Vikan


Vikan - 11.09.1941, Qupperneq 11

Vikan - 11.09.1941, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 37, 1941 11 Dularfullur atburður Framhaldssaga eftir AQATHA CHRISTIE. Poirot er fræg persóna í skáldsögum Agatha Christie. Hann er leynilögTeglumaður — hliðstæður Sherlock Holmes í sögum Conan Doyle’s — sem sezt hefir að I London og getið sér mikinn orstir fyrir uppljóstranir. „Jæja, það er kannske bjánalegt, en hún er ekki raunveruleg kona, ekki það sem ég á við með því orði." Poirot kinkaði hugsandi kolli. Hann var ekki eins ertnislegur, þegar hann spurði: „Þér trúið þá á ættemi og uppeldi ?" „Ég er kannske gamaldags, en ég hefi ekki trú á, að heppilegt sé, að maður kvænist út fyrir sína eigin stétt. Það getur aldrei gengið vel.“ „Ég er yður sammála, vinur minn. 1 níutíu og niu af hundrað skiptum er þetta rétt hjá yður. En þetta eina skipti er eftir! En það kemur auð- vitað ekki til greina með yður, af því að þér ætlið ekki að hitta stúlkuna aftur." Það seinasta, sem liann sagði var næstum spurning og hann horfði rannsakandi á mig. Ég sá orðin „Hotel du Phare“ fyrir mér og heyrði aftur rödd hennar segja: „Komið og heimsækið mig," og sjálfan mig svara ákveðið: „Já, það getið þér verið sannfærðar um.“ Nú, en hvað þá? Ég hafði líka haft í hyggju að fara þangað. En ég hafði fengið tíma til að hugsa mig um. Mér geðjaðist alls ekki að ungu stúikunni. Þegar ég var að hugsa um þetta, þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að mér væri bein- línis í nöp við hana. Ég hafði komizt í hann krappan, aðeins vegna þess, hvað hún var sjúk- lega forvitin, og mig langaði ekkert til að sjá hana aftur. Ég svaraði þvi Poirot mjög kæruleysislega: „Hún hað mig að heimsækja sig, en það geri ég auðvitað ekki.“ „Af hverju „auðvitað“?“ „Af því að mig langar ekkert til þess?" „Nú, svoleiðis." Hann horfði rannsakandi á mig andartak. „Já, ég skil það. Og það er hyggi- lega gert af yður. Standið þér nú við það, sem þér hafiö sagt.“ „Þér eruð alltaf að ráðleggja mér það“, sagði ég ofurlítið önugur. „Vinur minn, treystið þér „pabba Poirot". Ég skal einhvem tíma útvega yður hæfilegt kvon- fang, ef þér kærið yður um það.“ „Nei, þökk,“ sagði ég hlæjandi. „Ég skal sjá um það sjálfur." Poirot andvarpaði og hristi höfuðið. „Þessir Englendingar," tautaði hann. „Engin ■viss aðferð — alls engin. Þeir láta tilviljunina ráða öllu!“ Hann hnyklaði brúnirnar og færði saltkar, sem stóð á borðinu. „Ungfrú Öskubuska býr á „Hotel d’Angleterre", eða sögðuð þér það ekki?“ „Nei, Hotel du Phare.“ „Já, rétt. Ég var búinn að gleyma því.“ Mér brá við. Ég hafði ekki minnst á neitt hótel við Poirot. Ég gaut til hans hornauga og varð rólegri. I-íann sat og skar brauðið sitt í ná- kvæma ferhyrninga og virtist algjörlega niður- sokkinn við það. Hann hlaut að hafa ímyndað sér, að ég hefði sagt honum, hvar unga stúlkan byggi. Við drukkum kaffið fyrir utan og höfðum út- sýni yfir hafið. Poirot var að reykja eina af mjóu sígarettunum sínum og leit svo á klukkuna. „Lestin til París fer klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir tvö,“ sagði hann. „Ég verð að fara að koma mér af stað.“ „Til París?“ spurði ég. Forsaga: Hercule Poirot leynilög- ° reglumaður hefir hvatt vm sinn, Hastings, til að skrifa frásögn af dularfullum atburði, sem gerðist í Frakk- landi. 1 jámbrautarlest hitti Hastings leik- konu, er kallar sig „öskubusku”. Poirot fær fréf frá miljónamæringnum Kenauld, sem óttast um líf sitt. Hann býr í „Villa Geneviéve" í Frakklandi. Þegar þeir félag- ar koma þangað er búið að myrða Renauld. Poirot tekur þátt í rannsókn málsins með lögreglunni. Þeim er sagt, að Renauld hafi verið í þingum við konu að nafni Dau- breuil. Denise þjónustustúlka segir frá konu, sem hafi heimsótt hann kvöldið áður. Hótunarbréf, undirritað Dulice, finnst í frakkavasa Renaulds. Poirot finnur hom af ávísun, sem á er ritað „Duveen". Frú Renauld segir frá því, sem bar við um nóttina. Síðan fara þeir og rannsaka morð- staðinn. Þar hitta þeir Giraud leynilög- reglumann. Að því loknu fara þeir og tala við frú Daubreuil, en verða einskis vísari. Morguninn eftir hittir Hastings „Ösku- busku“. Hann sýnir henni allt umhverfið og líkið. Hann fylgir henni síðan heim, en gleymir að læsa skúmum, sem líkið er í, þangað til hann kemur aftur. Inni em yfir- heyrslur. Gabriel Stonor, einkaritari Ren- aulds, kemur inn. Hann segir að frú Dau- breuil hafi þvingað fé af Renauld. Á meðan á yfirheyrslunum stendur kemur Jack, son- ur Renauld, inn. Hann hafði átt að fara til Suður-Ameríku, en skipinu seinkaði. Hann er yfirheyrður, og kemur þá í ljós, að hann elskar ungfrú Mörthu Daubreuil. Faðir hans hafði ekki viljað heyra nefnda giftingu þeirra og lentu þeir þá í deilu. Eftir yfir- heyrsluna fara Poirot og Hastings til gísti- hússins. Þeir ræða um málið og Poirot út- skýrir ýmislegt fyrir Hastings. Síðan snýst talið að „öskubusku”. „Já, ég sagði París, vinur minn.“ „Ætlið þér til París? Og hvað að gera?“ Hann svaraði mjög alvarlegur: „Til að gá að morðingja Renaulds." „Þér álítið þá, að hann sé í París?“ „Ég er sannfærður um, að hann er þar ekki. En samt sem áður er það þar, sem ég verð að gá að honum. Þér skiljið þetta ekki, en ég skal skýra þetta fyrir yður seinna. Yður er óhætt að trúa því, að þessi ferð til Paris er nauðsynleg. Ég verð ekki lengi. Sennilega kem ég aftur á morgun. Ég held, að þér ættuð ekki að fara með mér. Verið þér kyrr og hafið auga með Giraud. Reynið þér líka að kynnast unga Renauld. Ef yður langar til, þá getið þér reynt að komast upp á milli hans og ungfrú Daubreuil. En ég efast um, að yður takist það.“ Mér féll illa þessi seinasta setning hans. „Það minnir mig á dálítið," sagði ég. „Ég ætl- aði að spyrja yður, hvemig þér hefðuð komizt að þvi, að þau væru ástfangin hvort af öðru.“ „Vinur minn, ég þekki mannlegt eðli. Ef þér leiðið ungan mann eins og Jack Renauld og fallega, unga stúlka eins og Mörthu saman, þá verður útkoman næstum alltaf sú sama. Síðan deilan á milli Jack og föður hans! Deilan var annað hvort um peninga eða konu, og þegar ég mundi eftir frásögn Léonie og hvað ungi Re- nauld hafði verið reiður, þá réði ég af, að deilan myndi hafa verið út af konu. Þetta voru get- gátur — en ég hafði á réttu að standa." „Var það þess vegna, sem þér vöruðuð mig við að verða ekki ástfangin af ungu stúlkunni? Höfðuð þér þá þegar grun um, að hún elskaði Jack Renauld?” Poirot brosti. „Að minsta kosti sá ég, að það var ótti i aug- um hennar. Ég hugsa alltaf um ungfrú Dau- breuil sem stúlkuna með skelfdu augun." Rödd hans var svo alvarleg, að mér brá við. „Hvað eigið þér við með því, Poirot?" „Það hugsa ég að komi í ljós bráðlega, vinur minn. En nú verð ég að fara af stað.“ „Þér hafið nægan tíma.“ „Ef til vill — og ef til vill ekki. En mér þykir betra að ganga í rólegheitum á brautarstöðina. Mér er illa við að þurfa að rjúka af stað og flýta mér, svo að ég verði móður og másandi.” „Ég fylgi yður að minnsta kosti niður á braut- arstöðina,” sagði ég. „Nei, það gerið þér ekki. Ég banna yður það.“ Hann var svo einbeittur, þegar hann sagði þetta, að ég starði undrandi á hann. Hann kinkaði ákaft kolli. „Ég meina það, vinur minn! Verið þér sælir. Við sjáumst seinna.“ Síðan fór hann af stað. Ég vissi ekki vel, hvað ég átti' að taka mér fyrir hendur, þegar Poirot var farinn. Ég gekk niður að ströndinni og horfði á fólkið, sem var að baða sig, án þess að hafa dug í mér til að gera það líka. Ég hélt, að Öskubuska væri þar ef til vill í einhverjum dásamlegum búningi, en ég sá hana hvergi. Ég ráfaði í áttina til klappanna og nálgaðist hinn enda bæjarins. Mér datt í hug, að það væri líklega kurteisi af mér að heimsækja imgu stúlkuna samt sem áður. Þá myndi þessum kunningsskap vera algjörlega lokið. Þá þurfti ég ekkert að skipta mér af henni meira. En ef ég heimsækti hana ekki, þá væri mjög líklegt, að hún kæmi og spyrði eftir mér í húsinu. Og það væri hreint ekkert þægilegt. Það var undir öllum kringumstæðum betra að heimsækja hana rétt sem snöggvast og láta hana skilja, að ég vildi ekki lengur taka að mér að vera leiðsögumaður hennar. Þar af leiðandi beygði ég frá klöppunum og inn í bæinn. Ég fann brátt „Hotel du Phare”, sem var lítið og snoturt. Mér gramdist mjög mikið að vita ekki, hvað unga stúlkan hét, og til að rejma að bjarga heiðri minum, ákvað ég að fara fyrst inn og líta í kring um mig. Líklega myndi ég þá finna hana í veitingasalnum. Merlinville var litill bær, svo að fólk yfirgaf gistihúsin og fór niður á ströndina og fór aftur frá ströndinni upp á gistihúsin. Það var elckert annað hægt að gera. Það var verið að reisa spilabanka, en hann var ekki tilbúinn enn. Ég hafði gáð að henni á allri ströndinni, án þess að koma auga á hana, svo að hún hlaut að vera í gistihúsinu. Ég fór inn. Það var töluvert af fólki í kaffistofunni, en hún var ekki meðal þess. Ég gáði inn í fleiri herbergi, en sá hana ekki. Ég beið ofurlítið, þangað til þolinmæði mín var á þrotum. Þá fór ég afsíðis með dyravörðinn og stakk fimm franka seðli i hönd hans. „Mig langar til að tala við stúlku, sem býr hér. Ung, enslc stúlka, lítil og dökkhærð. Ég man ekki vel, hvað hún heitir." Maðurinn hristi höfuðið og virtist reyna að halda niðri í sér hlátrinum.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.