Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 23, 1949 3 Páskaferð að Hagavatni 1949 Þegar Guðmundur frá Mið- dal spáði því í blaðagrein fyrir 12-15 árum, að jöklar og há- fjöll landsins mundi verða leik- vangur íslenzkar æsku, þótti það fjarstæða. En nú er þetta orðin staðreynd. Um hverja páska fara t. d. margir hópar á hina ýmsu jökla, svo sem Tindafjallajökul, Eyjafjallajök- ul, Langjökul, Snæfellsjökul og fleiri. Skálar hafa verið byggð- ir ýmist á jöklum þessum, eða við rætur þeirra, og eru skál- arnir mikið notaðir. Vikan fór þess á leit við einn af ferðahópum þeim, er sóttu til háfjallanna um síðustu páska, að fá nokkrar myndir úr ferða- laginu og birtast þær á forsíðu þessa blaðs. Sá hópur manna, er hér um ræðir, hefur um margra ára skeið farið saman til fjalla um páskahelgina, og að þessu sinni lögðu þeir leið sína að skála Ferðafélagsins við Hagavatn, sem er við rætur Langjökuls. Lögðu þeir upp frá Haukadal í Biskupstungum á skírdagsmorgun, sjö saman, með farangur sinn á þrem sleð- um. Alls voru þeir félagar níu í ferðalagi þessu, en tveir þeirra fóru lausir á skíðum sínum á undan til þess að komast sem fyrst um daginn að skálanum, því þeir áttu von á því, að flug- vél, sem fljúga átti norður þann dag, varpaði gæruskinnspokum niður í námunda við skálann. Þótt bjart væri yfir, fyrra hluta dagsins, kom þó flugvélin ekki, og varð aldrei úr því, að þessi tilraun færi fram, vegna óheppi- legra flugskilyrða þá og næstu daga. Það kom þeim félögum þó ekki að sök, þar sem þeir treystu ekki einvörðungu á þá flutninga, en höfðu með sér annan léttari viðleguútbúnað til vara. Frá Haukadal er upp fjalls- hlíð að fara, og sóttist þeim fé- lögunum með sleðana ferðin seint, vegna óvenju þungrar færðar. Urðu þeir þráfaldlega að ganga allir á einn sleða í senn til þess að draga og ýta honum upp brekkurnar, og sel- flytja þá þannig langar leiðir. En enginn sagði „flýttu þér“ og því var öllu tekið með ró, og bá er komið var upp á fjallið var tekinn upp ,,primus“, (Sjá forstðu) bræddur snjór og borðað og drukkið. Aldrei höfðu félagarnir séð annað eins fannkyngi á þessum slóðum. Rétt svo að fjöllin stóðu upp úr! Allan skírdag var dregið og dregið, og dagur- inn dugði ekki til. Þegar nóttin var skollin á, ákváðu félagarnir að taka á sig náðir í hinni mjúku mjöll. Snjórinn var ekki hentugur til húsagerðar og því tekið það ráð að grafa mikla gryfju og refta yfir með skíð- um og snjókögglum. Þegar allir voru seztir inn og primusinn byrjaður að suða, svifu menn inn í ríki draumanna. Snemma næsta morgun var haldið af stað. Bjart var yfir öllu og sást Einifell vel, en handan við það stóð sæluhús Ferðafélagsins, sem þeir félag- ar ætluðu að dvelja í. Daginn áður var dimmviðri og gengið eftir áttavita lengst af. Nú blöstu við þeim tignar- legir hnjúkar, sem teknir hafa verið í tiginna fjalla tölu og og nefndir Jarlhettur. Milli þeirra skín á skalla Langjökuls. Þótt veðrið færi batnandi, var dráttarfæri enn svo þungt, að félagarnir tóku það ráð að draga allir sjö einn sleðann í skálann, en skilja hina eftir við varðaðan hraunhól og sækja þá síðar. Þegar félagarnir höfðu búið um sig í sæluhúsinu á föstudag, buðust þrír þeirra að fara til að sækja annan af sleðum þeim er þeir skildu eftir um nóttina. Varð það að lokum all ævin- týraríkt ferðalag, því þegar þeir, undir kvöld, voru komnir á þær slóðir, sem sleðamir voru geymdir, var skollið á slíkt dimmviðri að ekki reyndist ger- legt að sjá sleðana. Ekki vildu þeir koma sleðalausir í skálann og hugðust bíða eftir því að rof- aði til, en óveðrið jókst og þar eð þeir höfðu ekki búnað til að grafa sig í fönn, kom þeim sam- an um að „skreppa" til Sigurð- ar að Geysi, en hann hafði áður veitt þeim góðan beina. Vom þetta hinir vöskustu skíðamenn og komu um nóttina að Geysi. Morguninn eftir var komið bezta veður, og gekk ferð þremenning- Snjórinn var ekki hentugur til húsagerðar og því tekið það ráð að grafa mikla gryfju og refta yfir með skíðum og snjókögglum. anna að óskum, því nú var auð- velt að sjá sleðana, er þeir komu í hraunið. Höfðu þeir ekki dvalið lengi við sleðana, er þeir sáu til ferða félaga sinna úr skálanum, sem hafði verið farið að lengja eftir þeim og voru nú komnir til að vitja þeirra og vistanna. Urðu þarna fagnaðarfundir, en síðan gengið til sæluhússins í sólskinsskapi og er ekki að orðlengja það, að næstu þrjá daga hlutu þeir hið góða hlutskipti, skíðaferðir í hinu dásamlega umhverfi skál- ans, sólbað í snjóbyrgjum og að lokum góða heimkomu. Þátttakendur í för þessari voru: Eggert Guðmundsson list- Æskulýðshöll 9. febrúar 1948 boðaði hr. Sigurgeir Sigurðsson biskup formenn flestra æskulýðsfélaga í bænum á fund að heimili sínu. Var til fundarins boðað til þess að mynda samtök æskulýðsfél- laganna um það stórmál, sem verið hafði á döfinni um 6 ára skeið, að reisa æskulýðshöll í Reykjavík. Á fundi þessum undirrituðu formenn svohljóð- andi ályktun: „Vér undirritaðir formenn æskulýðsfélaganna í Reykjavík lýsum hér með yfir því, að vér munum hér eftir vinna saman og hver í sínu félagi að því að hrinda í framkvæmd byggingu æskulýðshallar í Reykjavík svo fljótt sem verða má. I því skyni viljum vér fá í lið með oss öll æskulýðsfélög bæjarins, stofna samband þeirra, er hafi forystu um framkvæmdir af hálfu æsk- unnar og vekja hina félags- bundnu og ófélagsbundnu æsku málari, Engilbert Sigurðsson verzlunarmaður, Hrólfur Bene- diktsson prentsmiðjustjóri, Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi, Ölaf- ur Maríusson verzlunarmaður, Ólafur Ólafsson verzlunarmað- ur, Pétur Sigurðsson verzlunar- maður, Sigurður Jónsson bakari og Þór Sandholt arkitekt. Jöklasöngur fer&afélaganna. Jarlhettur við jöklarönd sem jötnar fylkja sér. Handan þeirra í hyllingum hvíta gullið ber. Lýsir sól um Langjökul og ljóma á vatnið slær. Til þín sækjum tign og þrótt þú tæri fjallablær. í Reykjavík til skilnings á málinu og þeirri staðreynd, að sameinaðri er henni sigurinn vís.“ Undir þessa ályktun rituðu t. d. formenn stærstu í þrótta- félaganna í bænum, formenn skólafélaga, kristilegra félaga, stúdentafélaga og síðar for- menn allra stjórnmálafélaga ungra manna í bænum, sem standa einhuga í þessu máli. Þetta skjal má að réttu lagi teljast stofnskrá B.Æ.R. (Bandalags æskulýðsfélaga í Reykjavík), því að í framhaldi af þessum fundi hjá biskupi var boðað til stofnsþing og var B.Æ.R. formlega stofnað 1. marz 1948. • I bandalaginu eru 33 félög og meginstefna þess er nú að vinna sleitulaust að því, að reist verði æskulýðshöll í Reykjavík. Upphafsmaður æskulýðshall- Framháld á bls. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.