Vikan


Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 1

Vikan - 22.08.1940, Blaðsíða 1
Demants-skeifan er hún kölluð neðsta stúkan í Metropolitan-óperunni í New York, glæsilegustu hljómlistahöll heimsins. Hún er líka stundum kölluð gull-skeifan, af því að þar eiga auðugustu fjölskyldur Ameriku sæti sin. Fyrsta sýningin á. haustin í Metropolitan-óperunni er stórviðburður í lífi amerísku auðmannastéttanna. Þá fylla fjármála- og iðnaðarkóngarnir stúkur sínar — konur ljóma í guili og gimsteinum — og lýðurinn í efri stúkunum klappar. Á leiksviðinu eru það lika hin stóru nöfn, sem ijóma, en áhuginn fyrir því, Sem fram fer á leiksviðinu er áreiðanlega ekki eins mikill og fyrir demants-skeifunni. Þannig hefir það verið frá því óperan var opnuð 1883, og þrátt fyrir óánægju allra sannra hljómlistaunnenda, sem í háði kalla þetta fína fólk „Glitterbugs" (geislabjöllur), er ekkert útlit fyrir, að þetta breytist í náinni framtíð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.