Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 23, 1949' „Síðan í morgun hef ég reynt að fá svar við ofur-einfaldri spurningu, en loftskeytamaðurinn á þessu skipi virðist ekki kunna með tólin að fara. George Willowby lagði frá sér bæði hníf og gaffal og sýndist vera eymdin uppmáluð. Hann kingdi nokkrum sinnum áður en hann kom út úr sér því, sem hann vildi segja. Hann sneri sér að Fujiwara skipstjóra: „Þessi maður hlýtur að vera að gera að gamni sínu. Það er varla neitt að loftskeytatækjunum ?“ sagði hann. Smávaxni skipstjórinn lét tannstöngulinn nema staðar, er hann var kominn um það bil hálfa leið að munninum. „Það er ekkert að loftskeytatækjunum," sagði hann, „og loftskeytamaðurinn gerir sitt bezta, þótt hann sé ekki vanur. Hann er aðeins vara- maður. Fyrsti loftskeytamaður er alvarlega veik- ur.“ „En það getur ekki gengið —“ „j6g hef spurzt fyrir um það hjá Toyo-maru, systurskipi Kumu-maru, hvort þeir gætu lánað okkur mann, og, ef loftskeytamaðurinn okkar verður ekki orðinn heill heilsu, er til Honolulu kemur, fáum við mann frá* þeim,“ sagði skip- stjórinn og hóf að stanga úr tönnum sinum af nýju. Larkin horfði niður á diskinn, sem rétt í þessu var settur fyrir hann. „Hr. Larkin," — það var skipstjórinn, sem talaði —, „ég leyfi mér að afsaka við yður sér- staklega, að Rodriguez hershöfðingi er ekki staddur til borðs, og hann hefur beðið mig að koma á framfæri við yður afsökun sinni á fram- ferði sínu í dag.“ „Mér skilst, að hershöfðinginn líði skár,“ sagði Larkin. „Hvaða skýringu getui' hann gef- ið nú?“ „Hann segir, að það hafi ekki verið þér, sem réðust á hann. Og honum þykir mjög fyrir, að hafa valdið þessum grun, sem á yður féll.“ „Hvern grunar hann í kvöld?" „Rannsóknum er enn ekki lokið,“ svaraði skip- stjórinn virðulega. „Ég þori að veðja við ykkur, að ég veit, hver réðist á hershöfðingjann," hrópaði Millicent Greeve allt í einu. „Ég á við, það er auðvitað hann — laumufarþeginn! “ „Hver? Laumufarþegi ?“ spurði Larkin. „Já, ég á við, hann hlýtur að vera laumu- farþegi," svaraði Millicent. „Því að ég þekki alla farþegana, bæði þá, sem komu um borð í San Francisco og hina, sem hafa verið með alla leið- ina. Og hann.er enginn þeirra. Þessvegna hlýtur hann að vera laumufarþegi." „Hver?“ spurði Cuttle hinn þögli. „Góði maður," svaraði Millicent, „auðvitað maðurinn, sem gægðist inn um kýraugað á klef- anum minum í gærkvöldi, eða öllu heldur í nótt klukkan hefur verið orðin að minnsta kosti tvö. Ég var í þann veginn að slökkva ljósið og ætlaði að sálast úr hræðslu, ég á við, þegar ég sá and- litið á glugganum. Áuðvitað hvarf það jafnskjótt. Ég fékk ekki einu sinni tíma til þess að æpa. Hann var mjög líkur — •—“ Frú Greeve hall- aði sér yfir borðið og spurði: „Eigið þér bróður, Dorothy ?“ Dorothy Bonner leit spurnaraugum á Larkin. „Segið mér, er þetta samsæri?" spurði hún í tóntegund, sem hún ætlaðist til að væri gaman- söm. „Hvað hafið þið tvö verið að brugga?" Frú Greeve sneri sér að Larkin. „Hafið þér einnig séð hann?“ „Það getur ekki verið," svaraði Larkin og horfði beint í augu ungu stúlkunnar. „Dorothy segir, að hún eigi engan bróður." „Já, en hann var nákvæmlega eins og hún,“ hélt Greeve áfram með áfergju. „Ég á við, ég sá hann svo vel, að ég get dæmt um það, hvað hann var nauðalíkur Dorothy. En auðvitað, fyrst Dorothy segir — —“ Hún hætti í miðri setningu. Óhuganleg þögn greip um sig við borðið. Dorothy Bonner virt- ist ekki skynja annað en matinn á borðinu, en kinnar hennar voru eldrauðar. En roðinn hvarf, er skipstjórinn tók að ræða við brytann á japönsku. Herra Willowby glápti með ólýsan- legri forundrun á Dorothy Bonner. „Já, hvernig er það, skipstjóri, er laumufar- þegi um borð, eða ekki?“ spurði Larkin loks eftir langa þögn. Fujiwara skipstjóri ræskti sig og lagði tann- stöngulinn varlega frá sér. „Það er mjög ósennilegt,“ svaraði hann. „Þegar þess er gætt, að farþegi þessi virðist haldinn morðfýsni mundi þá ekki ómaksins vert að reyna að hafa upp á honum, herra skipstjóri?" „Ég er öldungis sammála yður herra Larkin," svaraði skipstjórinn. „Ef ég mætti koma með enn aðra uppástungu, mundi ég leggja það til að leit yrði hafin með þvi að skoða í kistuna, sem sett var um borð í San Francisco." Það komu skrýtnir drættir í andlit skipstjór- ans. „Ég er hræddur um að það yrði til lítils, því að kínverski maðurinn er dáinn." „Ef til vill,“ sagði Larkin. „En mig grunar nú samt, að maðui'inn sé hvorki kínverskur né dauður. Hversvegna ekki að láta Dr. Bioki líta á hann.“ „Það er ekki siður að raska ró hinna látnu," mælti læknirinn. „Nei, satt er það. Það er heldur ekki fallegur siður að ganga um eins og grár köttur og skera menn á háls. Það hefur að minnsta kosti ekki viðgengizt um borð í þeim skipum, sem ég hef áður farið með.“ „Ágætt!" sagði skipstjórinn. „Ég mun gera eins og þér biðjið. Snemma í fyrramálið." Dorothy Bonner skaut disknum til hliðar og reis upp frá borðinu. „Ég bið yður að afsaka. •— Mér líður ekki rétt vel.“ Hún gekk hratt út úr stofunni. „Sjaldan er ein báran stök,“ sagði Millicent Greeve. „Ég á við, hvað lasleikann snertir. Hvar er þessi Hood, hann kemur aldrei út úr klefa sínum?" Dr. Bioki lyfti gafflinum og gerði með honum nokkrar sveiflur og tautaði fyrir munni sér: „Funayoi arimasu, sjóveiki." „Segið mér nú að sunnan, dr. Bioki! En því trúi ég aldrei," sagði Millicent. „Þér ættuð bara að sjá allan matinn, sem borinn er inn til hans, og hann étur hann allan, því að bakkamir eru alltaf tómir, þegar þjónninn kemur til baka. Hann er ekki sjóveikari en ég.“ „Hann gengur máske með termíta," skaut Larkin inn i. „Þeir éta allt sem tönn á festir, hef ég heyrt." Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Nú er stóri drengurinn hennar mömmu orðinn kúreki. En hvað pabbi verður glaður að sjá Lilla i nýja búningnum. Lilli: Gaman! Mamman (kallar frammi): Lilli, komdu aftur til mín! Mamman: Nú skaltu setjast á hestinn þinn, Mamman (kallar): Komdu, elskan.------------------------------------yndislegt!! og svo skulum við kalla á pabba og lofa hon- Við Lilli ætlum að sýna þér svolítið. um að sjá duglega drenginn sinn. Pabbinn: En hvað það var---------------

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.