Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 4, 1944 Framhaldssaga 11 Höfundurmn: Agatha Christie Hver gerði það? Sakaifiálpsaga eftir AGATHA CHRISTIE 12 ............................ „Þér komið viðstöðulaust frá Indlandi. skilst mér ?“ Ofurstinn svaraði þurrlega: ,,Ég tafði eina nótt á leið minni, til þess að sjá Ur í Kaldeafjöllum og þrjá daga í Bagdad, hjá kunningja, sem ég á þar.“ ,,Þér dvölduð þrjá daga í Bagdad. Mér skilst, að enska stúlkan, ungfrú Debenham, hafi líka ltomið frá Bagdad. Þér hafið ef til vill hitt hana þar ?“ „Nei, alls ekki. Ég hitti ungfrú Debeham fyrst, þegar við fórum með járnbrautarlestinni frá Kirkuk til Nissiben.“ Poirot hallaði sér fram. Hann var sannfærandi á svip og útlendingslegur. „Arbuthnot, ég verð að spyrja yður um nokkuð. Þér og ungfrú Debenham eru einu Englending- amir í járnbrautarlestinni. Ég verð, að spyrja ykkyir bæði um álit ykkar hvort á öðru.“ „Einmitt það,“ sagði Arbuthnot ofursti. „Morðið er, að öllum lílcindum framið af konu. Vað voru eklti færri en tólf hnífstungur á mann- inum. Meira að segja lestarþjónninn sagði strax: „Það hefir verið kona. Nú, hvað er þá fyrsta .skylda mín? Að yfirheyra allt kvenfólk i iest- inni. En það er erfitt að feila nokkurn dóm um enska konu. Þær em svo fálátar ensku konurnar. Svo að ég bið yöur um að vera okkur hjálplegur. Hvernig persóna er ungfrú Debenham ? Hvað vitið þér um hana?“ „Ungfrú Debenham," sagði ofurstinn hlýlega „er heiðarleg stúlka”. „Ó!” sagði Poirot og virtist mjög þakklátur. „Svo að þér álítið ekki, að hún geti verið við glæpinn riðin?“ „Sú hugsun væri hlægileg,“ sagði Arbuthnot. „Maðurinn var henni algjörlega ókunnugur, hún hafði aldrei séð hann áður.“, „Sagði hún yður frá því?" „Já. Hún minntist strax á, að sér fyndist hann hafa óskemmtilegan svip. Ef einhver kona er við morðið riðin, eins og þér virðist álíta (sem mér virðist vera án nokkrar ástæðu), þá get ég fullvissað yður um það, að ungfrú Debenham getur ekki átt neinn þátt í því.“ „Þetta virðist vera yður tilfinningamál,“ sagði Poirot og brosti. Arbuthnot ofursti horfði kuldalega á hann. „Ég skil ekki, hvað þér eigið við,“ sagði hann. Augnaráðið virtist gera Poirot sneyptan. Hann leit niður og byrjaði að handleika blöðin, sem lágu fyrir framan hann. „Jæja, það kemur málinu ekki við,“ sagði hann. „Viö skulum heldur snúa okkur að stað- reyndum. Við höfum ástæðu til þess að ætla, að þetta morð hafi verið framið klukkan kortér yfir eitt i nótt. Við verðum að spyrja hvem mann í lestinni, hvað hann eða hún hafi að- hafst á þeim tíma.“ „Einmitt það. Kortér yfir eitt, að því er ég man bezt, var ég að tala við Ameríkumann- inn, einkaritara hins myrta." ,,Ó, voruð þér í klefa hans, eða var hann í yðar klefa?“ „Ég var i hans klefa.“ „Hann heitir MacQueen, er ekki svo?“ „Jú.“ Forsaga: Hercule Poirot er á leið frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Maiy Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri járnbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með járn- brautinni. Á Tokatlian gistihúsinu sér Poi- rot tvo Ameríkumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, MacQueen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vernda sig, af því að hann er hrædd- ur um lif sitt. Poirot neitar. Ratchett er myrtur í lestinni. Poirot tekur málið að sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara Ratchett, sem segir honum það, sem hann veit um hagi hans. Því næst skoðar Poirot líkið ásamt Constantine lækni og finria þeir á því 12 mismunandi djúpar stungur. Poirot kemst að þvi að Ratchett heitir réttu nafni Cassetti og það var hann, sem stóð fyrir ráninu á Daisy litlu dóttur Armstrongs ofursta. Frú Armstrong lézt af sorg og Armstrong sjálfur framdi sjálfsmorð. Barn- fóstra, sem ekki gat. sannað sakleysi sitt framdi einnig sjálfsmorð. En Cassetti slapp frá Ameríku og ferðast nú um undir gerfi- nafni. Poirot hefir hafið yfirheyrslurnar og yfirheyrt lestarþjóninn, einkaritara Ratc- hetts, herbergisþjón hans, og amerískukon- una. Hann hefir yfirheyrt sænsku konuna og Dragomiroff prinsessu, sem segist hafa þekkt móður Armstrong. Hann hefir líka yfirheyrt Andrenyi greifa og frú hans, og er hann nú að yfirheyra Arbuthnot ofursta. „Var hann vinur eða kunningi yðar?“ „Nei, ég hefi ekki séð hann fyrr en í þess- ari ferð. Við fórum af tilviljun að tala saman, og okkur líkaði vel við hvorn annan. Ég kann nú yfirleitt ekki við Amerikumenn.“ Poirot brosti, hann minntist þess, sem Mac- Queen fann að Bretum.“ ,,— En ég kunni svo vel við þennan unga mann. Hann hafði algjörlega rangar hugmyndir um ástandið á Indlandi. Það er aðalgallinn á Ameríkumönnum — þeir eru svo viðkvæmir og miklir hugsjónamenn. Nú, hann hafði gaman af því, sem ég sagði honum, ég hefi næstum þrjátiu ára reynslu frá því landi. Og ég hafði gaman af því, sem hann sagði mér um Ameríku. Svo fór- um við að ræða heimspólitík almennt. Ég varð því hissa, þegar ég leit á úrið mitt og sá, að það vantaði kortér í tvö." „Hættuð þið þá samræðunum?“ „Já.“ „Hvað gerðuð þér næst?“ „Gekk að klefa mínum og fór inn.“ „Var búið að búa um rúmið?“ „Já.“ „Klefinn yðar er — nr. 15 — annar frá end- anum á vagninum?“ „Já.“ „Hvar var lestarþjónninn, þegar þér fóruð inn í klefa yðar?“ „Hann sat við litla borðið við endann á vagn- inum. MacQueen kallaði á hann, um ldið og ég gekk inn í klefa minn.“ „Hvers vegna kallaði hann á hann?“ „Til þess að búa um, býst ég við. Það hafði ekki verið tekið til í klefanum fyrir nóttina." „Nú. Arbuthnot ofursti, hugsið yður vandlega um. Heyrðuð þér nokkurn ganga um ganginn, á rneðan þér voruð að tala við MacQueen ?“ „Nokltuð marga, að því er ég hygg, annars var ég enki að taka eftir því.“ „Ég á við, við skulum segja, síðasta hálfan annan tírnann, sem þið töluðuð saman. Þér fór- uð út í-Vincovci, er ekki svo?“ „Jú, en aðeins í eina mínútu. Það var hvasst, og kuldinn var ægilegur. Manni þótti gott að koma aftur inn í lestina. Þó að mér þyki venjulega hneykslanlega heitt \ þessum jámbrautarlest- um.“ Bouc stundi. „Það er erfitt að gera öllum til hæfis,“ sagði hann. „Englendingar vilja hafa alla glugga opna, en hinir loka þeim. Það er mjög erfitt.“ Hvorki Poirot né Arbuthnot ofursti tóku eftir því, hvað hann var að segja. „Jæja, rifjum nú upp,“ sagði Poirot hvetjandi. „Það var kalt úti. Þér fóruð aftur inn í lestina. Þér settust niður aftur og fenguð yður ef til vill vindling eða pípu —.“ Hann þagnaði andartak. „Pípa handa mér. Mac Queen reykti vindl- inga.“ „Lestin heldur áfram. Þér reykið pípu yðar. Þið ræðið um ástandið í Evrópu — heiminum. Svo er orðið framorðið. Flestir eru háttaðir. Haldið þér að nokkur hafi þá farið framhjá hurðinni? Hugsið yður um.“ Arbuthnot ygldi sig, um leið og hann reyndi að rifja upp. „Það er erfitt að segja," sagði hann. Ég var ekkert að taka eftir því, eins og þér vitið. „En þér hafið athyglisgáfu hermannsins fyrir smáatriðum. Þér takið svo að segja eftir, án þess að taka eftir.“ Ofurstinn hugsaði, en hristi höfuðið. „Ég get ekki um það sagt. Ég man ekki, að nokkur annar hafi gengið fram hjá, nema lest- arþjónninn. Jú, bíðið þér við — og kona, að ég hygg.“ „Sáuð þér hana? Var hún gömul eða ung?“ „Ég sá hana ekki. Leit ekki í þá átt. En heyrði aðeins þyt og fann einhverja ilmvatns- lykt.“ „Ilmvatn? Gott ilmvatn?" „Of sterkt. Maður finnur ilminn í hundrað metra fjarlægð. En takið eftir því,“ hélt ofurst- inn áfram, „þetta getur hafa verið fyrr um kvöldið. Eins og þér sögðuð rétt áðan, eitt af því, sem maður tekur óafvitandi eftir, svo að segja. Einhvemtima um kvöldið hugsaði ég með sjálf- um mér — kona — ilmvatn — hún hefir notað of mikið af því. En ég veit ekki hvenær þetta var, nema hvað það hlýtur að hafa verið eftir að við vorum i Vincovci." . „Hvers vegna?“ „Af því að ég man eftir þvi„að við vorum að tala um fimm ára áætlun Stalins. Ég veit, að það var þessi kona, sem kom mér til þess að hugsa um aðstöðu kvenna i Rússlandi. Og við fórum ekki að tala um Rússland, fyrr en í lok samræðna okkar.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.