Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 4

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 23, 1949 Carl Rango: HÖlldÍíl Pilip Hede skrifstofustjóri (fæddur Andersen) hafði altaf verið mikið kvennagull. Hann var karlmannlegur út- lits, hávaxinn og herðabreiður, með snot- urt andlit, sem minnti á Melwyn Douglas, og auk þess klæddist hann stöðugt vel saumuðum og vel pressuðum fötum. Skrifstofustjórinn gekk um hinar ýmsu deildir fyrirtækisins, á meðal allra stúlkn- anna er þar unnu, eins og hani vappar um hænsnagarð. Um leið og maður leit inn í deildina þar sem hann vann, varð maður þess samstundis áskynja að hann mundi velja sér skrifstofustúlkur af hinni mestu vandvirkni og smekkvísi. Ungfrúrnar Darwall og Sten, í bók- haldinu, voru fortakslaust mjög freist- andi, grannar og fagurvaxnar, og með eitthvað meira og minna ákveðinn löng- unarglampa í augunum, sem í annari voru blá en í hinnli brún. Þær hötuðu vissulega hvor aðra, en hvaða kvenfólk hatast ekki? Báðar voru þær að vísu á- vextir er skrifstofustjórinn hafði þegar bragðað á og fundizt sérlega lystugir, meira að segja ljúffengir, en samt sem áður dálítið einhæfir. Ungfrú Darwall hafði kostað hann álitlega upphæð fyrir silkisokka, og Sten hafði gerzt svo óskammfeilin að heimta pels af honum. — Þegar deyfðin ætlaði að gera út af við skrifstofustjór- ann, borðaði hann við og við morgun- eða hádegisverð með annari hvorri þeirra. Sem sagt, Hede skrifstofustjóri var sælkeri í aldingarði ástarinnar. Svo hafði hann einnig elskað ungfrú Arenman í „skýrslugerðinni“ um tíma. Hún var líka af þeirri tegund kvenna, sem karlmaðurinn ósjálfrátt laðast að og fell- ir ástarhug til. Auðsveip eins og kattar- grislingur með slægðarsvip á brá. Það hafði kostað skrifstofustjórann talsverða fjárhæð að slíta tengslin við hana, en nú var það gert. Ungfrú Arenman hafði opin- berað trúlofun sína með fulltrúa einum í fyrirtækinu, skömmu síðar. Ungfrú Wrangby sló niður í fyrirtæk- ið beint úr efsta bekk einhvers vin- sælasta kvennaskólans í landinu. Hún var dóttir Wrangby óðalsciganda á Wrangby. Hún var einna líkust hind. Hún var ljós- hærð, og grönn eins og viðja. Hún var nákvæmlega tuttugu ára. Hede skrifstofustjóri virti hana fyrir sér eins og sá sem veit hvað hann syngur og vih hefur á. Kynþokki, tautaði hann. Kynþokki, alveg fram í fingurgóma. Vegna síns þaulæfða næmleika fyrir kon- um og kvenlegri fegurð, veittist honum að mynda sér skoðanir á hverju einasta smáatriði varðandi líkama hennar, sem kom greinilega í ljós undir aðskorinni silkiblússunni, undir stuttu pilsinu og hinum næfurþunnu silkisokkum. á glugganum \ Ávöxtur, vel þess virði að lesa, hugs- aði hann — en ávöxtur sem varð að les- ast með gætni. í nóvember byrjaði hann með var- færnislegum könnunar-aðgerðum, en fór sér að engu óðslega. Til þess var hann alltof herkænn. Hann sótti hægt, mjög hægt á. Fyrst saklaust boð í eftirmið- dagskaffi, seinna alveg jafn saklaust boð í gildaskálanum. Eftir nokkrar vikur notalegur hádegisverður í glæsilegu hóteli. I desember-byrjun var komið að kvöld- verði og dansi á eftir. Hann andaði að sér ilminum af hinum forkunnarfagra líkama hennar og naut til fullnustu vissunnar um hversu óviðjafn- anlegur hann hlyti að vera, bæði það af honum sem var hulið og eins það sem sást í gegnum þunnan kvöldkjólinn henn- ar. „Þér ættuð að taka yður frí mn nýárið, ungfrú Wrangby,“ sagði hann hæversk- lega. Bláu augun hennar leiftruðu eins og stjörnur. „Það myndi vera dásamlegt!“ svaraði hún. „Haldið þér virkilega að ég myndi geta fengið frí?“ Skrifstofustjórinn virti alla þessa ó- mælanlegu fegurð fyrir sér augnablik, og brosti svo lítið eitt. „Það ætti að vera hægt að koma því í kring,“ sagði hann, „með gagnkvæmri vinsemd." Hún brosti eins og engill, um leið og hún sagði: „Þér eruð ágætur, herra Hede!“ --rr-n—-TrrrriiiniuniiniiiniiiimmiimiiimiinMiinini^mi._ r -- """ | VEIZTU -? I 1. Hversvegna er það talið ógæfumerki að | | brjóta spegil? | | 2. Eftir hvern er tónverkið „Finlandia" ? | = 3. Hverrar þjóðar var tónskáldið Karl \ Maria von Weber og hvenær var hann | | uppi ? \ I 4. Hvað er langt til Færeyja frá Islandi ? = 1 5. Hverjar eru helztu eyjar í Skagafirði? | § 6. Hvað nefndist æðsti maður hins forna i alþingis ? I 7. Hvenær var hér svonefnd friðaröld ? i | 8. Hver er eðlisþyngd baðmullar? = 9. Hvert er suðumark blýs? | 10. Hver er ritstjóri Freys? Sjá svör á bls. 14. Skrifstofustjórinn horfði niður með flegnu hálsmálinu og greindi þau undur- samlegustu brjóst, sem hann nokkru sinni hafði augum litið. Síðan pantaði hann tvö glös af léttu víni. Eftir nokkra dansa í viðbót stakk hann upp á gin-hressingu. Ungfrú Wrangby drakk og naut tilver- unnar, því að hún var eðlilega barn sinn- ar aldar og forvitin um gang lífsins. Þegar þau voru búin að drekka nokkr- ar víntegundir að auki höfðu augu img- frú Wrangby fengið á sig þann ljóma sem gerði skrifstofustjórann sælan og ham- ingjusaman. „Má ég kalla þig Sonju?“ spurði hann mjög varlega. Hún brosti á sinn yndislega hátt. „Auð- vitað, kæri Filip!“ Allt í kringum þau dansaði fyrirmynd- ar jazz-æska. Fólkið leit þreytulega og eins og annars hugar hvert á annað, og reyndi að vera Evrópu-legt í viðmóti. Gerði sér upp leiðindi, þótt menn vissu ekki hvað leiðindi voru. Af og til hlóu menn til þess að leggja áherzlu á þeir væru léttlyndir. Þegar skrifstofustjórinn hélt Sonju í fanginu, fann hann að hann hafði tak- mark með lífinu, og að það takmark var fólgið í því að tæla þessa saklausu veru út á hála braut. „Þú ert draumur, Sonja,“ hvíslaði hann í eyra henni, og augu hennar ljómuðu af gleði. „Og þú ert eins og Melwyn Douglas,“ svaraði hún. Á leiðinni heim, sem þau óku í bíl, dáð- ist hann að vangasvip hennar. „Hvert hefur þú hugsað þér að fara um nýárið,“ spurði hann. „Það er ég nú ekki alveg viss um,“ anzaði hún. „Til Norður-Sjálands?“ stakk hann upp á. „Það er of kostnaðarsamt, elsku Filip! Það er alltof dýrt fyrir vélritunar- stúlku . . .“ Skrifstofustjórinn vætti neðrivörina með tungubroddinum. „Mér hefur sjálfum dottið í hug að heimsækja Norður-Sjáland! Hm — ég á við, við gætum orðið samferða. 1 mesta sakleysi, vitanlega! Við gætum skemmt okkur konunglega.“ „Það yrði reglulega gaman.“ Hún hall- aði höfðinu upp að honum. „Það yrði af- skaplega spennandi, elsku Filip!“ Hann kyssti hana með gætni. — Varir hennar voru heitar og mjúkar og sakleys- islegar. Hún tók af skarið. „Við förum saman! En látum það aðeins vera okkar í milli.“ Á sjálfu gamlaárskvöldi komu þau á hótelið á Norður-Sjálandi. Skrifstofustjór- inn hafði annast um að útvega herbergi. Því miður varð hann ofurlítið vonsvikinn þegar hann komst að raun um að honum hafði verið ætlað herbergi á þriðju hæð, en ungfrú Wrangby á annari hæð. Þetta Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.