Vikan - 09.09.1943, Qupperneq 6
6
VIKAN, nr. 36, 1943
hallaði sér upp að grindverkinu og horfði dapur-
lega niður eftir veginum. „Nú er ekki lengur
ástæða fyrir yður að vera hryggar,“ hélt hann
áfram, „nú er hættan liðin hjá með Patrick og
eftir nokkrar vikur verður hann kominn á fætur
aftur, og það er allt saman yður að þakka. Þér
ættuð heldur að vera mjög glaðar yfir þeirri
gæfu, að þér skylduð verða til þess að frelsa
hann frá dauðanum. Það hefði enginn getað trúað
því, að Patrick mundi lifa þetta af, þegar þér
komuð frá Englandi."
Barbara svaraði honum ekki strax. Hún leit
í kringum sig i garðinum og virti fyrir sér blóm-
in, sem byrjuð voru að fölna, það var líka kom-
inn september og nepja haustsins var í aðsigi.
Barbara dró djúpt andann, henni fannst svalandi
að anda að sér hreinu og fersku morgunloftinu,
eftir hið heita og mollukenda loft, sem hún hafði
verið í um nóttina, inni hjá veika drengnum, en
hún hafði verið i sjúkraherberginu hjá Patrick
alla nóttina.
1 fjarska heyrðist sjávamiðurinn, þungur og
dapurlegur, en það var eins og þetta tilbreyting-
arlausa hljóð frá öldunum verkaði róandi á taug-
ar Barböru, og þegar hún snéri sér föl og þreytu-
leg að faðir Matthews, brosti hún blíðlega, og
sagði: ,,Ég græt af þakklæti, vegna þess hversu
innilega þakklát ég er fyrir það, að Patrick skuli
vera farið að batna, ég veit ekki hvað úr mér
hefði orðið, ef hann hefði dáið; það hefði hvílt
eins og farg á samvizku minni allt mitt líf. Nú
get ég alls ekki skilið í mér, að mér skyldi nokk-
umtíma koma það til hugarj að yfirgefa börnin
strax eftir jarðarförina; ég flúði eins og heigull,
þegar mest reyndi á. Ég var hrædd við skyldur
mínar, og þá ábyrgð, sem þeim fylgdi, og það
skammarlegasta af öllu er, faðir Matthews, að
kasta frá sér skyldum sínum, af ótta við ábyrgð-
ina."
„Þér gerðuð aðeins það, sem margir fleiri hefðu
gert í yöar sporum, undir sömu kringumstæðum,"
sagði gamli presturinn blíðlega. „Þér vomð eins
og særður fugl, sem flýgur heim í hreiður sitt,
en þér komuð lika aftur jafn fljótt og var kallað
á yður.“
„Já, og nú verð ég hér kyrr,“ sagði Barbara
með áherslu," strax þegar Patrick, er orðinn ferða
fær, fer ég með hann til Glenns-kastala, og verð
svo þar með bömunum framvegis."
„Ég óska yður til hamingju með þessa fyrir-
ætlun yðar,“ sagði faðir Matthews hrærður og
þrýsti innilega hönd hennar. „Ég hefi líka alla
tíð vonað þetta, en hefi bara ekki þorað að kveða
upp úr með það. Þetta gleður mig sannarlega.
En bara að yður finnist ekki einmanalegt þar.
Þér eruð ennþá ungar, frú Maloney, og nú
gengur veturinn. í garð með myrkur og kulda,
og það er alltaf hálf ömurlegt í Glenns-kastala á
veturna."
„Mér finnst ég ekki vera ung lengur," svaraði
Barbara. „Ég er búin að lifa mitt fegursta, og ég
mun aldrei framar þrá skemmtanalifið, ég hefi
aðeins eitt takmark í lifinu, og það er, að gegna
skyldu minni við Patrick og Ethnee. Ég geri ekki
kröfu til meiri hamingju í lífinu, og get ekki
vonast eftir henni, faðir Matthews."
Gamli presturinn svaraði ekki, en horfði rann-
sakandi á Barböru, og hann skildi, að nú væri
hún búin að mynda sér nýja lífsskoðun. Annars
var bezt að láta tímann leiða í ljós, hvernig fram-
tíðin yrði, og gera ekki of strangar fyrirætlanir
fram i timann. En það var tvímælalaus vottur
þess, að hún var í framför, hvað þroska snerti,
með því að koma aftur til barnanna. En þrátt
fyrir allt, var það ótrúlegt, að jafn ung og fögur
kona, sem hún var, gæti unað fábreytninni þar,
og úti lokað sig frá gleði og glaumi lífsins, þegar
sár hennar yrðu gróin.
Hann horfði enn um stund á hana, og hann var
reglulega ánægður með ákvörðun hennar, honum
þótti mjög vænt um það, hversu vel hún vildi
hugsa um börnin. Hún var af því bergi brotin
og í hópi þeirra kvenna, sem faðir Matthews
hafði dálæti á, og leit upp til. Hann hafði séð
hana, þegar hún var ung, nýgift kona, þegar hún
hafði komið á heimili hans til að leita sér hugg-
unar og ráða hjá honum, þegar maður hennar
hafi farið á spilakrána, í stað þess að vera
heima hjá henni. Hann hafði séð hana breyta
heimili því, sem hún stjómaði, úr þeirri mestu
niðurníðslu, sem heimili gat verið í, og í mjög
snyrtilegt og vinalegt heimili. Hann hafði séð
kapp hennar og þolgæði við að vinna ást óstýri-
látra stjúpbarna og hann hafði séð hana, sem
sigursæla húsfrú og móður, skapa hamingjusamt
fjölskyldulíf. Hann hafði einnig séð hana á þung-
bærustu stundum lífs hennar — þann dag þegar
hamingja hennar hafði fallið í rústir við fætur
hennar. Hann hafði séð hana í hinni villtu sorg
hennar, þegar hún fór í burtu frá gröf manns-
ins síns, en hann hafði líka séð hana breyta um
- stefnu og koma heim aftur, til að uppfylla skyld-
ur sínar við stjúpböm sín. I hans augum óx
hún alltaf dag frá degi, og hann bar djúpa lotn-
ingu fyrir henni.
„Við skulum tala um framtíðina seinna," sagði
hann milt, „hún liggur í höndum guðs, við get-
um engu ráðið sjálf um hana; en ég get ímyndað
mér, að þér eigið eftir að verða gæfusamarf, en.
yður sjálfri getur gmnað; annars er ekki rétt
af mér að vera að byggja yður neina loftkastala."
„Það er bezt að gera sér sem minnstar vonir,"
sagði Barbara biturlega. „Ég er búin að læra
það, að byggja ekki of mikið á gæfunni, faðir
Matthews; ég vil helzt lifa lífi mínu sem áhorf-
andi, og vænta mér engra heilla; því þegar maður
á ekki neitt, hefir maður engu að tapa.“
Hún var hörkuleg, þegar hún sagði síðustu
orðin, og faðir Matthews svaraði henni engu.
Þegar hann skildi við Barböm, gekk hann.
hægt niður vegipn, hann var að fara í heim-
sókn, á heimili þar skammt frá, en Barbara stóð
eftir upp við grindverkið og horfði þunglyndislega
á eftir gamla manninum.
„Það er ekki hægt að hafa á móti orðum henn-
ar,“ muldraði gamli presturinn, um leið og hann
gekk í burtu. „Hún er stórbrotin og fer sínair
eigin götur, en það er heldur ekki versta leiðin,
sem hún hefir valið sér, og það er gleðiefni, að
hún skuli vera vöknuð aftur til meðvitundar um
skyldu sína við stjúpbömin. Hún hugsar ná
aðeins um það, að reynast þeim vel, og það er
-ánægjulegt til þess að hugsa. Og í gær sagði hún
mér, að nú mundi hún aldrei framar hugsa um
fánýtt tildur, svo sem fallega kjóla og þess hátt-
ar, því nú ætlaði hún að spara hvern eyri til
þess að geta reist Glenns- kastala að nýju. Hún
hefir sett sér þetta takmark, hvernig sem úr þvi
rætist. Hún álítur að sólin sé farin af hamingju-
himni sínum fyrir fullt og allt; en sá dagur mun
koma, að hún skilur, að þetta er aðeins ský,
sem dregið hefir fyrir sólina, og þá mun hún aftur
finna til æsku sinnar, og fá lífsþrótt sinn að
nýju."
17. KAFLI.
„Það er gott að heyra það, frú Maloney, að
Patrick skuli kunna vel við sig og vera ánægður
með að vera hjá þessu sómafólki, sem hann er
kominn til, það var reglulega hyggilegt af yður,
að setja hann þangað, því hann mun áreiðanlega
hafa gott af því, og verður því til gleði. En
Ethnee ætlið þér náttúrlega að hafa heima hjá
yður; þér megið líka til með það, annars yrði
alltof einmanalegt hjá yður hér í Glenns-kastala.
Segið mér nú í einlægni, frú Maloney, þráið þér
ekki alltaf að koma til Englands til vina og
kunningja þar? Finnst yður ekki einmanalegt
og dapurt hér stundum? Nú hafið þér dvalið hér
nokkuð á annað ár, munduð þér nú hafa nokkuð
á móti því, að létta yður svolítið’ upp og fara í
ferðalag?"
Erla og
unnust-
inn.
Oddur; Já, ástin mín, ég er að fara í herinn, það er skylda min. Erla: Viltu lofa mér því að vera varkár! Ég þykist
Erla: Ég er viss um, elsku hjartað mitt, að þú verður orðinn vita, að þú munir verða, þar sem hættan er mest.
hershöfðingi eftir stuttan tíma, þú ert svo hugrakkur, ástin mín.
Oddur: Það verður gaman að fá tækifæri Blaðran springur! Oddur: Guð minn góður! En hvað
til þess að sýna að maður er hugrakkur — • mér brá! Það ætti að banna krökk-
unum að kaupa þessar blöðrur!