Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 4, 1944 Pósturinn Leiðréttingar við K. F. U. M.-grcin- Ina í nr. 2, 13. janúar 1944 : Blaðinu hefir verið bent á villur, sem slæðst hafa undir myndir i grein- inni um K. F. U. M. og séra Friðrik. Þykir okkur slíkar villur slæmar og teljum skylt að leiðrétta þær: Undir myndinni „Fyrsti kvöldskóli K. F. U. M.‘‘ er næstsíðasta nafnið Sigurbjörn Ármannsson, en á að vera Sigbjörn. Undir myndinni „Kvöldskóli K. F. U. M. veturinn 1934—35“ stendur Gísli Jónsson, en á að vera Jónasson, og í neðstu línu Svanfríður Kjartans- dóttir, en á að vera Hjarta.rdóttlr. Reykjavík, 22. jan., 1944. Góða Vika! Við eru tvær vinkonur s.em lásum i síðasta tölublaði þínu bréf frá „Söngelskri" þar sem hún spyr þig um vísu sem hún kann aðeins tvær hendingar úr. Það vill svo til að þessi vísa er uppáhaldsvísan okkar svo við ætlum að senda þér hana til birt,- ingar. Vísan er svona: Þegar bálsins logar lækka og leggst á níðdimmt kveld, og í næðing nætur-kuldans getur neisttnn tendrað eld. Gæt þín barn, fær þig fjær, fyr en þig varir eldingin slær. Ekkert getur sefað slíkar sorgir manns, svona er það að elska dóttir Tatarans. Vinkonur. Patreksfirði, 30/12 '43. Kæra Vika! Ég hefi séð að það eru margir sem spyrja þig að ýmsum hlutum og þú getur ráðið fram úr öllu. Því lang- ar mig til að vera forvitinn og biðja þig að birta fyrir mig vísur sem mig langar mikið til að læra, því lagið við þær er svo fallegt, þegar það er leikið á gítar. — Ég hefi heyrt sagt að þær hafí verið ortar og samdar í bíl og kanske ekki komist á prent, en ég vona samt að þú getir nappað þær eins og margt, sem þú ert seig við að ná í. Ég ætla að skrifa fyrstu vísuna hér með, svo þú getur áttað þig betur á því. En ég bið afsökunar á því, ef vísan skildi vera vitlaus. En ég fer með hana eíns og ég hef lært hana. Kvæðið heitir: „ÉG LANGÖMMJ A“. Ég langömmu á er létt er í lund, hún leikur á gítar hverja einustu stund, i sorg og í gleði hún leikur sitt lag. Jafnt sumar sem vetur pg nótt sem dag. Svar: Getur einhver lesandi leyst úr þessu og sent blaðinu vísurnar? ALDAMÓTALJÓÐ. Tveir bréfritarar hafa nýlega beðið okkur um að birta aldamótaljóð Halldórs Gunnlaugssonar og eru þau tekin hér úr „Carmina Canenda. Söngbók íslenzkra stúdenta": Um aldamótin ekki neitt ég segi, að einhverntima kæmi að þeim degi, það hef ég aldrei efað, slikt ei mér kemur við. Ég held mér væri heldur nær að hugsa um kvenfólkið. Upp mín sál! islánds fagra meyja! Þína skál! Þótt ég ætti’ að deyja! Þína skál! Eitt rif úr mannsins síðu, annáð ekki, en ekkert rif ég skemmtilegra þekki. Og jafnvel þótt á rifinu héngi hangiket, sem er þó ásamt baunum eitt það bezta sem ég ét. Hvað er það, móti meyjar yndi ? Eins og tað, orðið þurrt í vindi, eins og tað! Það er ekki að undra, þótt vér hrösum með ástarinnar gleraugu á nösum. Vér lítum gegnum þau á þann ógnar meyjasand, en með berum augum ekki ‘fyrr en eftir hjónaband. Gleraugun gaf hún oss hún Freyja, með gleraugun vil ég lifa og deyja, með gleraugrm! Á Sþrengisandi fullvel um mig færi, ef fögur snót og matur hjá mér væri, en að húka í himnariki og hafa enga þar, því engtameyjar eru sjálfsagt alltof saklausar. Sakleysið, sizt má án þess vera, en of mikið af öllu má þó gera, of mikið! Svar til „Óla, Vestmannaeyjum": Ekki þekkjum við þessar „bókmennt- ir“, en auðvitað geta þær verið tíl fyrir þvi! § Aki Jakobsson hjeraðsdómslögmaður og Jakob J. Jakobsson Skrifstofa í Lækjargötu 10 B Sími 2572 Annast málfærslu, innheimtu, hverskonar samningsgerð og lögfræðilegar upplýsingar. Ennfremur bókfærslu, end- urskoðun og skattaframtöl. Lækjargötu 10 B — Sími 2572 Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365. Alþingishátíðin 1930. Árið 1930 var merk- isár í sögu íslenzku þjóðarinnar. Þá voru mikil hátíðahöld í sambandi við þúsunci ára afmæli Alþingis. Nú hefir það þarfa- verk verið unnið að bjarga frá gleymsku ýmsum gögnum, fróð- leik og myndum, ei við koma hátíðinni. H.f. Leiftur hefir gef- ið út mikla bók og vandaða með geysi- miklu efni frá þess- um tima og hefii Magnús próf. Jónsson séð um útgáfuna. — Myndin, sem hér fylg- ir, er úr bókinni og sýnir nokkum hluta lögréttu, en Ulfljótur (Har. Björnsson leik- ari) er að halda ræðu. Haraldur Bjömsson sá um þessa „sögu- legu sýningu."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.