Vikan - 09.09.1943, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 36, 1943
11
Höfundurinn:
Agatha Christie
Framhaldssaga
„Nú?“ spurði Poirot. „Hvemig þá?“
„Hann mun véra að dást að yfirskegginu yðar,“
sagði ég.
„Já, fer það mér ekki prýðilega,“ sagði Poirot,
og strauk það, ánægjulegur á svipinn.
Jepp rak upp skellihlátur.
„Jæja," sagði hann svo, þegar hann var búinn
að jafna sig, ,,ég er búinn að gera þetta, sem
þér báðuð mig um. Þessar fingurgóma-myndir,
sem þér senduð mér —“
„Niðurstaðan ? “
„Engin. Hver svo sem þessi heiðursmaður kann
að vera, hefir hann aldrei farið um okkar hend-
ur. Hinsvegar símaði ég til Melbourne, en þar
þekkist ekki heldur nokkur maður með þessu
nafni, sem lýsingin getur átt við.“
„Hum!“
„Svo að hér getur legið fiskur undir steini,
þrátt fyrir allt. En hann er ekki í þeim hóp, sem
Við þekkjum."
„En að þvi er snertir hitt atriðið —“, hélt Jepp
áfram.
„Já, hvað er um það?“
„Lazarus og sonur eru vel látnir. Hreinir og
beinir og heiðarlegir í viðskiftum. Þeir vilja hafa
sitt, að vísu, en það er út af fyrir sig, og ekkert
við það að athuga. Menn verða að fara eins
langt og þeir komast, í viðskiftum. En þeir eru
«kkert athugaverðir. Þeir eru þó illa staddir, —
fjárhagslega."
„Jæja, — er það svo?“
„Verðfallið á myndum hefir valdið þeim miklu
tapi. Og eins verðfall á gömlum húsgögnum. Nú
berst svo mikið af allskonar nýju dóti frá megin-
landinu, og það er að komast í móð. Þeir byggðu
nýjar verzlunarbyggingar í fyrra, — en satt að
segja munar víst mjóu um það, að þeir verði
gjaldþrota."
„Eg er yður mjög þakklátur fyrir yðar að-
gerðir."
„Það er ekkert að þakka. Þetta er að vísu
ekki í mínu „fagi“, eins og þér vitið. En ég
gerði mér þó far um að kynna mér þetta sem
bezt, af því að ég vissi að yður var það áhuga-
Forsaga : P°irot °S Haatings vinur
° hans eru nýkommr til St.
Loo í sumarleyfi. Nick Buckley býr á
Byggðarenda. Hún hefir fjórum sinnum á
skömmum tima lent í lifsháska og vekur
þetta forvitni Poirots. Hann lætur hana nú
segja nákvæmlega frá atburðum síðustu
daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er
þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj-
anir, er fyrir hana hafa komið. Poirot
grunar, að Nick leyni þá einhverju. Poirot
og Hastings fara á laun að Byggðarenda
og hitta þar ókunnan mann, Croft, nábúa
Nick, og fara heim með honum. Kona hans
er veik, en lætur sér mjög annt um allt,
er snertir Nick. Litlu síðar heimsækja þeir
Vyse lögfræðing og þar beinir Poirot talinu
að Nick og Byggðarenda. Nick hafði boðið
þeim heim um kvöldið til þess að horfa á
flugeldasýningu, og þar kynnast þeir
Maggie, sem Nick hefir fengið til að vera
hjá sér. Þetta sama kvöld er hún myrt í
garðinum á Byggðarenda. Nick verður ör-
vingluð og áfellir sjálfa sig fyrir að hafa
fengið hana til að koma. Það verður úr að
Nick er flutt þá þegar um kvöldið í hress-
ingarhæli. Poirot og Hastings ræða um,
hver sé morðinginn. Þeir álíta, að Nick
leyni þá einhverju. Þegar þeir heimsækja
hana í hressingarhælið, fá þeir að vita, að
hún hefir verið trúlofuð Michael Seton
flugmanni, sem er nýdáinn, en hann hafði
beðið hana að leyna trúlofun þeirra, af ótta
við frænda sinn Sir Matthew Seton mill-
jónamæring. Af öllu þessu dregur Poirot
ýmsar ályktanir, og fær leyfi Nick til að
fara að Byggðarenda og leita að erfða-
skránni, sem hún veit ekkert, hvar er niður-
komin. Þar hitta þeir Ellen og ræða við
hana um atburðinn, og af hverju hún hafi
ekki verið úti kvöldið áður til að horfa á
flugeldana. Þeir leita nú víða í húsinu og
finna þar loks mörg bréf frá unnusta Nick.
1 þeim finna þeir sönnun þess, að Michael
hafi arfleitt hana, og þykir Poirot það vera
góðar upplýsingar fyrir þá. Þeir fara nú til
Nick og tjá henni, að þeir hafi ekki fundið
erfðaskrána. Þá man hún allt í einu eftir
því, að hún hafði sent hana til Charles
Vyse lögfræöings, en hann neitar að hafa
fengið hana. Croft, sem gerði erfðaskrána
með Nick, staðhæfir að hann hafi sent hana
til Vyse. Weston yfirlögregluþjónn kemur
og ræðir við Poirot. Nokkru síðar fara þeir
til London og hitta lögfræðing Setons-ætt-
mál, og okkur er jafnan auðvelt að fá upplýs-
ingar."
„Minn góði Jepp, -— hvernig' færi ég að, ef
ég ætti yður ekki að?“
„Við skulun nú ekki vera að tala um það.
Það er alltaf gaman að geta gert gömlum vini
greiða. Og ég lét það stundum eftir yður, að
hnýsast í ærið skemmtileg mál hjá mér, í gamla
daga, gerði ég það ekki?“
Eg kannaðist við þetta -— svona snéri Jepp
því, þegar hann var að kannast við að hann væri
í þakklætisskuld við Poirot, sem greitt hafði úr
úr margri flækjunni, sem fulltrúinn hafði ekkert
ráðið við.
„Já, það var nú í þá góðu, gömlu daga.“
„Og ekki myndi ég hafa neitt á móti því, að
geta skrafað við yður öðru hvoru, jafnvel nú.
Það getur verið að yðar aðferðir séu orðnar á
eftir tímanum, en hausinn á yður hefir upphaf-
lega verið skrúfaður rétt á svírann."
„En hvað er um hitt atriðið, — viðvíkjandi
Mac Allister?"
„Æ, sá skarfur. Hann er kvenlæknir, — þó
ekki kynsjúkdómalæknir. Hann er einhverskonar
taugalæknir, — segir kvenfólkinu að sofa í purp-
urarauðum svefnherbergjum með gulmáluðum
loftum, — talar við þær á latínu, sem þær skilja
ekki, og þar fram eftir götunum. Hann er eins-
konar gerfilæknir, en kvenfólkið streymir til hans.
Fer oft til útlanda, — starfar eitthvað að lækn-
ingum í París, að því er ég frekast veit.“
„Hver er þessi Mac Allister læknir?" spurði
ég, ruglaður. Ég hafði aldrei heyrt hann nefndan.
„Hvar á hann heima i þessu máli?“
„Mac Allister er frændi Callengers," svaraði
Poirot. „Þú manst það víst, að hann mintist á
frænda sinn, sem væri læknir?"
„Hvað þú ert alltaf nákvæmur," varð mér að
orði. „Datt þér í hug, að hann hefði gert upp-
skurð á Sir Matthew?"
„Hann er ekki skurðlæknir," svaraði Jepp.
„Vinur minn,“ sagði Poirot, „ég hefi gaman
að hnýsast í alla smámuni. Hercule Poirot er
góður. Hundurinn þefar sig áfram eftir sporun-
um, og ef svo vill illa til, að hann finnur engan
mildu sápunnar |
Minnslu ávallt I
Ozolo
Desinfector
er ómissandi í
vaska, ' sal-
erni og í upp-
þvottarvatnið.
Ilmurinn gjör-
breytir híbýl-
um yðar.
Heildsölubirgðir:
Agnar Norðf jörð & Co. h.f.
Sími 3183.
Avallt fyrirliggjandl.
Einkaumboð: Jóh. Karisson & Co.
Sími 1707 (2 línur;.
Laitozone
baðmjólk
mýkir vatnið
og gefur yður
mjúka og
sterka húð.
Heildsölubirgðir:
Agnar Norðf jörð & Co. h.f.
Simi 3183.