Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 7

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 23, 1949 7 Höndin á glugganum Framhald af bls. Jf. flækti fyrirætlanir hans. En gamlaárs- kvöld er nú einu sinni gamlaárskvöld, og hann mátti yfirleitt lofa hamingjuna fyrir að honum heppnaðist að útvega tvö herbergi. Á hótelinu var nýja árinu fagnað á gáskafullan hátt með dansi og glaum og gleði, og hljómsveitin og hvinurinn af þjótandi kampavínsflöskutöppunum gerði sitt til þess að fjörga gestina. Sonja var eins og draumur í dós. Skrif- stofustjórinn gat ómögulega horft sig mettan á þessa dásamlegu skógardís er hann hafði uppgötvað. Þessi saklausa skólatelpa var allt í einu og fyrirvara- laust orðin að freistandi kvenveru, hjúp- uð hvítu silki sem undirstrikaði svo ræki- lega sem verða mátti hverja einustu línu og bungu á fullkomnasta líkamanum sem skrifstofustjórinn nokkurntíma hafði gert sér í hugarlund að til væri. Á yfirborði þessa einkennilega mjúka efnis sá hann móta fyrir öllum undursamlegustu dá- semdum kvenlegrar fegurðar. Brjóstin, mittið, lærin . . . „Ef pabbi sæi mig núna myndi hann fá snert af slagi!“ sagði hún og augu hennar funuðu yfir kampavínglasið. „Draumadís," sagði skrifstofustjórinn, „veiztu að þú ert hættuleg fyrir karl- menn . . .“ „Heldurðu það?“ „Ég veit það!“ Hún hló. „Mamma sagði að ég skyldi vera var- kár. Það eru svo margir karlmenn var- hugaverðir. Einkennilegt, ekki satt?“ „Ef til vill ekki!“ „Þú ert máske einn af þessum vara- sömu mönnum, Filip?“ „Hm! Það er allt undir því komið hvað átt er við þegar talað er um varasaman mann . . .“ „Tja — þessháttar menn, sem — sem — ja, afvegaleiða saklausar stúlkur.“ Skrifstofustjórinn svaraði ekki þessari spurningu því að hann gat ekki komizt hjá því að viðurkenna með sjálfum sér, að væri þannig litið á málið, þá var hann mjög, mjög varhugaverður karlmaður. 1 staðinn fyrir að fara nánar út í þá sálma, bauð hann henni upp í dans, og tók málið þar með af dagskrá. Svona eru karlmenn- irnir alltaf! Þegar gleðskapurinn var kominn á það stig að farið var að slökkva ljósin, tók hann undir hönd hennar og leiddi hana til herbergis síns. Hann staðnæmdist fyr- ir utan herbergisdyrnar hjá henni, og þar sem hún nú stóð þarna, fékk hann enn þá frekari sönnun fyrir því hversu full- komlega óaðfinnanleg hún var. „Eigum við ekki að koma inn til þín og fá okkur sígarettu?“ spurði hann. „Ég er hræðilega þreytt, Filip.“ „Ég skal hjálpa þér inn fyrir, yndið mitt!“ Hún opnaði hurðina. „Þetta veldur hneyksli, Filip! Þú ættir heldur að fara upp á þitt herbergi!“ „Sonja!“ — Rödd hans var klökk. „Mamma myndi fá heilablóðfall, skil- urðu það ekki!“ Hann reyndi að setja fótinn á milli hurð- arinnar og dyrastafsins, en hún varð fljótari. Hurðin small í lás, beint fyrir framan nefið á honum. Hann heyrði hlát- urinn í henni er hún var komin inn. „Góða nótt og gleðilegt nýjár,“ hló hún. Hede skrifstofustjóri sagði ekkert, — a. m. k. ekki upphátt. En í barm sér muldraði hann óteljandi formælingar. Með þessu hafði hann ekki reiknað. Hann hafði undirbúið allt svo nákvæmlega í einstökum atriðúm, og — samt sem áð- ur var áætlunin farin út um þúfur. Hann sneri til herbergis síns — brenn- andi af þrá. En Sonja Wrangby, aftur á móti, renndi hvítum silkikjólnum af grönmnn kroppn- um, kastaði sér alsnakinni ofan á dún- mjúka sængina, breiddi út báða handleggi og brosti ánægjulega. Filip er hættulegur maður, hugsaði hún, en hann er yndislegur. Allt í einu brá henni ónotalega við, og hún starði á gluggann. Hún hafði ekki kveikt í herberginu, en á glugganmn, sem Framhald á bls. 14. 1. mynd . . . En er þeir voru burt farnir, sjá, þá vitrast engill Drottins, Jósef i draumi og segir: Rís upp og tak barnið og móður þess með þér og flý til Egyptalands, og ver þar þangað til ég segi þér, því að Heró- dea mun leita barnsins til þess að fyrirfara því. Og hann reis upp, tók barni i og móiur þess og fór til Egyptalands .... 2. mynd. En er Heródes var dáinn, sjá, þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi og segir: Rís upp og tak barnið og móöur þess með þér og far til ísraelslands . . . O.g er hann kom þangað, settist hann að i borg, sem heitir Nazaret . . . 3. mynd. Og er þau fundu hann ekki, sneru þau aftur til Jerú- salem og leituðu hans. Og það var ekki fyrr en eftir þrjá daga, að þau fundu hann í helgidóminum, þar sem hann sat initt á meðal lærimeistar- anna, og gerði hvorttveggja að hlýða á þá og spyrja þá. 4. mynd. . . . Og er hvíldardagur kom, tók hann að kenna í samkundu- húsinu, og margir, sem á hlýddu, undruðust stórum og sögðu: Hvaðan kemur manni þessum þetta? Og hví- lik speki er þessum manni gefin og hvílík kraftaverk gjörast fyrir hend- ur hans! Er hann ekki smiðurinn, sonur Mariu, og bróðir Jakobs og Jóse og Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss ? Og þeir hneyksluðust á honum. Pósturinn Framhald af bls. 2. Hún, sem þekkir hafið bláa hnígur endalaust, kveður blítt við lundinn lága, Ijúft þar kvöddumst við í haust. Pljót, þú, sem rennur í fjarlæga unn, finndu þá mey, sem að er okkur kunn. Segðu henni, sem að býður, senn ég komi heim, er þú alein áfram líður, út i hafsins víða geim. er: Editor Heimskringla 853, Sar- gent Ave. Winnipeg. P.s. Skriftin er ekki óþokkaleg, en okkur er nær að halda, að þú myndir skrifa betur, ef þú notaðir ekki þá tegund af penna, sem bréf þitt er skrifað með. Eins og gengur Kæra Vika! Gætir þú sagt mér hvar væri helzt- ar líkur til þess að ég gæti grafizt fyrir heimilisfang tveggja ættingja minna. Annar er í Ameríku, en hinn í Noregi. Með fyrirfram þakklæti kveð ég þig. X P.s. Hvemig er skriftin? Fljót- færnisleg er það ekki? Svar: Reyndu að hafa tal af sendi- ráði Islands í Noregi. Heimilisfang þess er: Islands legasjon, Stortings- gaten 30, Oslo. Um ættingja þinn í Ameríku væri reynandi að fá upp- lýsingar fyrir meðalgöngu vestur- íslenzku blaðanna í Winnipeg, Kan- ada, Heimskringlu eða Lögbergs. Heimilisfang ritstjóra hins fyrrnefnda Svona fór það!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.