Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 34, 1940 Tunis, þar sem lortídin lilir ennþá. Tunis er land mótsetninganna. Hvergi búa svo margir þjóðflokkar hlið við hlið eins og á þessari landræmu á norðurströnd Afríku, sem næstum skiptir Miðjarðarhafinu í tvo hluta. Þar búa Berb- ar, sem voru fyrir í Tunis, þegar Fönikíu- menn, stofnendur Karþagóborgar sigldu inn í Tunisflóann, Arabar, sem fluttu með sér Múhamedstrú til Afríku, Beduinar frá Suður-Egyptalandi, Grikkir, Márar, Súdan- og Senegal-negrar, Gyðingar, Frakkar og ítalir — fortíð og nútíð mætast: í Mat- mata-f jöllunum eru ennþá hellisbúar, sem lifa eins og forfeður þeirra á dögum Fönikíumanna og búa aðeins nokkra kíló- metra frá nýtízku borgarvirkjum Frakka. Og rústirnar af hinni fornu Karþagó, sem einu sinni var kölluð „Drottning heimsins“, eru ekki nema í fimmtíu kílómetra fjar- lægð frá höfuðborginni Tunis með öllum sínum bílum, sporvögnum, gufuskipum og risahegrum. Tunis er hernaðarlega mjög þýðingarmikið og er stundum kallað „lyk- illinn að Sahara", enda hafa Italir ágirnd á landinu og mun það hafa verið að minnsta kosti ein af ástæðunum fyrir því, að þeir fóru í stríðið, því að segja má, að sá, sem hefir yfirráðin yfir Sikiley og Tunis, hafi ráðin á öllum siglingum um Miðjarðarhaf í hendi sér. Leirker frá verkstæðum leirkerasmíðanna á eyj- unni Djerba eru borin niður að höfninni, þaðan sem þau eru send m. a. til Servres-postulínsverk- smiðjanna i Frakklandi. Gyðingakona í bænum Hara Srira á eyjunni Lagið á leirkerunum frá Djerba er grískt. Þau Djerba. Síðan Titus keisari lagði undir sig Jerú- eru búin til á mjög frumstæðan hátt og eru notuð salem, hafa Gyðingar búið þarna og haldið trúar- alls staðar í Tunis undir vín og olivenolíu. brögðum sínum og þjóðareinkennum óbreyttum. Það eru ennþá þúsundir af hirðingjum í Tunis. Þeir hafa ekki látið freist- Brúnn ems og eirmynd er þessi ungi svampaveiðimaður, sem einnig veiðir ast af boðum Frakka um ókeypis jarðnæði og fasta bústaði. smokkfiska og önnur sjávardýr. Hann er frá Sfax.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.