Vikan


Vikan - 09.09.1943, Qupperneq 9

Vikan - 09.09.1943, Qupperneq 9
VIKAN, nr. 36, 1943 9 51 dag- matarlaus í björgunarbát var hún, þessi kona, frú Margrét Gordon. 16 bátsverjar, sem upp- naflega höfðu komizt í bátinn, eftir að skipi þeirra hafði verið sökkt, dóu af sulti og vosbúð. En þriðja stýrimanni og þessari konu var einum bjargað. Fljúgandi virlti, sem ekki var flughæft. í>etta virki kom þannig til bækistöðva sinna eftir viður- eign við þýzkar flugvélar, að afturhluti þess var allur sundurtættur, en það lenti þó heilu og höldnu. En þegar dyrnar á þvi voru opnaðar, brotnaði það um þvert í miðju, — var m. ö. o. óhæft til flugs, þó það kæmist heim. Nýjar bækistöðvar fyrir brezka flugherinn eru höggnar í kletta á eyjunni Malta. Flugvél flýgur 2000 mílur mannlaus. Hún rakst á fjall í Mexíkó, eftir 2000 mílna flug, mannlaus. Flugmennimir, — sem hér sjást á myndinni, höfðu fleygt sér út úr henni yfir Florida, er þeir höfðu misst stjórn á henni. Nægilega stór einkennisbúningur er eltki til handa þessum náunga, hjá klæðskerum Bandaríkjahersins. Hann varð þvi að byrja her- æfingar í sínum eigin fötum. En einkennisbúningurinn var saum- aður á hann eftir máli, sem vera mun einsdæmi. Hundraö og fimm ára afmæli átti þessi kona nýlega. Hún heitir Anna María Oswald Huber og á heima í Harrison N. Y. „Ike“ á vígstöðvunum. Eisenhover hershöfðingi (,,Ike“) sést hér á myndinni, hýr á svipinn, með hlýja prjónahúfu á höfðinu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.