Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 7

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 4, 1944 7 Fóstlest I skuflt. Póstarnir brutust áfram í faimkyngi og hríðum með lest koffortahesta. .... Skarnmdegið varð að óralangri öræfanóttu á fjöll- um uppi milli landsfjórðunganna i þrotlausri bar- áttu viS hríðar og . hrakviðri. En póst- arnir héldu oft- ast velli. Þeir bundu hestana á streng og gengu s jálf ir um gólf dæg- urlanga skamm- degisnóttina til að halda lífi og lim- um, er afspymu- stórhríð umhverfði áttunum og lokaði öllum leiðum. Póstflutningurinn var fjöregg þjóðarinnar i strjálbýlli einangrun og fásinni. (Úr Söguþáttum landpóstanna). Póstferðirnar og samgöngutœkin. Framhald af bls. 3. ingamaður á Kolviðarhóli o. fl. Ekki var þó hægt að aka lengra en að Ægisíðu, þaðan varð að flytja á hestum að Odda. Tók ferðin oftast fjóra daga. — Vagn þessi mun fljótt hafa bilað og gengið úr notkun. Eftir Þorstein tók við vagnferðum Jón póstur Guðmundsson. Fékk hann nýja vagna, sterkari og hentugri til notkunar á misjöfnum vegum. Þurfti hann ekki fleiri en tvo í ferð. Er Jón hætti þessum póst- ferðum 1906, tók við vögnum hans Hans póstur Hannesson, 'og varð að bæta nýjum vögnum við, eftir því sem flutningur jókst, og umferð. Þurfti hann síðustu árin 3—5 vagna í ferð, og tók hver þeirra 6—7 menn í sæti auk barna. Fargjöld voru á þeim árum kr. 3,50 að Kotströnd í ölfusi, 4,50 að Hraungerði og 5,00 að Ægisíðu. Þegar brúin var komin á Ytri-Rangá (1912) og jafnframt á Hróarslæk hjá Varmadal, mátti aka að Odda. Þurftu póstarnir þá ekki lengur að láta geyma áburðarhesta á Ægisíðu, eins og þeir höfðu áður gert. Þegar Hans póstur hætti ferðum sínum 1919 urðu bæði pósthestar og póstvagnar óþarfir á sumrum á þessari leið, því að þá tóku bílarnir við. Fóru þeir fyrst að Garðs- vika, en nú orðið austur í Vík, síðan brúin kom á Markarfljót (1933), og alla leið austur á Síðu, eftir því sem f jölgar brúm á þeirri leið.“ Jón í Galtarholti var um langt skeið póstur á leiðinni frá Borgarfirði til Hrúta- fjarðar. Frásögn sú, sem hér fer á eftir er úr Söguþáttum landpóstanna og segir frá einni af ferðum Jóns að norðan. Þingmennirnir og pósturinn. Eitt sinn lögðum við af stað að norðan, og voru þrír eða f jórir alþingismenn í förinni, m. a. Ölafur Briem á Álfgeirsvöllum. Vatna- vextir voru miklir undanfarið, svo að allar ár voru ófærar, og dalurinn í einu flóði. Varð því að fara yfir Hrútafjörð á fjöru- vöðum. Er þar seinfarið, þegar smástreymt er og djúpt í sjó og vöxtur í ánum. Ég fékk kunnugan mann með mér til fylgdar og frekara öryggis og trausts fyrir samferðafólkið, því að ég þóttist vita, að því myndi samt ekki lítast of vel á „sjó- ferðina“ í þreifandi myrkri. Við urðum sem sé að leggja af stað bráðsnemma vegna fjöru, og einnig til þess að hafa not af dagskímu yfir heiðina. Var nú lagt af stað. Fylgdaimaður fór á undan, og skiptum við hestum milli manna. Þegar niður að firðinum kom, sást ekkert nema sjórinn óslitinn framimdan, en hvergi fjöruborð. Við stöðvuðum hestana og ætl- uðum að hafa tal af fylgdarmanni, en hann er þá horfinn og finnst hvergi. Lízt ferðafólkinu nú ekki á blikuna, sem von var. Eg var að vísu kunnugur þarna, engu síður en aðrir þar um slóðir, en ég vissi samt vel, að það var hending ein að hitta á rétta leið, þótt kunnugur væri, þegar eigi sást nema í lítinn hring umhverfis sig, og ekkert til að átta sig á. Blæjalogn var og ládauður sjór. Er svo ber undir, hefir hesturinn mikla yfirburði framyfir mann- kindina, hafi hann farið leiðina áður, svo að hann sé henni kunnugur. Hughreysti ég nú ferðafólkið með því, að ég hefði for- ustuhest góðan, sem kunnugur væri leið- inni, og færi ég hiklaust á eftir, þar sem hann færi fyrir. En sjálfrátt væri það, hvað það gerði, ef það treysti eigi Sokka. Nú virtist Sokka vera farið að leiðast þóf þetta. Er hann þegar stokkinn út í, og er sjórinn á miðjar síður. En ég vissi að Þorsteinn Þorsteinsson, l'yrrverandl forsetl Slysavamafélags Islands. Eins og- getið var í gi-ein um Slysavarnafélagið í síðasta blaði, átti þar að birtast mynd af Þor- steini Þorsteinssyni, fyrrv. skipstjóra og útgerð- armanni, en hann var forseti félagsins árin 1930 til 1938. Sökum hinnar alvarlegu bilunar, sem var um þessar mundir á rafmagnsleiðslum til Reykja- vikur, var ekki unnt að ljúka við myndina í tæka tíð, og þvi birtist hún nú hér. (Áður liöfðum vér birt í blaðinu mynd af Friðrik Ólafssyni, skóla- stjóra Stýrimannaskólans, en hann var forseti Slysavarnafélagsins 1938—1940). dýpst var við landið sökum flóðs í ánum. Lestin lagði þegar út í á eftir Sokka og síðan fólkið. Grynnkaði heldur, er fjær dró landinu, en þó var hvergi grynnra en í kvið og dýpkaði á köflum. Taldi einn fylgd- armanna, að nú myndum við vera á leið til djúps, og myndi senn allt fara á sund. Taldi hann betra að lenda í hafvillum á skipi en á hestum, þótt sker og grynningar væru hættuleg og ill viðureignar. Okkur miðaði seint áfram í djúpu vatni og myrkri, og býst ég við, að sumir hafi verið teknir að örvænta um að sjá þurrt land framar í þessu lífi. — Það er á því- líkum stundum, sem menn fara að rifja upp bernskubænir sínar og setja traust sitt á skaparann. Og satt að segja var mér sjálfum tekið að þykja tíminn lengi að líða. En nú tók ég að grilla í stóran stein, sem farið er innan við á leiðinni yfir leir- urnar. Stendur hann í fjörunni, og varð ég feginn að sjá hann, þótt ljótur væri. Lagði nú allur flotinn að landi, og muii þá hafa dregið úr bænalestrinum í bráð. Síðan var haldið áfram suður, og voru ár miklar, en samt gekk allt sæmilega. Eftir þetta var farið að mæla fyrir brúm á heiðinni og voru árnar brúaðar næsta sumar. Einnig fékk ég styrk til þess að byggja sæluhús á miðri leiðinni. Síminn hafði verið lagður áður, og var hann góður leiðarvísir. Sögðu margir, að nú gæti ég gengið yfir heiðina á sokkaleistunum án þess að vökna. En mér fannst nú samt geta borið út af, þegar snjór var svo mikill, að 9 álna símastaurar voru komnir í kaf. Sérstaklega var þetta hjá Hæðar- steini, sem er sunnanvert við Holtavörðu- hæð. Og þegar leysingar gerði og hlákur, varð allt að einu krapaflóði, og allar dæ’d- ir að beljandi ám, eins og þær hafa vei'ið frá alda öðli. Þetta var frásögn Jóns í Galtarholti af einni ferðinni suður. Að lokum skal hér settur stuttur kafli, úr lengTi frásögn af Sokka, afburðahesti, sem Jón átti og sýnir hann, hvað hestamir máttu stundum þola í póstferðunum. Sokka er lýst á þennan veg: „Hann var 56 þuml. á herðakamb, þrekinn vel og fagurlimaður og háreistur mjög, hvort sem var undir manni eða laus. Hann var fríður hestur, hvar sem á hann var litið. Á lit var hann rauðsokkóttur, með hvíta rönd á hægra bóg ... Hann var klárhestur og töltari og rneð allra fljótustu hestum. — Sokki var þrekmikill Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.