Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 10

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 23, 1949 | * HEIMILIÐ * ♦ %...... «•■••■■—.•■■... Garðyrkjustörfin eru holl og skemmtileg j .............Eftir Ragnar Ásgeirsson...............* Matseðillinn Bifjasteik. 3 kg. kjöt, 300 gr. smjör, 3 egg eða hveitijafningur, 1% teskeið salt, 1 tesk. pipar, 400 gr. steytt- ar tvíbökur. 1 rifjasteik er haft sauða- svína- eða kálfakjöt og er þá notuð lengjan meðfram hryggnum eða læri. Kjötið er þvegið með velundnum lérefts- klút. Sé notað læri, er kjötið aðskil- ið eftir vöðvum ; allar himnur og sin- ar skomar af. Kjötið er skorið í hæfi- lega stórar sneiðar, barið lítið eitt, stráð yfir það pipar og salti, dýft í egg- eða hveitijafning og velt í tvi- bökumylsnunni. Ef lengjan meðfram hryggnum er notuð í steikina, er hryggurinn klofinn eftir endilöngu og höggvinn i rifjastykki og að öðru leyti sama aðferð höfð og við læri. Peitin er látin á pönnu, og þegar hún er orðin vel heit, eru stykkin látin á pönnuna og steikt jafnbrún í 6—8 mín. við jafnan hita. Borin á borð með brúnuðum kartöflum og ýmsu grænmeti. Brún hvítkálssúpa. 4 1. gott kjötsoð, 250 gr. hvít- kál, 3 stórar gulrætur, 3 laukar, 65 gr. smjör, 1 teskeið matarlit- ur. Jurtirnar eru þvegnar og afhýddar, skornar í mjóar, fínar ræmur. Smjör- ið er sett i pott og brúnað. Þá eru jurtirnar látnar í og hrært í, þangað til þær eru orðnar gulbrúnar. Síðan er soðinu hellt yfir og súpan soðin við hægan hita í 15 mínútur. Matar- litur settur í og salt eftir þörfum. Bjómarönd i „karamel“- sósu. 1 líter rjómi, 4 egg, 2 tesk. af vanilludropum, 100 gr. sykur, 8 blöð matarlim. 1 sósuna: 300 gr. sykur, 1 peli vatn, 1 peli rjómi. Matarlímið er látið liggja í bleyti í 10 mínútur. Eggjarauðurnar og sykurinn er hrært i þétta froðu. Mjólkin er soðin og henni hellt í. Sett í pottinn aftur yfir hitann, mat- arlímið undið upp og látið saman við. Þessu er síðan hellt í nokkuð stóra skál og þegar það er komið að því að þykkna, þá er stífþeyttum, hvit- um rjómanum jafnað varlega saman við. Sett í skálar eða randamót, sem hefur verið skolað innan með köldu vatni. Sósan ér búin til þannig, að syk- urinn er látinn á pönnu, og þegar hann er runninn og orðinn vel brúnn, er vatninu hrært saman við og látið sjóða í tvær til þrjár mínútur. Þá er þessu hellt í skál og gegnum sigti og látið kólna. Þegar sósan er orðin köld, er einum pela af vel þeyttum rjóma jafnað saman við. í ? i *:< V V V V V V V a v y TILKYNNING frá kirkjugarðsstjérn Reykjavíkur Að tilhlutun kirkjugarðsstjórnarinnar verður fram- vegis séð um að útfarir og bálfarir þær er fram fara frá Fossvogskirkju, fyrir þá bæjarbúa sem þess óska og kostar hver útför kr. 1200,00 — tólf hundruð krónur — Líkkistur eru samskonar og venja er að nota. Kjartan Jónsson áður starfsmaður hjá Tryggva Árnasyni framkvæmir kistulagningu og afgreiðir kistur. Vinnustofa Njálsgötu 9, (aður vinnustofa Tryggva Árnasonar) sími 3862. Heimasími 7876. Nýr líkvagn sem stofnunin hefur, verður til afnota við flutninga í líkgeymslur og kirkjugarðana. Nýtízku lík- hús til afnota, sömuleiðis kirkjan. Skrifstofur kirkjugarðanna gefa allar upplýsingar og greiða fyrir fólki, sem þess óskar. Símar 81166 — 81167 — 81168. Framkvæmdastjór- inn til viðtals kl. 3—4 alla virka daga nema laugar- daga kl. 11—12 f.h. í V V V V V V V V V V V V v I 8 3 $ ♦ * V V V V V V V í V V I VIKAN birtir hér útdrátt úr bók Garðyrkjufélagsins, Mat- jurtabókinni, sem getið var í síðasta blaði. Margir menn stunda garðyrkju sér til yndis að afloknum önnum dags- ins, og er það öllum hollt, en eink- um þó innisetumönnum. Hefur auk þess borgað sig vel ■ fyrir marga. Málshátturinn gamli: „Hollt er heima hvat,“ sannast í þessu eins og öðru. Það mundi muna um það fyrir þjóðarheildina, ef fleiri einstaklingar legðu meiri áherzlu á matjurta- rækt, hér eftir en hingað til, og borgar sig vel fyrir einstaklinginn. Það er ekki lítils um vert að geta verið sjálfbjarga á þessu sviði. Við lifum á öld tækninnar og vél- anna, og allt á að vera í sem stærst- um stíl. En þetta kver er ekki miðað við neinar stórvirkar vélar, heldur ætlað þeim, sem garðyrkju stunda í smáum stíl, mest til heimilisþarfa og treysta verður mest á handaflið og handverkfærin á gamla vísu. Margt smátt gerir eitt stórt, og enda þótt matjurtagarður sé allt að því hlægilega smár getur hann orðið eigandanum til mikils gagns. Ég hef oft undrast, hve mikla uppskeru þeir fá, úr görðum hér á landi, sem leggja alúð við ræktunina. Okkur hættir oft við að álíta hin suðrænu, heitu lönd betri en landið okkar; og víst er það rétt, að mild- ara og stöðugra er veðurfarið þar en hér og vaxtartími jurta lengri þar á hverju ári. En þó ættland okk- ar sé miklu norðlægara og svalara, er svo fyrir að þakka, að sumarveðr- átta hér hentar mörgum tegundum matjurta vel og sumum ágætlega. Eins og kunnugt er, vinna jurtir ekki kolefni úr loftinu nema í birtu, en þegar sólargangur er lengstur hér og auk þess nógu hlýtt i veðri, þá vaxa jurtirnar allan sólarhring- inn, — og er það skýringin á, að sumar tegundir þurfa hér færri vik- ur til að ná þroska en í suðlægari löndum, þar sem nóttin er dimmari. Veðurfarið er sjaldan of þurrviðra- samt hér, eins og víða í hlýrri lönd- um, þar sem uppskera oft minkar mjög, eða jafnvel bregzt alveg af völdum þurrka. Hér þarf því sjaldan að grýpa til vökvunar á matjurta- görðum, nema eftir gróðursetningu. Þá er einnig minni hætta hér á ýmsum jurtasjúkdómum og að skor- kvikindi valdi tjóni á matjurtum en í heitari löndum. Þó verðum við að vera vel á verði gegn slíku, eftir að samgöngur hafa færzt í það horf, sem nú er, þegar flugvélar fara landa og heimsálfa milli á fáum klukkutímum. Þykir mér til dæmis ekki ólíklegt, að kálflugan, sem veld- ur mestum skaða hér á káli og gul- rófum, hafi „ferðast" hingað þannig, illu heilli. Sjálfsagt er að reyna að verjast slíþu m. a. með því að gæta ýtrustu varkárni, hvað viðvíkur inn- flutningi matjurta, og til að minnka hann verðum við að framleiða sem mestar matjurtir sjáifir. En að öllu athuguðu má fullyrða, að landið okkar býður ýmsum matjurtum ekki lakari skilyrði til þroska en sum önnur lönd, sem okkur hættir til að álíta á flestan hátt betri. Það sem er versti Þrándur í götu aukinn- ar matjurtaræktar er, að þekking almennings á Islandi á henni er enn stórum minni en í nágrannalöndum vorum. Það, sem einnig hefur á vant- að hér í þessu efni er, að þekking íslenzkra húsmæðra á matreiðslu og meðferð grænmetis hefur verið og er enn miklu minni en annars staðar. Skylt er þó að minnast á, að á þessu hefur orðið talsverð breyt- ing til bóta á síðari árum, vegna starfsemi kvenfélaga og húsmæðra- skóla, en betur má enn, ef duga skal .... Húsmóðir ein í Los Angeles lógaði hana í soðið. En haninn var lífseigur, því að hann sýndi fjörkippi löngu eftir að af var fokið höfuðið. Segir sagan að konan hafi reynt að halda í hananum lífinu með því að dæla næringu niður um kokið, en þess jafnframt getið, að tilraunin sé ekki eftirbreytni verð. ♦:♦:♦:♦:♦:♦»»:♦:♦»»:♦»»»»»»:♦:♦»»»»»»»»»»:< Hrvaí - 3. hefti 1949 er komið í bókabúðir. í v V V * V V V V V V V V V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.