Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 4, 1944 „Þér getið ekki sagt mér nákvæmar, hvenær það var ?“ „Nei, en einhvemtíma á síðasta hálftímanum, sem við töluðum saman." „Var það eftir að lestin stanzaði?" Hinn kinkaði kolli. ,,Já, ég er næstum viss um það.“ „Jæja, við skulum hverfa frá því. Hafið þér komið til Ameríku, Arbuthnot ofursti?“ „Aldrei. Langar ekki heldur til þess.“ „Hafið þér þekkt nokkurn Armstrong •fursta?“ „Armstrong — Armstrong — ég hefi þekkt tvo eða þrjá Armstronga. Það var Tommy Armstrong — eigið þér við hann ? og Selby Armstrong — hann var drepinn við Somme." „Ég á við Armstrong ofursta, sem giftist amerískri konu og bami hans var rænt, og það var drepið." „Ó, já, ég man eftir að hafa lesið um það — hræðilegur glæpur. Ég var ekki mikið Itunnug- ur honum, en kannaðist auðvitað við hann. Toby Armstrong. Fyrirtaks félagi. öllum þótti vænt um hann. Hann hafði mjög góða stöðu, og hafði verið sæmdur heiðursmerkjum." „Maðurinn, sem var myrtur í nótt, var sami •íaðurinn, sem bar ábyrgð á morðinu á bami Armstrongs ofursta." Arbuthnot varð illilegur á svipinn. „Þá hefir mannfýlan fengið það, sem hann átti skilið. Þó hefði ég nú heldur kosið, að hann hefði verið hengdur eða settur í rafmagnsstólinn." „1 stuttu máli, Arbuthnot ofursti, þér kjósið heldur lög og reglu en prívat hefnd?" „Jæja, ekki er hægt að þola blóðugan fjand- ■kap, og menn reki hvem annan í gegn eins •g Corsikubúar og fleiri," sagði ofurstinn. „Þér getið sagt það, sem þér viljið, en málsrannsókn- ir em góðar." Poirot horfði hugsandi á hann nokkra stund. „Já,“ sagði hann, „ég veit að það er álit yðar. Jæja, Arbuthnot ofursti, ég þarf víst ekki að ■pyrja yður að fleiru. Þér munið ekki eftir *einu, sem gerðist í nótt, sem þér tókuð sér- ■taklega eftir, eða yður finnst núna, þegar þér hugsið um það, grunsamlegt?" Arbuthnot hugsaði sig um. ,,Nei,“ sagði hann. „Alls ekkert. Nema —,“ hann hikaði. „Já, haldið áfram, geríð það fyrh' mig.“ „Jæja, það er í rauninni ekkert," sagði ofurst- inn hæglega. „En þér sögðuð eitthvað.“ ,,Já, haldið áfram." „Það er annars ekkert. Bara smámunir. En þegar ég fór aftur í klefa minn, tók ég eftir að hurðin á hinum klefanum við hliðina á mín- um —.“ „Já, nr. 16.“ „Nú, hurðin var ekki alveg lokuð. Og maður- inn, sem fyrir innan var leit út með tryllings- legu augnaráði. Síðan lokaði hann liurðinni fijótt. Auðvitað veit ég, að þetta hefir ekkert að segja — en mér fannst það skrýtið. Ég á við, að það er vanalegt að opna hurð og reka höfuðið út um gættina, ef maðúr vill segja eitthvað. En ég tók ' einmitt eftir þvi, hvað hann var tryllings- legur.“ „Já — á,“ sagði Poirot hugsandi. „Ég sagði yður, að það væri ekki neitt,“ sagði Arbuthnot afsakandi. „En þér skiljið, — snemma um morgun — allt er svo kyrrt. Þar var eitt- hvað svo óheillavænlegt — eins og í glæpasögu. Vitanlega eintómt bull.“ Hann stóð upp. ,,Ef þér þurfið ekki að tala við mig lengur —.“ „Þakka yður fyrir Arbuthnot ofursti, það var ekki annað.“ Ofurstinn hikaði dálitla stund. Andstygð hans á að vera prófaður af útlendingi var horfin. „Ungfrú Debenham," sagði hann fremur klaufalega, „þér getið trúað mér, er saklaus. Hún er pukka saliib." Hann roðnaði dálitið og fór. „Hvað þýðir pukka sahib?“ spurði dr. Constan- tine forvitinn. „Það þýðir,“ sagði Poirot, „að faðir og bræð- ur imgfrú Debenham voru af sama skóla og Arbuthnot ofursti." ,,Ó!" sagði dr. Constantine vonsvikinn. ,,Þá kemur það alls ekki morðinu við.“ „Nei,“ sagði Poirot. Hann var hugsi nokkurn tíma og barði með fingrunum létt á borðið. Svo leit hann upp. „Arbuthnot ofursti reykti pípu,“ sagði hann. „I klefa Ratchetts fann ég pípuhreinsara. Rat- chett reykti aðeins vindlinga." „Þú heldur —?“ „Hann er eini maðurinn, sem við höfum hingað til spurt, sem reykir pípu. Og hann kann- aðist við Armstrong ofursta — ef til vill hefir hann þekkt hann vel, þó hann vilji ekki viður- kenna það.“ f „Svo að þér álítið það mögulegt — ?“ Poirot hristi höfuðið ákaft. „Það er einmitt — ómögulegt — alveg ómögu- legt, að heiðvirður, fremur grunnhygginn og hreinskilinn Englendingur hafi rekið óvin sinn tólf hnífstungum. Sjáið þið ekki, vinir mínir, hvað það er óhugsandi?" „Það er sálarfræðin," sagði Bouc. „Og maður verður að virða sálarfræðina. Þessi glæpur hefir sitt mark, og þáð er vissulega ekki mark Arn- buthnots ofursta. En nú skulum við taka þann næsta." 1 þetta skipti nefndi Bouc ekki Italann. En honum varð hugsað til hans. 17. KAFLI. Vitnisburður Hardmans. Sá, sem síðast var yfirheyrður af farþegun- um á fyrsta farrými, var Hardman, stóri og íburðarmikli Ameríkumaðurinn, sem hafði setið við borðið hjá ítalanum og þjóni Ratchetts. Hann var klæddur í stórköflótt föt og ljós- rauða skyrtu, og um leið og hann gekk inn i borðstofuvagninn tautaði hann eitthvað óskiljan- legt fyrir munni sér. Andlit hans var stórskorið, en svipurinn vitnaði um góðlátlega kímni. „Góðan daginn,“ sagði hann. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ „Þér hafið frétt um morðið, Hardman?" „Já.“ Hann sneri tyggigúmmíinu fimlega við uppi í sér. „Við verðum að yfirheyra alla farþegana i lestinni." „Það er allt í lagi mín vegna. Ég býst við því, að ekki sé öðruvísi hægt að fást við það verk.“ Poirot leit á vegabréfið, sem lá fyrir framan hann. ,;Þér heitið Cyrus Betham Hardman, Banda- ríkjaþegn, fjörutíu og eins árs gamall, umboðs- sali fyrir ritvélar?" „Rétt er það. Það er ég.“ „Þér eruð á leið frá Stamboul til Parisar?" „Svo er það." „1 hvaða erindagjörðum?" „Verzlunar." „Ferðist þér ávallt á fyrsta farrými?" „Já. Verzlunin borgar ferðakostnaðinn." Hanr deplaði augimum. „Jæja, Hardman, þá komum við að atburðum siðastliðinnar nætur .“ Ameríkumaðurinn kinkaði kolli. „Hvað getið þér sagt okkur?" „Alls ekki neitt.“ ,,Ö, það var leitt, Hardman, þér viljið kann- ske segja okkur, hvað þér aðhöfðust i gær- kvöldi, frá kvöldverði?" Amerikumanninum virtist nú í fyrsta skipti verða orðafátt. Að síðustu sagði.hann: „Afsakið, herrar mínir, en hverjir eruð þér? Segið mér það.“ „Þetta er Bouc, framkvæmdarstjóri járn- brautarfélagsins. Þessi maður er læknirinn, sem skoðaði líkið.“ „Og þér sjálfir?" „Ég heiti Hercule Poirot. Félagið hefir ráðið mig til þess að rannsaka þetta mál.“ „Ég hefi heyrt getið um yður,“ sagði Hard- man. Hann hugsaði sig um í eina mínútu eða lengur. „Það er líklega betra að —.“ „Það er ráðlegast fyrir yður að segja okkur allt, sem þér vitið," sagði Poirot þurrlega. „Ég væri nú víst búinn að segja heilmikið, ef ég vissi eitthvað. En ég veit ekkert. Alls ekki neitt, alveg eins og ég sagði. En ég ætti að vita eitthvað. Það er það, sem særir mig. Ég ætti að vita.“ „Viljið þér ekki útskýra betur, Hardman." Hardman stundi, sneri við tyggigúmmíinu uppi í sér og stakk höndum í vasa. Um leið virtist persóna hans breytast. Hann varð minna tilgerðarlegur, og nefhljóðið i rödd hans varð minna. „Vegabréfið er ekki allskostar létt. Þetta er ég í rauninni." v>jk-i.c. iiK wyu ujíiiA namvcj, ininn MAGGi OG KAGGI. 1. Raggi: Hvar er pabbi þinn, Eva? Það er svo langt siðan ég hefi séð hann. Eva: Ó, hann pabbí! .... 2. Eva: Hann fór til bæjarins til þess að fá sér vinnu sem flug- vélanjósnari!! 3. Raggi: Er það ekki of erfitt verk fyrir pabba þinn ? Eva: Ég held nú ekki. — 4. Eva: Hann þarf ekki að gera annað en að liggja á bakinu allan daginn og góna upp i him-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.