Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 6

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 6
6 stóð á, vildi Julian ekki vera í burtu meira en einn dag, og þegar hann hafði fylgt Gertrude og rækt erindi Sir Davids, fór hann heim sama kvöld. En nokkrum dögum seinna fylgdi hann móður sinni og Mary til Devenshire, þar sem hann hafði fundið skemmtilegan dvalarstað handa þeim við sjóinn. Þegar hann kom heim aftur, fann hann bréf frá Sir David, þar sem hann bað hann um að hitta sig, eins fljótt og hann gæti; Julian var nú viss um, að eitthvað hefði verið uppgötvað viðvíkjandi sprengingunni, og þar sem hann var ákafur að frétta eitthvað nýtt, ákvað hann að fara þangað næsta morgun. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar hann kom til Beachhurst og frétti, að lögin næðu ekki yfir þorparana sem höfðu framið glæpinn, og þrátt fyrir mikla fyrirhöfn, hafði verið ómögu- legt að komast að því hverjir væru sekir. Það var ekki hægt að staðfesta grun hans og Sir Davids. Sir David, sem var alveg eins vonsvikinn og Julian, sagði honum, að hann hafði sent eftir honum vegna þess, að hann ætlaði að biðja hann um að gera sér greiða. „Lafði Sergia bað mig um að koma til sín," sagði hann, ,,af því að hún vill tala við mig um Warden. Faðir hennar er mjög ófús að taka málið að sér, og hún vill nú tala við mig um, hvort hægt sé að koma með nokkra sönnun um hína sviksamlegu og eigingjörnu framkomu Ward- ens. En ég hefi engan tíma til þess núna, þar sem ég þarf að fara í burtu, og ég ætla þess vegna, að biðja yður um að fara þangað í stað- inn fyrir mig. Þér þekkið Warden miklu betur en ég og getið þess vegna hjálpað lafði Sergiu betur en ég.“ , „En lafði Sergia kærir sig kannske ekki um að ræða þetta mál við mig,“ svaraði Juiian. „Vitleysa," sagði Sir David hirðuleysislega ..auðvitað gerir hún það. Hún hefir mikið álit á yður, það veit ég, og henni mun þykja vænt um að fá ráðleggingar hjá yður. Auk þess hefi /:g skrifað henni, að ég þurfi að fara í burtu þeggr í stað, og þar sem hún óskar þess að gengið verði sem fyrst frá málinu, álít ég, ef yður mislíkar það ekki, bezt að þér færuð til honnar,“ „Ég hefi auðvitað ekkert á móti því, þve'rt á móti, ég vil gjaman gera það,“ sagði Julian. Og án þess að hugsa málið nánar hélt hann til Stanley Towers. Þjónninn sagði, að lafði Sergia væri heima, en pegar Julian var kominn inn í dagstofuna, ósk- aði hann aðeins, að hann hefði aldrei farið pangað. Allt í einu leit hann upp, lafði Sergia var kominn inn í stofuna, og án þess að geta gert að því roðnaði hann, þegar hann sá þessa yndis- legu stúlku, sem var svo töfrandi í hvítum kjól. Honum fannst hann vera eins og töfraður. Lafði Sergia var alltaf fögur, en aldrei hafði honum virzt hún jafntöfrandi og nú. Ef lafði Sergia hafði tekið eftir,. hvernig hon- um var innanbrjósts, þá lét hún það að minnsta kosti ekki í ljós; hún þakkaði honum fyrir að hafa komið, og spurði vingjarnlega um liðan móður hans og Mary. „Mér þykir vænt um, að frú Armstrong skuli hafa farið þetta, því að hún mun hafa gott af því; ég vona, að það sé skemmtilegt og þægilegt í Sunleight," sagði Sergia og brosti, þegar hann sagði að húsið væri svo lítið, að maður yrði að sjá það í stækkunargleri. „Ég gat aðeins fengið móður mína til þess að vera þarna með því, að lofa að koma oft,“ sagði hann, ,,en ekki skil ég, hvar verður rúm handa mér, þegar ég kem.“ „Þér ættuð að fara þangað,“ sagði Sergía, „þér hressist á því, veit ég. Þér þarfnist hvíldar, Armstrong, þér lítið mjög þreytulega út.“ „Ég hefi þegar haft smáfrí,“ sagði Julian stuttlega, „en ég fór til London um daginn og fylgdi ungfrú Dering heim.“ Sergla leit undan. Framkoma hennar var allt í einu orðin dálítið kuldaleg, og Armstrong áleit þess vegna, að tími væri til kominn að snúa sér að hinni eiginlegu orsök komu hans. Sergía hlýddi með mjög mikilli eftirtekt á það, sem hann sagði; kom með nokkrar stutt- ar spumingar, en þegar Julian hafði lokið við að segja henni frá öllu, þakkaði hún honum inni- lega. „Þér hafið hjálpað mér mikið,“ sagði hún. „Samkvæmt því, sem ég hefi tekið eftir hjá þessum manni upp á síokastið, þá er ég sannfærð um, að hann er ekki verður þess að vera í þeirri stöðu, sem hann hefir, en ég fæ engu framgengt hjá föður minum, nema ég hafi gildar sannanir, og þær hefi ég nú fengið hjá yður; ég þakka yður kærlega." „Það gleður mig, að ég skuli hafa getað hjálp- að yður eitthvað,“ sagði Julian og stamaði dá- lítið. „Þér megið trúa því, að það er mér mikil ánægja, að geta hjálpað yður, lafði Sergia.“ „Það er elskulegt af yður að segja það,“ sagði Sergia hjartanlega, og um leið og hún leit allt í einu á hann, sagði hún: „Er það i rauninni satt, að þér viljið gjaman gleðja mig? Má ég trúa þvi?“ VIKAN, nr. 4, 1944 „Já, vitanlega,“ sagði hann fljótt. „Gerið það þá fyrir mig, Armstrong, að taka yður hvíld. Ég er viss um, að það verður náð í þá seku og þeim verður refsað." „Ég er nú farinn að efast um það,“ sagði Juli- an Armstrong hæglega. „Mig langar til að skemmta yður eitthvað, Armstrong. Viljið þér ekki borða hjá mér núna?“ „Þér viljið, að ég geri eitthvað fyrir yður?“ sagði Julian og horfði á hana. „Já, það var það, sem ég var að biðja yður um núna,“ svaraði hún. „Þér hafið vonandi tíma til þess?“ Julian roðnaði, en áður en hann gat svarað, kom þjónninn og tilkynnti að lagt hefði verið á borð, svo að Juiian gat ekki gert annað en boðið henni arminn og leitt hana til borðs. Þegar þau höfðu borðað, gengu þau um garð- inn, og Julian furðaði sig á því, hvað honum fannst létt að tala við lafði Sergíu. Hann sagði henni frá fyrirætlunum sínum og vonum og fannst enginn nokkurntíma hafa skilið sig eins og hún. „En hvað ég öfunda yður, Armstrong," sagði Sergia og stundi við. „Það hlýtur að vera dá- samlegt að hafa starf — ég á við starf eins og yðar.“ „Yðar starf er miklu betra,“ sagði hann hrein- ökilnislega eins og hann var vanur. „Og hvað er það?“ spurði Sergia biturlega „ég eyði bara tíma minum, geri eitthvað til þess að mér leiðist ekki, en það er ekkert starf.“ „Ég var ekki að hugsa um dægrastyttingu yðar, þegar ég minntist á starf yðar,“ sagði Julian og leit niður. „Ég kom á sjúkrahúsið, á.ður en ég fór hingað," bætti hann við og brosti. „Ó, það er nú eiginlega eina gleðin, sem mér veitist," svaraði hún, en því er nú bráðum lokið, því að veslings fólkið fer ekki að þarfnast mín lengur, og þá er starfi mínu lokið þar.“ Julian tók það nærri sér, að sjá hvað hún var dapurleg. „Þér stunduðuð mikið útreiðar, þegar þér kom- uð hingað fyrst, lafði Sergia“ sagði hann að lok- um „þér hefðuð gott af þvi, þér ættuð að byrja á því aftur.“ „Mér þykir leiðinlegt að vera ein, en það mundi gleðja mig mikið ef þér vilduð koma með mér einhvem tima,“ sagði hún. „Þakka yður fyrir, lafði S«rgia,“ sagði Julian „ég mundi hafa mikla ánægju af því.“ „Eigum við þá ekki að fara á morgun," stakk Sergia upp á, „viljið þér ekki ákveða tímann, Armstrong?" Erla og unnust- Inn. Erla: Jú, elskan min, ég skal borða með þér kvöldverð. Ég er veik, ég hlakka svo til að sjá þig í einkennisbúningnum þínum. Oddur: Ég bíð eftir þér á hominu á Vonarstræti og Sólarbraut, ástin mín. Oddur: Það veit hamingjan, Oddur: Hver skollinn. Ég hefði ekki átt að segja henni að hitta mig hér. Þetta virðist vera samkomustaður allra að Erla skal fá að vera hreykin liðsforingja bandamanna bæði á sjó og landi. af mér. Ég skal standa tein- réttur eins og herforingi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.