Vikan - 10.06.1948, Page 4
4
VIKAN, nr. 24, 1948
HLJÖMLiSTARMAÐURINN
SMÁSAGA eftir BERTEL BUDTZ MÚLLER
Við eina þverána í skógarjaðrinum stóð
hús hljómlistarmannsins. Hann hafði á
unga aldri yfirgefið ættingja sína, er
bjuggu innar í landinu. Honum geðjað-
ist ekki að landbúnaði. Þótti vinnan erfið
og óskemmtileg. Hann var þó duglegur,
næmur og lagtækur. Hann spilaði á öll
hljóðfæri. „Það verður ekkert úr honum,“
sögðu ættingjar hans. Hann ferðaðist um
allt Vestur-Gautaland, er hann var ung-
lingur. Hann spilaði og gerði við ýmis-
konar verkfæri. Hann gat gert við klukk-
ur, orgel og húsgögn og margt annað.
Svo varð hann ástfanginn í stúlku einn
dag í maí niður við ána, eftir dansleikinn.
Hún bjó í húsi með móður sinni. Þar
settist hann að.
Hann lifði á því, sem hann vann sér
inn á ferðalögum. Hann vat alltaf á ferð-
inni. En æfinlega kom hann glaður og á-
nægður heim til konu sinnar og bama.
Bömin voru nú orðin sex. Hann spilaði
hvem sunnudag í Götlunde-kirkju.
Ættingjar hans vildu fá hann heim aftur.
Þeir höfðu jörð handa honum. Hann neit-
aði því. Og hann neitaði einnig tilboði ætt-
ingjanna að taka tvö elztu börnin. En
það vora telpur.
Hann mælti: „Þær skulu ekki þræla sér
út fyrir hina nízku bændur. En ég er
til með að spila fyrir þetta fólk, mála hús-
gögn þess o. s. frv.“ En þessu lífi fylgdu
freistingar. .
Það var mikið vín haft um hönd á þeim
skemmtunum er hann spilaði á. En hann
gætti sín á meðan konan lifði og kom ætíð
heim með laun sín óskert.
En er konan dó var sem eitthvað slitn-
aði í honum. Einhver stífla losnaði í hug-
skoti hans, og hann varð kærulausari.
Hann fór að drekka meira. Bömin fóm að
líða skort. Við hina auknu vínnautn missti
hann einnig atvinnuna.
Hann varð skjálfhentur. Svo kom
hirðuleysi. Hann kom stundum ekki þó að
hann væri beðinn að spila. Smámsaman
fækkuðu atvinnutilboðin.
Svo varð hann að fara í steinhögg. Hon-
um fannst lífið hafa leikið sig hart. Hann
saknaði konu sinnar. Svo gerðist hann of-
drykkjumaður. Börnin földu sig oft fyrir
honum er hann kom heim á kvöldin, eink-
um dagana sem launin vora greidd. Hann
grét og öskraði, og elztu stelpumar reyndu
að eyða örvæntingu hans. Þær höfðu fyrir
löngu fengið vinnu á nágrannabýli svo litlu
bömin liðu ekki hungur. En suma daga
þurftu þær að sækja skólann og ræsta
heimilið.
Eitt vor, eftir harðan vetur, er hljóm-
listamaðurinn hafði að mestu eytt á flæk-
ingi og í drykkjuskap, og hlustað á harðar
ávítur svangra bama sinna er hann var
heima, héldu bömin fund. Þau ætluðu að
gera síðustu tilraunina til þess að fá föður
sinn, er þeim þótti vænt um, þrátt fyrir
allt, til að bæta ráð sitt. Þau mundu eftir
hve góður hann var meðan móðir þeirra
lifði. Þá gengu þau æfinlega södd' til svefns.
Elztu börnin höfðu rifizt við hann, en
það sýndist aðeins gera illt verra. Eftir
rifrildiskviðurnar fór hann á flæking og
svaf í hlöðum og öðram útihúsum. Þar
hitti hann aðra drykkjumenn og nýtt vand-
ræðatímabil hófst.
Systir hans, sem bjó á Suðurlandi, hafði
hitt hann og gert honum tilboð, en hann
var hinn versti, og fékk hún aðeins skamm-
ir. Hún kom heim til svöngu barnanna og
bauð þeim, án hans vitundar, að koma til
sín. Að minnsta kosti vildi hún fá þau
eldri. Hún bað þau að tala um þetta við
hann og fá leyfi hans til þess að þau kæmu
síðar. Hún kvað hann engan föðurrétt
hafa framar. En elztu stelpurnar neituðu
þessu. „Hver átti að sjá um heimilið."
Bömin sögðust verða kyrr og sambúðin
myndi batna. Og konan fór suður hrygg
í lund. Jæja bömin héldu fund, og Bengt
litli, sem var aðeins 5 ára fylgdist með.
Annars skyldi hann ekkert af því, sem
fram fór. Hann fór að gráta er hann sá
hve systkinin voru áhyggjufull og töluðu
um eitthvað illt.
Börnin töluðu um það hvernig þau gætu
| VEIZTU —?
1. Margir vísindamenn telja að „Stone- 1
henge“ sé elzta minnismerki, sem til =
sé. Enginn veit til minja um hvað, eða |
af hverjum það var reist. Hvar er það ? i
2. Hvað heitir höfuðborg Colombiu?
3. Hve há er íbúatala Venezuela?
4. Hvar er þessi setning og hver sagði i
hana. „Ærið fögur er mær sú, og munu f
margir þess gjalda?“
f 5. Hvað merkir „in concreto“ ?
í 6. Hvenær afsalaði Játvarður VIII sér |
völdum í Englandi og hvað hafði hann f
þá ríkt lengi?
1 7. Hvenær er Emest Bevin utanríkisráð- i
herra Bretlands, fæddur?
f 8. Hvenær var Hitler sýnt banatilræði á 5
flckksfundi í Miinchen ?
: 9. Hver var það, sem fann upp stein- i
prentunina (litografi) og hvenær var i
það ?
| 10. Hvar er fjallstindurinn Olympos og i
hvað er hann hár?
Sjá svör á bls. 14. i
jiiiiimiiiiiiiimi11imi■■■ iiii• mimi■ iiiiiii■■■■ ■■ im111||l||n,lll||l
bjargað föður sínum og gert heimilið vist-
legt.
Nú var vorið komið. Og þau fengu nýj-
an þrótt, nýja von.
„Við skulum gera eins og mamma gerði
þegar vorið kom.
Þegar ekki þurfti lengur að leggja í
vélina gerði hún stofuna hreina og allt
húsið. Hún stráði eini á gólfið og setti blóm
á arinhilluna. Pabbi kemur sjálfsagt ekki
heim fyrr en á morgun, og þá verðum við
að vera búin að gera húsið fínt. Við förum
ekki í skólann í dag og við förum ekki í
vinnuna fyrr en búið er að ferma okkur.
Svo mun pabbi sjá um heimilið og láta
okkur öll vera heima. Annars verðum við
að fara til föðursystur okkar, því að þann-
ig getur ekki gengið að við búum við sömu
hörmungar sem síðasta vetur.“ Nú tök-
um við höndum saman við hreingerning-
una. „Era ekki allir ásáttir um það?“
Þetta sögðu elztu stelpurnar við yngri
systkinin. Og þau samþykktu þetta með
ánægju.
Elzta stelpan, sem var þrettán ára, og
stór eftir aldri, tók að sér stjórnina.
Svo var byrjað á hreingerningunni. Sú
elzta tókst á hendur erfiðustu verkin. Hin
næst elzta var látin þvo garmana og voru
þeir fátæklegir. Þriðja systirin hjálpaði
henni. Tíu ára drengurinn, drengirnir voru
tveir, var sendur eftir kalki er hann gróf
upp sjálfur. Hann hvíttaði arininn. Hann
bar líka vatn inn og skolp út. Svo tók hann
til í útigeymslunni, hreinsaði til umhverfis
húsið og kalkaði stíuna sem geiturnar voru
hafðar í. Þá lagaði hann handriðið og kalk-
aði það. Hann kalkaði einnig rammana
kringum gluggana í húsinu. Litlu systurn-
ar tvær, og Bengt vora send út í skóg eftir
eini. Þau komu líka með blóm og birki-
greinar. Bengt litli fann vepjufjöður. Önn-
ur litla systir hans batt fjöðrina á höfuð
honum með linda, svo hann þóttist vera
Indíáni, og var í góðu skapi allan daginn.
Börnin vora hrædd um að faðir þeirra
kæmi að þessu sinni of snemma heim.
Nú var atvinna hans við hljómlist orðin
það eitt að spila við vor- og haustskemmt-
anir. Hann hafði verið að heiman í marga
daga og sögur voru á kreiki um það, að
hann væri á „fylliríi" í steinnámunum. Þar
hafði frétzt um hann með tvær flöskur af
brennivíni, og einhverjir dónar fylgdu hon-
um eftir. Daginn áður hafði hann séð eitt-
hvað af dætrunum, fengið þeim nokkra
smápeninga og sagzt koma heim bráðlega.
Börnin unnu verk sitt af miklum dugn-
aði. Veðrið var gott og hlýtt og vetrar-
kuldinn var að gleymast. Börnin vonuðu
að verk þeirra bæri tilætlaðan árangur. Er
leið að kvöldi sáu þau að verkinu yrði lok-
ið á þessum degi. Um sólsetur voru sum
barnanna send í njósnaferð upp i skóginn.
Er þau komu aftur, sögðu þau að allir
hefðu verið að ganga til náða í námu-
hjöllunum. Þau höfðu rekizt á einn af
félögum föður síns, kvað hann föður þeirra
Framhald á bls. 14.