn á þessari ævintýralegu ferð var nú haf- inn, hann færir í skauti sínu enn meiri erfiðleika í sambandi við „Snarken" og ferð Jacks kringum hnöttinn. Enginn af skipshöfninni á „Snarken" gat leyst það verk af hendi, sem hann var ráðinn til. Verstur var þó Roscoe Eames skipstjóri, sem ekki hafði hugmynd um, hvernig átti að ákveða stöðu skipsins. Jack varð sjálfur að fara að læra siglingarfræði. Hér sést hann með sekstantinn. ,,Snarken“ úti fyrir einni af Suðurhafseyjunum. Verið er að setja björgunarbátinn á flot eftir að hann hefir verið skoðaður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.