Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 4, 1944 Gömul kona, sem misst hefir allan áhuga á umhverfi sínu, verður þess áskynja, að listakona hefir notað nafn hennar í óleyfi. VerðUr það til þess, að hún fær áhuga á lífinu á ný. Clara de Calignac hafði alltaf haft gaman af því að lesa. Þegar fólk . sagði við hana, að tilvera hennar hlyti að vera dapurleg, þar sem hún væri algjör einstæðingur, þá brosti hún undr- andi og benti á allar bækurnar, sem voru á hillum, sem náðu ofan frá lofti og niður á gólf í íbúð hennar. Þeim átti hún að þakka, að hún hafði fylgst með án þess að þurfa að hreyfa sig; hún hafði fundið hjarta sitt slá fyrir hetjurnar og elskendurna, og hún hafði íhugað og dreymt. Þar sem hún hafði nú kynnst allri hamingju og þjáningum heims- ins á þennan hátt, þá sætti hún sig við það að verða gömul. Ef það kæmi einstöku sinnum fyrir að hún færi út, þá svimaði hana af fersku loftinu, og augu hennar, sem voru blinduð af dagsljósinu, leituðu eins og hvíldar í gluggum bókabúðanna, þar sem bækur með fallegum nöfnum, sem hún hafði ekki Iesið, freistuðu hennar. Hún keypti stóran pakka af bókum og flýtti sér heim til að lesa þær. cClara de Calignac lifði á eignum sínum, sém voru litlar, ög hún bjó í skuggalegu húsi í Rue de Verneuil, en þar sem hjarta hennar var ekki lengur vel sterkt, ráðlagði .læknir hennar henni að flytja í sólríkari íbúð. Bókum hennar var komið fyrir í sextíu kössum, kötturinn settur í körfu, öll gömlu húsgögnin og allt annað var flutt upp á sjöttu hæð í sólríka íbúð í nýbyggðu húsi i Camp de Mars. „Mikil skelfing er að sjá gömlu hús- gögnin mín í þessu umhverfi,“ sagði fröken Calignac. Henni þótti samt vænt um að sjá sólina, sem hún hafði hafði varla séð síðan hún var bam. Sólin skein í gegnum þunnu silki-gluggatjöldin, brann á slitnum leður- bindum bókanna, og afhjúpaði slitna bletti gólfábreiðunnar, en Clöru de Cali- gnac leið vel. Frá þessari stundu gat það komið fyrir, að bókin, sem hún var byrjuð á rann úr .höndum hennar, og hún horfði á himin- inn og fólkið, sem gekk niðri á götunni, og hafði áhuga á lífinu, sem var fyrir utan. Clara de Calignac var há og mögur og stórskorin í andliti. Andlit hennar var rautt, hárið strítt og grátt og föt hennar íátækleg, en rödd hennar var alveg í and- Stöðu við útlitið. Hún var mild og hæglát, eins og raddir þær, sem hevrast í bóka- söfnum þar sem talað er lágt, til þess að truf-la ekki fólk, sem les. Þegar veggirnir höfðu verið þaktir af bókum, sá hún næstum því eftir því, að hafa flutt í allt þetta ljós, í staðinn fyrir að búa áfram í dimmu íbúðinni, þar sem hún hafði lifað svo margar skemmtilegar stundir. Hún varð næstum feimin, þegar hún kom inn í svefnherbergið þar, sem stórir speglar voru, er sýndu útlit hennar miskunnarlaust. Þar var líka baðherbergi með mörgum skínandi vatnskrönum. Litla mjóa rúmið hennar stóð meira að segja á upphækkuðum palli, og nákvæm- lega klukkan níu á kvöldin gekk hún upp tvö þrepin, sem voru upp að rúminu, og gekk aftur niður þau klukkan sex á morgn- ana. Eftirmiðdag nokkurn, þegar hún var að taka sígilda bók úr heiðursstaðnum í bóka- hillunum, var hún ónáðuð af þjónustu- stúlkunni, sem kom inn með blömvönd. „Hvað er þetta!“ hrópaði fröken de Calignac. „Blómvöndur til mín? Það hlýt- ur að vera misskilningur.“ En með þessum yndislegu rósum fylgdi umslag og á því stóð með klaufalegri en þó greinilegri skrift: „Til fröken de Cali- gnac,“ og fyrir neðan stóð heimilisfang hennar. „Það er þó ekki afmælísdagur yðar?“ spurði stúlkan. „Ég hefi aldrei átt afmæli," svaraði gamla konan. „Jæja, þá ætla ég að kalla á dyravörð- inn og vita, hvort hann getur gefið okkur einhverjar upplýsingar." VEIZTU —? 1. Hafa úlfaldar augnahár? 2. Hvar er Góðrarvonarhöfði ? 3. Hvaða frönsk drottning lét lífið til þess að bjarga bömum sínum? 4. Hver var fyrsti Bnglendingurinn, sem sigldi í kringum hnöttinn? 5. Hvað þýðir franska orðið pourboire? 6. Eftir hvern er þessi vísa: Syngdu vinur, syngdu skært, syngdu á þýða strengi, svo mig dreymi, dreymi vært, dreymi rótt og lengi? 7. Hvað er kallað skip eyðimerkurinnar ? 8. Hvaða ár var Jón Arason, biskup, háls- höggvinn ? 9. Hvenær var sænska skáldið Bellman uppi? 10. Hver var Aþena? Sjá svör á bls. 14. Dyravörðurinn kom og var hátíðlegur, en feiminn á svipinn. „Ég hygg, að ég geti útskýrt málið,“ sagði hann. „Það er einkennileg tilviljun. — En við höfum ekki talað um það, til þess að gera yður ekki gramt í geði. —; Leigjandinn, sem bjó hér í íbúðinni á und- an yður, hét eins og þér-----.“ „De Calignac?" „Já, de Calignac.“ „Ég á enga ættingja. Hver hefir leyft sér að taka nafn mitt?“ „Það var gerfinafn,“ hélt dyravörðurinn áfram. „Ég skal segja yður, að þessi kona dansaði í .leikhúsi----en svo fór henni að fara aftur, og það var ástæðan til þess að henni var sagt upp, af því að hún gat ekki lengur borgað húsaleiguna eða kaup- mönnunum. Hún varð veik og unnusti hennar var neyddur til að fara langt í burtu — til Afríku, held ég; hann var nefnilega liðsforingi.“ „Þá verðið þér að færa henni þessar rósir.“ „Hún hefir ekki skilið eftir neitt heim- ilisfang, svo að ég veit ekki, hvar hún býr.“ Clara de Calignac var alveg undrandi yfir blómunum og hefði ekki orðið meira undrandi, þó eitthvert óþekkt afl hefði lagt nýfætt bam í skaut hennar. Það var ekkert bréf og engar upplýs- ingar með blómvendinum — alveg eins og í ástasögu — og stilkamir voru vafðir inn í svo mikinn silkipappír, að það var erfitt að ná honum af. „Veslings blómin,“ sagði gamla konan. „Þau mega ekki deyja. Settu þau í vatn, Rosalie. En guð veit, hvort ég á til blómst- urvasa enn þá.“ Rosalie fann þó loks blómsturvasa, sem var gamall og Ijótur. „Konan, sem bjó héma, lét blómin standa á litlu borði, þarna út við glugg- ann,“ sagði dyravörðurinn, „og svo flutti hún stól sinn þangað og sat og las.“ „Las hún?“ „Já. En hún las aðeins skáldsögur.“ Þegar dyravörðurinn var farinn, setti Clara de Calignac vasann á litla borðið, dr6 hægindastól sinn að glugganum og byrjaði að lesa í hinni sígildu bók sinni. En til vinstri hliðar tmflaðist hún af fólkinu, sem gekk á götunni og til hægri af blóm- unum — og þess vegna varð minna úr lestrinum. Eftir nokkra daga byrjuðu rósirnar að visna, en ekki höfðu þær látið mikið ásjá, þegar komið var með aiinan blómvönd, alveg eins og hinn fyrri. Maðurinn, sem kom með hann, sagðist hafa fengið fyrir- skipun um, að koma með tvo vendi þessa viku, en hann sagðist ekkert þekkja send- andann; svo sagði hann í mestu einlægni við Clöru de Calignac: „Ef réttur viðtakandi þeirra er farinn í burtu, þá skuluð þér bara eiga þau. Mað- ur getur alltaf glaðst yfir blómum.“ Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.