Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 5
VTKAN, nr. 4, 1944 5 r | 9 Vegi Ný framhaldssaga: 1 '..n-'.—-4- - , . mar- r ástarii "ii:."i.i!g;^:;r:TT" ■■ ■ "V , = Eftir E. A. ROWLANDS =? i „Ég geri ráS fyrir, aö hún sé þegar búin að frétta um þœr. Mig undrar það, að þú skyldir ekki heyra hávaðann, hingað heim.“ Mary fór, til þess að búa sig. En þegar hún var farin, sá Julian bréfið frá Sergiu, sem lá opið á stofuborðinu. Hann renndi augunum ósjálfrátt yfir það, og þegar hann kom að niðuriaginu, skildist honum allt i einu, hversu harmþrungin hún myndi vera, og nú vaknaði hjá honum áköf sjálfsásökun. Hvemig svo sem hún kynni að vera, þá skildi hann nú, að hún bjó yfir harmi, og þegar Mary kom inn i stofuna aftur, stakk hann upp á þvi, að hún skyldi heldur fara til Sergiu, þrátt fyrir allt. En Mary hélt þvi fram, að Sergia myndi ekki fara að heiman, þegar húri frétti um slysið, og það kom líka á daginn, að tilgáta henn- ar var rétt. Sergia breytti ákvörðun sinni; hún var sjálf kyrr, en lét lafði Marion og stúlku hennar fara. Lafði Marion kom með mótbárur, og áleit, að •tanchester lávarði myndi ekki líka, að hún færi, •n hún lét þó að lokum tala um fyrir sér, þar sem hún æskti einskis fremur en að fara. Frá þessari stundu gat Julian Armstrong aldrei komið á sjúkrahúsið án þess að heyra talað um góðverk Sergiu. Annað hvort var hún þar, eða hún hafði nýlega verið þar; honum fannst næst- «m eins og sjúklingamir og hjúkrunarkonumar gætu ekki talað um annað en þessa ungu stúlku, aem gladdi þau jafnvel meira með fegurð sinni og yndisþokka heldur en gjöfunum, -sem hún færði. Hún var ekki aðeins góð við veslings fólkið, sem hafði særst í verksmiðjunni, heldur sýndi hún lika aðstandendum þeirra sjúku mikla ástúð, þeir ■ögðu líka, að enginn gæti fengið þá jafnt til að gleyma sorgum og mótlæti og hún. Morgun nokkurn, þegar Julian kom að sjúkra- Jtósinu, sá hann litla bilinn hennar Sergiu þar Ifcrrir utan, og augnabliki síðar kom hún sjálf út. Hún sá hann ekki strax, svo að hann hafði tíma til að taka eftir því, hvað hún var föl, og dökku baugunum, sem voru undir fallegu augunum hennar. Á þessari stundu skildi hann, að hún væri góð og óeigingjöm stúlka, og þegar honum varð huðsað til þess, hve hann hefði dæmt hana órétt- látlega áður, fannst honum eins og hann væri giæpamaður. Hann ætlaði að snúa við til þess að komast hjá því að tala við hana, en Sergia »á hann og rétti honum höndina. „Þér komið snemma í dag," sagði hún. „En þér komið þó á undan," sagði hann „lafði Sergia," bætti hann ósjálfrátt við „leyfist mér að biðja yður einnar bónar? Eg ætla að biðja yður um að hlífa yður dálítið. Þér ofréynið yður, •g þér þolið það ekki." Lafði Sergia brosti dauflega. „Þér viljið svifta wrig einu gleði minni," sagði hún, „það er •kkert að mér" fullyrti hún, „en það hefir nokk- uð alvarlegt komið fyrir í dag. Handleggurinn var tekinn af veslings Long; hann var svo hug- rakkur fyrir uppskurðmn, en núna harmar hann auðvitað að geta ekki unnið framar." Hún leit undan, á meðan hún talaði, og Julian íkildi, að það var vegna þess, að hún vildi leyna tárum sínum. Hann fylgdi henni að bílnum og beið þangað tíl hún hafði ekið á brott, hann leit áhyggju- fullur á eftir Sergiu. Þegar hann kom inn í sjúkrahúsið, gelck hann beint að rúminu þar, sem maðuHnn lá, sem Sergia hafði talað um. Vesl- j«»gs maðurinn hafði nú látið huggast. Sergia Forsasra • Lafði Sergia Wierne, dóttir ® * hins rika Stanchester iá- varðar, sem var orðin þreytt og leið á skemmtanalífinu í London hefir, til mikill- ar gremju fyrir föður sinn, yfirgefið borg- ina og farið til hallar hans, Stanley Towers, sem er uppi i sveit. Fyrir tilstilli sir Alians Mackensic, sem hún hefir áður hryggbrotið, kynnist hún Mary Armstrong, seip býr með móður sinni og bróður, Juliani. Þau hafa áður átt við betri kjör að búa; og nú er það metnaður Julians að vinna sig upp, vegna móður sinnar og systur. Stuttu eftir komu Sergiu býðst Juliani há staða við verksmiðju. En það dregur úr ánægju hans, þegar hann fer að gruna, að það sé Sergiu að þakka. Nú á Sergia von á gestum til Stanley Towers; hún kemur því til Mary snemma um morg- un daginn áður og fara þær út að ganga. Það kvelur Mary, að Julian bróðir hennar hefir andúð á Sergiu. Stanchester lávarður kemur til Stanley Towers og Sergia býður systkinunuiri í veizlu þangað, en Julian vill ekki fara. Hann undirbýr opnun nýja lestr- arsalsins. Sergia meiðir sig á dansleiknum og Julian bindur um handlegg hennar. Julian fær Sergiu til að hjálpa Oldcastle bónda, gegn áreitni manns að nafni Varden. Sergia hjálpar Oldcastle með peningagjöf. En einmitt um þet;ta leyti verður sprenging í verksmiðjunni og um tuttugu manns slas- ast hættulega. hafði lofað honum því, að hvorki hann, né kona hans og böm skyldu skorta neitt; hún skyldi alveg taka þau að sér. Það var mikill léttir fyrir Julian Armstrong að heyra það, því að aðstæður hans til þess að geta hjálpað voru mjög tak- markaðar. Julian blygðaðist sín nú mjög, þegar hann hugsaði til þess, hvernig h£inn hafði dæmt þessa stúlku, Hann hafði ekki haft minnstu ástæðu til þess. „Aldrei hafði mér dottið í hug," hugsaði hann biturlega með sjálfum sér ,,að sá dagur myndi koma, að ég kallaði sjálfan mig ódreng. Og það er nú Sergiu Wierne að þakka, að ég hefi skilið, að ég eigi eftir að læra margt." X. KAFLI. Melurinn og ljósið. Til mikilla vonbrigða fyrir Julian, var komu Sir David Hursts frestað. Julian var mjög kvíð- inn, eftir að sprengingin hafði átt sér stað; hann óttast endurtekningu og var á verði dag og nótt. Hann var mjög ákafur, að glæpamönnun- um væri hengt, en þó að lögreglan gerði allt, sem í hennar valdi stóð, var málið svo flókið, að ekki var hægt að handtaka þá menn, sem voru grunaðir. Þegar Sir David loks kom heim, fannst Jul- iani eins og fargi væri létt af sér. Sir Donald var mjög ánægður með, hvemig Juiian hefði fengizt við málið og lét i ljós aðdáun sina; hann var aðeins hissa á því, að enginn hefði verið tek- inn höndum. „Já, það getur litið einkennilega út,“ sagði Armstrong „en í rauninni er það alls ekkert ein- kennilegt; því þó að hinir sex verkamenn, sem var sagt upp, hafi stofnað til þess, þá hljóta einhverjir að hafa verið samsekir þeim, sem nú eru í þjónustu yðar, og þá verðum við fyrst að finna, til þess að eitthvað sé hægt að gera." „Þrjótamir!" sagði Sir David beizkjulega, „ég sk'al gera allt, sem ég get, til þess að ná i þá, það skal ekki líða iangur tími þangað til þeim verður refsað. Það er langt síðan ég hefi heyrt um svona fúlmennskulegan og lúalegan glæp." „Það hefir að minnsta kosti aldrei verið fram- inn annar eins hér í Stanchester," sagði Julian dálítið utan við sig. Sir David ieit hvasst á hann og tók nú fyrst eftir því, hvað þetta mál hafði fengið á Julian; hann var fölur og leit út eins og hann hefði ekki sofið í langan tima. „Ég skal segja yður eitt, Armstrong," sagði Sir David allt i einu „þetta gengur ekki; þér hafið haft allt of mikið að gera, þessar vökur eru alltof erfiðar, þér megið taka yður frí i tvær vikur." Julian þakkaði, en fullyrti að sér llði ágætlega, svo að það væri engin ástæða til að hann fengi frí, og Sir David skiidi brátt, að JuHan væri svona ófús að fara frá Stanchester. „Eg held það væri mjög óhyggilegt af mér, að fara burtu núna," hélt Julian áfram. „Já, ég skil yður," sagði Sir David glaðlega „þér haldið, að þér séuð ómissandi, eo loflð mér að taka það fram, að það er einmitt þess vegna, að ég vil ekki að þér farið með heilsuna. Þér eruð annars ekki sá eini, sem ég hefi þnrft að talp. um fyrir í dag," hélt Sir David áfram. „Þegar ég fór í sjúkrahúsiö tii þess að líta tll vesling- anna hitti ég lafði Sergiu, sem var að fara út, og ég sver það, að ég varð mjög skelkaöur, þegar ég sá hana, hún var alveg eins föl og þreytuleg og þér. Og það er engin furða, af því að hjúkrunarkonumar sögðu mér, að hún væri þar á morgnana, um hádegið og á kvöldin. Ég sagði við hana, að það væri liklega bezt fyrir hana að hætta sem allra fyrst, að leika hinn miskunnsama Samverja," „Haldið þér, að hún sé veik?" spurði Julíari fljótlega. , , „Hún er ekki veik enn þá,“ sagði Sir David „en hún verður það bráðlega, og það verðið þér líka, ef ekki verða teknar gagnráðstafanir. Sjáið þér til, Armstrong," hélt hann ákveðinn áfram „ég lít alltaf á minn eiginn hagnað, og ef þér viljið ekki fara héðan yðar eigin vegna, þá gerið það mín vegna. Það er erindi, sem ég hugsa, að þér getið rækt fyrir mig í London, þá hlífið þér mér við því að fara, og ferðin mun vera yður til heilsubótar og hressingar." „Fyrst þér takið þvi svona, þá verð ég vist að fara," sagði Armstrong hikandi, og eftir að þeir höfðu rætt fram og aftur var ákveðið, að Julian færi. Erindi Sir David var bara fyrirslátt- ur; það mundi ekki taka nema nokkra klukku- tíma, en hann vonaði, að Julian, þegar hann væri kominn af stað, myndi freistast til þess að taka sér lengra frí. Frá því að Sir David kom til baka, hafði hann verið enn þá vingjam- legri við Julian, til þess að hann skyldi ekki halda að honum væri kennt um slysið, sefn hann hafði gert sitt ýtrasta til þess að hindra, og það hefði ef til vill, án árvekni hans og umönnunar, getað orðið enn þá hræöilegra. Þegar Julian sagði frá því heima, að Sir Davíci' vildi að hann færi til London, varð það ákveðið, að hann skyldi fylgja Gertrude Dering til skóla. hennar; því að nú var leyfi hennar á enda. En áður en Julian og Gertrude lögðu af Stað, varð frú Armstrong, sem var veikluð, veikari, Ojf læknirinn lýsti því yfir, að hún þarfnaðist breyt- ingar á dvalarstað. Taugar hennar höfðu ekki getað þolað atburði síðustu daganna. Þegar svona

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.