Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 15

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 4, 1944 15 Fæðingar og fæðingar- hjálp í heimskautslöndum. Framhald af bls. 10. fóstrið liggi skakkt o. s. frv., en það virðist allt vera mjög sjaldgæft. Eiga nú þessir Eskimóar heims- skautslandanna nokkuð það til, sem heitið getur fæðingarhjálp í eiginleg- um skilningi ? Auðvitað ekki. Þeir hafa hvorki lækna né ljósmæður og lifa mjög frumstæðu lífi. Fæðingin gengur fljótt og vel, án allrar hjálp- ar, og afar sjaldgæft er að nokkuð beri út af eða hætta sé á ferðum. En þegar slíkt ber við, er auðvitað ekkert við því að gera og móðirin isetur lifið sem óumflýjanlega fórn á áltari móðurskyldunnar. Fáein dæmi mætti nefna til þess að sýna, hvemig fæðing gengur fyrir sig hjá þessum konum. Að vetrlnum til fæðir konan á fleti sínu, sem þakið er loðskinnum, á sumrin fæðir hún í tjaldi. Oftast er hún ein sins liðs, en komið getur það fyrir, að önnur kona sé viðstödd, en ekki-er þó um neina fæðingarhjálp að ræða. Hjá sumum frumstæðum þjóðum, t. d. fyr á timum hér í Evrópu', var það siður að toga i • lækinn eða jafnvel sækja fylgjuna með hendi. Þetta virðist alls ekki vera þekkt á Grænlandi meðal Eski- 'móa, því að til þess útheimtist ein- hver þekking á eðli fæðingarinnar, en hún virðist engin vera hjá Eski- móum, eftir því sem kunnugt er af frásögnum heimskautafara. Á sumrin, þegar fjölskyldan er á flakki sinu með ströndum fram, fell- Ur það í hlut konunnar að róa kven- bátnum, meðan maður hennar rær til fanga á húðkeipnum. Vanfærar konur verða einnig að róa og vinna hvað sem er. Þessi sumarferðalög Eskimóa taka oft marga mánuði. Taki nú kona léttasóttina á slíku ferðalagi, er lagt' að landi. Konan gengur afsiðis í skjól undir stein eða Isjaka og bíður þar, unz bamið og fylgjan er fætt, sem vanalega tekur aðeins skamman tima. Þá tekur hún bamið, vefur það í loðskinnsfeld, festir það á bak sér og gengur til Skips. Ferðinni er svo haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorizt. Konan sezt undir árar og rær sem fyrr. Ekki vita menn neitt um það, hvort bundið er fyrir lækinn, en ekki er það sennilegt. Eskimóar hafa böm sín á brjósti, off mjög lengi. Móðirin-leggur þau á brjóst úti sem inni, hvemig sem viðr- ar, á hvaða tíma árs sem er. Enskur heimsskautafari segir frá konu, sem kom niður til skips í 40 stiga frosti, fletti sig klæðum, tók nakinn hvít- voðunginn innan úr reifunum og lagði hann á brjóst. Móðurmjólkin er eina fæða hvítvoðungsins, en snemma er þó farið að gefa honum þurrfisk og selspik. Hreindýramjólk er óþekkt hjá Eskimóum. Hreindýrin em aðeins þekkt sem veiðidýr, em annars mjög sjaldgæf. (Úr Ljósmæðrablaðinu). Yidskiptaskráin 1944 kemur út innan skamms. Ný verzlunar- og atvtrmufyrirtæki eru beðin að gefa sig fram sem fyrst. Ennfremur eldri fyrirtæki, er kynnu að vilja breyta einhverju því, er um þau er birt í Viðskiptaskrá 1943. Ef breyting hefir orðið á félögum eða stofnunum, sem birt hafa verið í Félagsmálaskrá 1943, er ósltað eftir leiðréttingu sem fyrst. Sömuleiðis óskast tilkynning iun ný félög. Póstferðirnar og samgöngutækin. Framhald af bls. 7. fjörhestur og sérstaklega vitur. En eigi var nema stöku maður, sem það lag hafði að geta ráðið við hann." „ ... Tek ég nú Sokka og set hann út í til þess að sjá, hve langt hann botni. Rétt framundan, þar sem við höfðum farið, grípur hann sund. Hreif straumurinn hann þegar og bar óð- fluga niður eftir, og sá hann hvergi leið að komast upp úr ánni. Hvarf hann okkur brátt all-langt neðar í ánni, og bjóst ég við, að jakar hefðu rotað hann eða keyrt í kaf. En að vörmu spori sjáum við í toppinn á honum með vesturlandinu, þeim meg- in, sem við vorurn. Reynir hann í sí- fellu að ná þar fótfestu, en það tekst ekki. Syndir hann nú upp ána og ríf- ur sig upp á jaka og kemst þá allur upp úr. Eigi staðnæmdist hann þó þama, heldur steypir sér þegar til sunds á ný, og virðist nú miða áfram upp ána. öðruhvoru kemst hann upp á jaka, en steypir sér jafnóðum til sunds, og gengur á þessu langa hríð. Er hann loks kominn upp undir vaðið skammt frá okkur. En þá verður fyrir honum kvísl úr ánni, sem brýst beljandi undir ískampinn. Sér Sokki þegar, að þarna myndi hann óðara sogast inn undir ísgarðinn, og leggur þvl ekki í kvísiina, heldur stefnir þvert suður yfir ána, hefir það af og nær þar fótfestu utan i ísgarðinum. Þar stöðvast hann og virðist hafa botn. Nú reynum við að fara niður með ánni og koma manni yfir um, en árangurslaust. Urðum við því að skilja við Sokka þama. Rigningin hélzt, og töldum við víst, að Sokki hlyti að fara í ána, enda var Norðurá Reglur um upptöku í Vidskiptaskrána: 1 Félagsmálaskrá er getið lélaga og stofnana, sem ekki ,reka viðskipti, en eru almenns eðlis. Að jafnaði er getið stofnárs, stjórnar (eða form.), tilganga o. fl., eftir ástæðum. Skráning í þennan flokk er ókeypis. (Eyðublöð, hentug til útfyllingar, er að finna í Viðskiptaskránni, bls. 907). I Nafnaskrá og Vamings- og starfsskrá eru skráð fyrirtæki, félög og einstaklingar, sem reka viðskipti í ein- hverri mynd. Geta skal helzt um stofnár, hlutafé, stjórn, fram- kvæmdarstjóm, eiganda o. s. frv., eftir því sem við á, svo og aðal- starfs eða hvetrs konar rekstur fyrirtækið reki. I Vamings- og starfsskrá eru skráð sömu fyrirtæki sem i Nafnaskrá, en raðað þar eftir vam- ings- eða starfsflokkum, eins og við á. Þar era og skráð símanúmer. Skráning i Nafnaskrá er ókeypis með grönnu letrL 1 Varnings- og starfsskrá era íyrirtækin einnig skráð ókeypis (með grönnu letri) & 2—4 stöðum. Óski menn sin getið á fleiri stöðum, eða með feitu letri, greiðist þóknun fyrir það. Eyðublöð, hentug til útfyliingar fyrir þessar skrár, er að finna í Viðskiptaskránni, bls. 905. Viðskiptaslcráin er handbók viðskiptanna. Auglýsingar ná því hvergi betur tilgangi sínum en þar. Lát'ð y^ur ekki vanta i V<ðslc:ptaskrána. Utanáskrift: STCIHIDÓRSPREHIT H.F. Kirkjustræti 4. — Reykjavík. tekin að flæða upp á eyrina að sunn- anverðu, og þá myndi hún skjótt ryðja öllum jakakamtíinum á klárinn og sópa öllu burtu. Taldi ég því Sokka af.“ Urðu nú ferðamennimir frá að hverfa og gista í Hvammi tvær nætur, en síðan haldið aftur af stað. „ ... Var nú haldið áfram að Sveinatungu, og voru viðtökur þar hinar ágætustu að vanda. Urðu þar einnig óvæntir endurfundir: Ut úr hesthúsi á túninu kemur Sokki brun- andi, þurr og úttroðirm, og er nú heldur fasmikill, er hann stekkur til hestanna. Var ekki lítUl fögnuður manna og hesta að heimta hann aft- ur.“ Menn frá Sveinatungu björguðu honum. „Höfðu piltarnir séð Sokka í hrönninni og farið yfir um og rutt frá honum, svo að hann losnaði úr heljargreipum. En kalda nótt hefir hann átt þarna og langa.“ cCdtíb SölumSðstöðina aðstoða yður við kaup og sölu á fasteignum, sltipum, verð- bréfum, verzlunum og öðrum fyrirtækjum. Áhersla lögð á ábyggileg viðsldpti. Sölumiðsteðin Klapparstíg 16, 3ju hæð. Símar 3323 og 2572 Símnefni: Sala. Pósthólf 774. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Bréfaskóli S.Í.S. er ætlaður jafnt ungum sem gömlum. Námsgreinar eru þessar: Bókfærsla I. og II., fslenzk réttritun, Enska handa byrj- endum, Báreikningar, Fundarstjórn og fimdarreglur, Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. Námið er stundað heima, frjálst val um náms- greinar og námshraði við hæfi hvers nemanda. Lágt kennslugjald. — Leitið upplýsinga hjá Bréfaskólanum, Sambandshúsinu, Reykjavík. illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilltlllllllllllillliiiiliililliiiiiiiiiiiini

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.