Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 11

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 23, 1949 11 Framhaldssaga: Beishur* dryhhur 24 Ástasaga eftir Anne Duffield Ráðsmaðurinn, því að þetta var hann, reis upp og gekk til hennar sínum rólegu skrefum. „Ekkert frú Celía, ég kom bara------“ „Farðu strax heim aftur. Eru vinnumennirnir ekki að tína döðlublóm í dag?“ „Jú, frú.“ „Þá átt þú að sjá um, að það sé allt i lagi.“ Hún stóð upp. Negrinn stóri glotti við tönn, en hin skipandi rödd Celíu hafði samt þau á- hrif á hann, að hann svaraði með samblandi af virðingu og tilfinningu þess, að hann mætti sín lítils. „Ég er að fara, frú Celía, ég kom hingað ein- ungis til þess að kæla mig dálítið." ,,Það geturðu gert, þegar vinnu er lokið. Farðu strax til starfa þinna!“ „Já, frú Celía.“ Svertinginn snautaði burtu. Celía stóð kyrr, þar til hún hafði séð hann ganga eftir stígn- um, sem lá að ávaxtalundunum. Svo sundlaði hana, hún greip um grein til þess að verja sig falli. Hún dró þungt andann, eins og hún hefði hlaupið langa leið og andlit hennar var dauða- bleikt. „Ég verð að fara heim! Hann getur vel kom- ið til baka.“ Með erfiðismunum tókst henni að halda af stað. Hún treystist ekki að fara sömu leið og svert- inginn, hún var hrædd um að mæta honum á leið sinni. Hún varð að fara eftir ströndinni. Hún hélt eins og leið lá út á ströndina, yfir allar torfærur, rætur og fallna stofna, dý og pytti. Hún var öll orðin óhrein og blaut og móð af hlaupunum. Henni fannst hún aldrei ætla að komast út á sandana. Loksins komst hún þangað, fann aftur fast land undir fótum. Hún nam staðar eitt andar- tak, en tók svo til fótanna. Loks komst hún að bryggjunni. Þar stóðu tveir svertingjar og voru að dytta að seglbátnum. Þeir litu upp stein- hissa, er hún nálgaðist þá, en buðu henni kurt- eislega góðan daginn og héldu svo áfram verki sínu. Ekki kom þeim það við, hvað frúin þeirra væri að gera. Hún var nú komin á öruggan stað, en hún flýtti sér allt hvað af tók upp langa stíginn upp á grasþrepin, sem láu umhverfis húsið. Með öndina í hálsinum, hlaupandi við fót, beygði hún fyrir hornið á húsinu og sá, að Lance sat á flötinni og var að borða morgunverðinn. „Celía! Hvað í ósköpunum — ?“ Hann spratt á fætur. „Ó, Lance, ég var svo hrædd." ,,Við hvað varstu hrædd? Hvar hefurðu verið? Hvernig hefur þú blotnað svona?“ „Ég var niðri á vætusvæðinu.“ „Settu þig, barn." Hann ýtti henni niður í stól og tók að tína af henni plöggin. „Þú ætt- ir að vera skynsamari, Celía. Þú verður ein- ungis veik af þessu. Hvað í ósköpunum varstu að gera þar niður frá?“ „Ég fór þangað bara að gamni mínu. Ég fer þangað svo oft. Það er svo svalt þar og notalegt, mér líður svo vel þar.“ „Þú hefur skrýtnar skoðanir. Það er and- styggilegt þar.“ „Ég fer þangað heldur aldrei aftur," sagði Celía með viðbjóði. „Já, það vona ég. En hvað var það, sem þú varst hrædd við?“ „Það var Job!“ svaraði hún. „Job!“ „Já, ég sat þar hjá vatninu og leit skyndi- lega upp og varð þess þá var, að hann glápti á mig.“ „Það hefur varla verið saknæmt, þótt hann hafi glápt á þig. Hann hefur líka sizt átt von á því að finna þig þarna.“ „Það var ekki það,“ sagði Celía. „Það var svipur hans. Ég hugsa, að hann hafi elt mig.“ „Vitleysa!" hrópaði Lance. „Hví skyldi hann vera að því?“ „Þeir — þeir gera það — stundum —.“ „Ekki á Blanque, það veiztu fullt eins vel og ég. Við höfum ekkert þesskonar hér og höf- um aldrei haft.“ „Job er ekki Blanque-svertingi." „Góða Celia,“ sagði hann fullur þolinmæði. „Job er ráðsmaður minn, Getur þú í alvöru trúað þvi, að hann vilji fleka eiginkonu mína?“ „En — hann kom — og stóð þarna — og glápti á mig.“ „Auðvitað." Hann hefur verið steinhissa á því að sjá þig þama.“ „Hann átti ekkert erindi þangað niður eftir, Lance." „Hann hefur skýlausan rétt til þess að fara alla sinna ferða. Sumir svertingjanna eiga lika kanóana sína þarna. Nú verður þú að herða þig upp, Celía mín. Þetta er hlægilegt." Og er honum flaug annað í hug, bætti hann við: „Hvað gerðir þú, þegar þú sást hann. Þú hefur þó aldrei verið svo kjánaleg að hlaupa burtu. Ef þú hefðir gert það------“ „Nei það gerði ég ekki,“ svaraði Celía hvasst. „Ég spurði hann, hvað hann væri að gera þarna og sendi hann síðan til vinnu sinnar." „Það var rétt, og hann hefur auðvitað hlýtt?" „Já.“ „Nú, hvaða veður þarf þá að gera út af þessu. Þú getur sjálf -----“ „Ég sá andlit hans. Það gerði mig hrædda. Ég er viss um, að hann var að að elta mig.“ „Góða barn, það hefur honum aldrei dottið í hug. Þú mátt ekki ganga með svona grillur. Hugsaðu þér, hversu erfitt þú gerir mér fyrir, ef þú ferð að þjást af negrahræðslu." „Það geri ég alls ekki. Ég er allsendis ó- hrædd við alla aðra. Mér þykir vænt um þá, en ég óttast Job, og ég vildi óska þess, að þú mundir losa þig við hann.“ „Ég hef enga ástæðu til þess. Hann er bezti ráðsmaður, sem ég hef nokkurn tíma haft. Auk þess á ég honum líf mitt að launa, eins og þú veizt. Ég hef sízt í hyggju að losa mig við hann, mér finnst það ekki næg ástæða þótt þú hafir andstyggð á honum, andstyggð, sem er í fyllsta máta óréttlát og ranglega til fundin." „Er ekki til neins, að ég biðji þig þess, Lance? Ef ég segði þér að ég er verulega hrædd við hann?“ „Ég vil alls ekki, að þú sért hrædd," sagði hann og reyndi að stilla sig. „Þú hefur enga ástæðu til þess. Geturðu ekki treyst mínum orðum ?“ „Svo — þú vilt þá ekki senda hann burtu?" „Nei, aldrei," hrópaði Lance, sem nú hafði misst þolinmæðina. „Reyndu að haga þér eins og heilvita mannesltja. Og hættu að ráfa um niðri á vætusvæðinu. Ef þú ert að slíkri fásinnu, er sízt að undra, þótt negrarnir glápi á þig. Og ég ætla að biðja þig að vera ekki með þessar vitleysis grillur í höfðinu. Negrarnir gera þér ekki neitt, en ef þeir verða hræðslu varir hjá hvítu konunum er ekki að sökum að spyrja, þá verður að taka afleiðingunum. Skilurðu það?“ „Já, ég skil það. Celía reis á fætur. „Ég verð að skipta um föt. „Fáðu þér heitt bað,“ sagði. Lance. Hún tók skó sína og sokka og gekk inn í húsið. Hún var enn mjög föl, en hún fór í heitt bað og hafði fataskipti með mestu rósemd. Hún mátti exki láta undan, hvorki undan tilfinning- um sinum né hræðslu. Barnsins vegna varð hún að sýna stillingu. Henni sárnaði mjög við Lance. Það var illa gert af honum að senda manninn ekki í burtu, þar sem hún var svo hrædd við hann. Og þó — var það? Lance trúði sögu hennar ekki, að því leyti hafði har.n rétt fyrir sér. Og hefði hún á röngu að standa, var það í sannleika hin mesta vonzka að reka Job. En Celíu hafði ekki skjátlast. Hvers vegna vildi Lance ekki trúa henni? Af því Job tilheyrði honum! Hafði verið á Fairfax miklu lengur en Celía sjálf. Og enginn, sem tilheyrði Lance, gat gert neitt rangt. Nú, það hafði hún raunar vitað áður, svo að það kom henni ekki spánskt fyrir. Hún varð líka að taka því. En hún yrði að gæta sin. Hún ætlaði aldrei að fara ein langt frá húsinu. Ef til vill hafði hún verið hrædd að ófyrirsynju. Þegar öllu var á botninn hvolft, gat vel verið, að hún grunaði hann um allt hið illa, af þvi að hún gat ekki þolað hann fyrir óskammfeilnina og uppvöðslusemina, sem hann bar utan á sér. Hún var þó allténd lcona húsbónda hans og herra. Maðurinn gat ekki verið svona heimsk- ur, hann vissi, hvað það mundi kosta hann, — lífið — og það ekki á sem þægilegastan hátt. „Ef til vill hef ég verið ímyndunarveik," hugsaði Celía. „Ég ætla ekki að hugsa meira um það. Ég get verið alveg róleg hjá Lance.“ Samt var hún mjög föl ennþá og út úr augum hennar skein hræðsla, er hún kom niður aftur. Lance var þó einskis var. Hann tók við henni brosandi og sagði: „Er allt í lagi með þig núna, elskan? Gott! Ég vil alls ekki að skynsama konan min sé að berja einhverjar grillur inn í sig. Og nú þarf ég að fara!“ „Getur þú ekki verið hjá mér í dag? mig langar til að sigla." „Því miður, Celía mín, en ég þarf að hitta mann frá Norfolk. Hann vill kaupa kartöflur. Það mundi verða mér til mikils hagnaðar, ef ég gæti gert samning við hann.“ „Getum við staðið við hann, Lance?" „Það veit guð. En ég hætti á það. Fairfax þárfnast peninga. Stundum finnst mér eins og ég muni missa það út úr höndunum á mér, Celía." „Elsku Lance!“ Hún gekk fast að honum og stakk hendnni inn í handarkrikann á honum. Hann horfði raunalega á hana „Celía, ég gæti ekki afborið það, ef — .— " „Nei, nei,!“ Hún huggaði hann eins og hún mundi hugga lítinn dreng. Þú þarft ekki að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.