Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 4, 1944 13 Aðalsnafnið Framhald af bls. 4. Hann gekk út, án þess að vilja hlusta á mótbárur Clöru de Calignac. Þegar hún svo daginn eftir fékk bréf frá Afríku, sem var með utanáskrift henn- ar, og upphafið var svona: „Elsku hjart- að mitt!“ varð hún æf af reiði. En hún las þó bréfið, af því að lestur var eiginlega orðinn henni ósjálfráð at- höfn. Bréfið hafði auðvitað ekki neitt bókmenntalegt gildi, svo að hún hafði enga nautn af því að lesa það. En úr sér- hverju orði mátti lesa ást, sem hún hafði hingað til ekki haft nokkurn grun um. Ást, sem lofaði góðu um framtíðina. End- irinn á bréfinu var svo hjartnæmur og þrunginn af kærleik, að roði færðist á fölnaða vanga gömlu konunnar. Hún skrifaði utan á umslagið: „Ég opnaði bréfið, en það er ekki til mín.“ Síðan sendi hún eftir dyraverðinum og sagði honum, að hún óskaði þess, að tekið væri fyrir þessa óhæfu. Hann yrði auk þess að reyna að ná í heimilisfang þessar- ar persónu, sem leyfði sér að nota fjöl- skyldunafn hennar, sem allir hefðu hingað til virt. „Ég er sammála yður um það,“ sagði dyravörðurinn. „En fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott! Þér hafið nú notið góðs af því, sem dansmærin lét gera við íbúðina: baðherbergið, speglarnir og innbyggðu skáparnir. — Efnahagur hennar var víst nokkuð góður þá. — Það hefir víst kostað mörg þúsund franka, og þér stingið þeim svo að segja í vasann. Annars veit ég núna, hvar hún býr — héma er heimilisfang hennar.“ „Þakka yður fyrir. Þá fer ég þangað.“ Og Clara de Calignac fór þangað, af því að hún var í svo æstu skapi. Það kom í Ijós, að heimilisfangið átti við stóra skuggalega byggingu, sem reynd- ist vera fátækrasjúkrahús. Clöru de Calignac var vísað inn í stofu til fjögra rúmliggjandi kvenna, og sú föl- asta reis upp með miklum erfiðismunum, þegar hjúkmnarkonan ávairpaði hana: „Hér er komin kona, sem vill fá að tala við yður!“ Hinar þrjár, sem höfðu lyft höfðinu frá koddanum, lögðust aftur. „Já — já — það var —,“ hóf fröken Calignac máls. En svo þagnaði hún. Og sjúka konan leit á hana með ótta og skelfingu í augum. Það hlaut að vera einhver, sem hún skuld- aði! „Gjörið svo vel að fá yður sæti, frú.“ Hún var lagleg, hin falsaða fröken de Calignac. Sjúkdómurinn hafði afmáð hið lítilmótlega í svip hennar, og hún líktist deyjandi barni, þar sem hún lá þarna í fátæklegum náttkjól með hárið skipt fyrir miðju og þreytulegar hringlausar hendur ofan á sænginni. „Já,“ sagði fröken de Calignac aftur, mjög lágt, og rödd hennar var full með- aumkunnar — „ég vildi bara segja yður frá því, að ég er flutt í íbúð yðar í Camp- de-Mars, en ég vil vitanlega ekki nota mér það, sem þér hafið lagt í íbúðina, án þess að borga yður— og ég bið yður þess vegna um, að taka á móti þessum þúsund franka seðli.-Svo var það líka annað, sem ég vildi segja yður. — Maður, sem er í Afríku hefir ekki gleymt yður. Næst þegar ég kem, skal ég koma með blómin frá hon- um til yðar. — Nú verðið þér að gæta að heilsu yðar og vera hugrökk. — Jæja ver- ið þér sælar — ungfrú de Calignac—.“ Gamla konan gekk hægt út um dyrnar, — en í rúminu lá litla dansmærin alveg utan við sig af hamingju og kramdi stóra peningaseðilinn milli mjórra fingranna. Hinar konurnar lágu og teygðu fram höfuðið og gáfu hver annari merki. Þær voru að rifna af forvitni, eins og allir sjúkrahússjúklingar, á öllu, sem viðkern- ur lífinu fyrir utan veggi sjúkrahússins. „Hver ætli þetta hafi verið?“ hvísluðu þær sín á milli. ^iiiu 1111111 iiiiiiiiiiiiiiii•■•1111 iiiiiiiiiiilllll■lll■l■lllllllll( </, DÆGRASTYTTING Öfugmælavísur. Svanurinn fjaðrir svartar ber, situr hann oft í klettum, hrafninn býr til hreiður sér á hranna bárum sléttum. Sauðurinn stóran hefir hóf, hestar á klaufum ganga. Allir hafa elsku á þjóf, sem iðkar breytni ranga. Orðaþraut. ALIN S K AH ÁS AR ÁRIÐ RUGG ÆRIÐ AKIÐ Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það nafn á húsi nokkuru. Lausn á bls. 14. Syndapokarnir. Einu sinni var prestur mjög vandlætingasam- ur. Hann kenndi mönnum hart og sagði áheyr- endum sínum hræsnislaust til syndanna. I sókn- inni bjó kona ein gömul. Hún kom sjaldan sem aldrei til kirkju, og átaldi prestur hana oft og kvað hún mundi 'naumast fá inngöngu í himna- ríki, ef hún vanrækti svo mjög kirkjuna. Kerling hirti ei um það. Leið svo nokkur timi. Einu sinni sýkist kerling. Lætur hún þá sækja prest og biður hann um að þjónusta sig, því að hún segist vera mjög angruð orðin af illgjörðum mann- anna. Prestur bregður við skjótt og finnur sjúk- linginn. Ætlar hann nú að fara að tala um fyrir kerlingu, því hann sá, að hún var mjög angr- uð. Kerling segir, að hann skuli fyrst heyra hvað sig angri mest. Prestur játti því og hlustar nú vandlega á sögu syndarans. Kerling segir þá: ,,Mig dreymdi fyrir skömmu, að ég þóttist koma til himnaríkis. Þar barði ég að dyrum, því mér var kalt, og ég vildi komast í húsaskjólið. Þar kom maður til dyra og hafði stóra lyklakippu í hendinni. Ég spurði hann að heiti. Hann sagðist heita Pétur. Kannaðist ég þá við manninn og bað hann að lofa mér inn. Pétur segir: „Nei, hér áttu ekki að vera.“ „Æ, lof mér inn,“ sagði ég, „mér er svo ógnarlega kalt; lof mér rétt inn fyrir hurðina." „Nei, það er af og frá,“ segir Pétur. Ég sá að það var ógnarstór skemma á hlaðinu, og bað ég því Pétur að lofa mér þar inn. Það sagði hann ég skyldi fá og lauk nú upp skemmimni. Þá varð ég fegin og hljóp inn, en Pétur stóð í dyrunum. En þegar ég kom inn, Þetta er skrokkur franska skipsins Normandie. Á myndinni sést hann lyftast upp úr leðjubotni Hudsonsflóans. Skipið hefir verið gert upp og er nú i þjónustu Bandaríkjanna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.