Vikan


Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 3

Vikan - 27.01.1944, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 4, 1944 Póstferðirnar og samgöngutœkin Framhald af forsíðu. f Imargar aldir var „þarfasti þjónninn,“ hesturinn, eina farartækið á landi hér. Hann vann, og vinnur enn, sitt hlutverk af mikilli prýði og er sannur vinur flestra þeirra, sem með hann fara. Þá voru troðnir götuslóðar einu vegirnir og torfærur miklar í öllum landsfjórðungum. En allt er breytingum háð, líka hér, á hinum svokallaða „hjara veraldar.“ Fyrst komu vagnarnir, svo bílarnir og síðan flug- vélarnar, sem eiga eftir að gjörbreyta samgöngum á íslandi. Póstferðir hér á landi hófust á því, að Ari nokkur Guð- mundsson fór gangandi með póst frá Reykjarnesi við ísa- fjarðardjúp að Haga á Barðaströnd, fyrir atbeina sýslu- mannanna Jóns Arnórssonar á Reykjanesi og Davíðs Schev- ing í Haga. Vegalengdin var talin 5l/j þingmannaleið og fór Ari hana fram og aftur á 16 dögum. Fyrst var pósturinn hafður í lítilli leðurtösku; síðan komu póstpokar til sögunnar og skrínur, sem lengi voru notaðar. „Fyrsti vagninn, sem hér var notaður til póstflutninga, Gamli tíminn! Á þessari mynd sjást „þörfustu þjónamir“, spenntir fyrir póst- vagnana, og dugmiklir og dyggir póstar að leggja upp í ferð austur fyrir fjali: Lestin er á Hverfisgötunni í Reykjavík, fyrir framan Gasstöðina. Við fremsta vagninn stendur Hans Hannesson, sem hafði á hendi póstferðir austur að Odda og Garðsvika um 20 ára skeið, en hafði áður verið póstur á norðurleiðinni og víðar annað 20 ára tímabil. Við annan vagninn stendur Sigurður Gíslason, er síðar varð lögreglumaður I Reykjavík. Hann var 12 ár samfleytt í austurferð- um með Hans pósti, dugnaðarmaður hinn mesti. (Myndin er úr Söguþáttum landpóstanna). En farartæki nýja tímans geta líka set- ið föst í snjóskafli! Hér eru stórir bílar að fara gegnum snjó- skafl á Reykjaheiði. Jón póstur Jónsson í Galtarholti að leggja af stað í póstferð. Hann sá um póstferðir milli Borgarness og Staðar í Hrútafirði, frá því um vorið 1905 og í rúm 25 ár........ yfir eina af verstu heiðum, sem póstar hafa orðið að leggja leið sína um, og marga svaðilför hefir Jón farið yfir Holtavörðuheiði, og þeir frændur, hann og Jóhann í Fornahvammi.“ Kunnugir segja, að Jón hafi verið „þrautgóður og æðrulaus, þótt skyndi- lega syrti í lofti, og fönn væri fyrir fæti“, en stundum mátti ekki milli sjá, „hvor sigraði, stórhríðin og frostið, eða karlmennska póstsins og árræði“. (Myndin er úr Söguþáttum landpóstanna). var með fjórum stórum hjólum, en mjóum gjörðum, er skárust ofan í misjafna vegi, þótt léttur væri í drætti á hörð- um vegi. Yfirbyggður var hann, með blæjum til skjóls, og rúmaði 4—5 menn ásamt miklum farangri. Fargjöld og flutningsgjöld voru þá nokkuð lægri en síðar varð. Fyrir vagninum gengu tveir hestar í senn, og var skipt um í Ölfusinu. Vagn þessi var pantaður frá Ameríku, var eigandi hans Þorsteinn J. Davíðsson, sem þar hafði verið áður. Hann gerðist póstur og fór fyrstu ferðina austur frá Reykjavík 17. júní 1900. Hélt hann þeim ferðum uppi um tvö sumur, en fór þó sjaldari sjálfur. Ekill hans var Sigurður Daníelsson, síðar bóndi og veit- Framhald á bls. 7. Nýi timiim! Nú þjóta menn í bifreiðum um þvert og endilangt Island og flestir eru búnir að gleyma því, hve stuttar voru dagleiðirn- ar áður fyrr, þegar ferðast var gangandi eða á hestum. Póstlest í djúpu vatni. Það eru vetrárferðirnar yfir landið þvert og endilangt, sem verða póstunum oft þungar í skauti, þvi að naumast mun sú þóstléið hafa verið til, að ekki gæti verið þar um fleiri eða færri torfærur að ræða. Tæp vöð,. sundvötn, jökulhlaup og veglausar heiðar, allt var þett á leiðum þóstanna. — Hugrekki í vatnsföllum og ratvísi á heiðum uppi gekk sem arfur frá einni kyn1- slóð til annarrar. Á þessari gáfu þurftu póstarnir að halda öllum ro.önnum fremur. — (tJr Söguþáttum landpóstanna).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.