Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 12

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 23, 1949 óttast það. Við munum komast af á einhvern hátt — og- þegar Annetta — “ „Já við komumst einhvernveginn af,“ sagði hann samþykkjandi: Hann kyssti hana og fór leiðar sinnar. Celía stóð kyrr í sömu sporum. Hún skammaðist sín. Hún hafði svikið sjálfa sig og allt það, sem hún hafði sett sér að marki. Hjúskap Annettu og Guys átti ekki að reisa á hreinum grundvelli, það var hún viss um. Og hún þóttist þess einnig fullvís, að peningar Annettu yrðu ekki notaðir vel, þeim yrði fleygt í botnlausa bruðlhitina á Fairfax. Hvað hafði hún sagt við Lance ? Hvernig var hún orðin? II. Samningar höfðu ekki tekizt með Lance og manninum frá Norfolk. Honum virtist Lance ekki geta staðið við samninga, þar sem allt var í meira og minna ólestri hjá honum á Fairfax. Og Lance, sem hafði treyst svo mjög á þenna samning. Hann varð afar sár, þunglyndur og eirðar- laus, mjög eirðarlaus. Celía hafði áður séð þessi einkenni, en nú gat hún ekki horft upp á þau, ekki núna, þegar hún þurfti svo mikið á honum að halda, þegar hún gekk með barn hans. Næsta dag á eftir umgekkst hún hann tauga- óstyrk og kvíðin. Sama máli gegridi um frænd- fólkið. Ef Lance var í vondu skapi, var það segin saga, að allir stóðu á öndinni af kviða og illri líðan. Því aðeins gat það verið í góðu skapi, að Lance væri það líka. Celía veitti því athygli, að Guy var henni einstaklega góður og eftirlátur þá dagana, sem faðir hans var verstur, eins og hann skildi, hversu þungbært það hlaut að vera fyrir hana. En enginn minntizt á skaplyndi Lances nema gamla Mam’Easter. Hún kom dag einn til Fairfax, eins og svo oft áður til þess að hitta Horace bróður sinn og annað þjónustufólk. Eins og jafnan, er hún var á ferðinni, kom hún við hjá Celíu til þess að rabba við hana. „Hvernig líður yður, frú Celía?" sagði hún. „Agætlega þakka yður fyrir, Mam’Easter," svaraði Celía. „Þér eruð hálfguggin og mögur.“ „Það gerir hitinn. Ég er ekki vön svona mikl- • um hita.“ „Ég sé hvergi herra Lance,“ sagði Mam’ Easter og horfði hvasst á Celíu. Hann þjáist víst af þessum eirðarleysisköstum núna, er það ekki ?“ „Ég — ég veit það ekki.“ „En ég veit það, frú Celía, hann er að tala um að fara í burtu.“ „Nei, nei, hann getur ekki farið í burtu núna, ekki núna.“ Gamla konan horfði á hana vingjarnlega. „Veslings barn! þér ættuð heldur að leyfa honum að fara. Ég þekki herra Lance. Hann brennur í skinninu eftir að komast burtu. Hann getur ekki verið kyrr. Svona er hann!“ „Hann getur gert, hvað sem hann vill,“ sagði Celía, sem orðin var náföl í framan. „En hann hefur ekki minnzt á það við mig.“ „Hann gerir það bráðum, ungfrú Celía. Ég veit, hversu yður fellur þetta þungt. En reyn- ið ekki að aftra honum. Ég sagði yður, að það mundi ekki vera neitt auðvelt að lynda við hann, en það verður að taka honum eins og ber. Og munið það, sem ég hef sagt yður.“ „Ég skal reyna það,“ svaraði Celía. „En hvern- ig líður fólkinu ?“ Mam,Easter sagði henni það markverðasta i fréttum og þær töluðu ekki meira um Lance. Nokkrir dagar liðu. Celía var glöð að sjá, en innra með sér var hún í þungum þönkum. Lance var enn mjög þunglyndur. Hann mundi ekki fara, hann gæti það ekki, en Lance gerði það. Eins og fyrr, sagði hann fyrirvaralaust, að hann ætl- aði að skreppa til Bandarikjanna. Celía horfði á hann sínum stóru augum. „Þér er ekki alvara, Lance, án mín?“ „Ég fer með Williams á mótorsnekkjunni," svaraði hann. „Við verðum viku á leiðinni og ætlum að koma við á mörgum stöðum. Þú gæt- ir ekki þolað slíka ferð, barn.“ Auðvitað vissi hún, að það var hreint brjálæði, að hún færi að leggja upp í slíka ferð á litlum vélbát. „En Lance, þú getur ekki skilið mig eftir eina!“ Af hverju ekki? Þér leið ágætlega, seinast þegar ég var í burtu." „Ég var alls ókviðin þá." „Hví skyldirðu vera kvíðin núna?“ Hún horfði á hann tómlegum augum. „Hlustaðu nú á mig, Celía," hrópaði hann. „Nú skulum við gera út um þetta í eitt skipti fyrir öll. Ef þú ert alltaf með þessa vitleysu, gerir þú líf okkar verra en helvíti. Ég fer með þig í ferðalag einhvern tíma, þegar þú ert fær um að ferðast. En stundum langar mig til þess að vera einn. Það er ekki hægt að hlekkja mig.“ „Ég veit það, Lance, og ég ætla heldur ekki að vera þér fjötur um fót.“ „Það ertu heldur ekki. Ef þú ert hrædd, get- ur þú farið yfir á Sedrushlíð eða Kósalund, eða fengið Guy til þess að flytjast hingað. Gerðu hvað sem þú vilt. En Celía, þú verður nauðsyn- lega að gæta að þér fyrir öllum grillum. Þú ert betur geymd hér á Fairfax en í London. Líttu á Olgu og Annettu. Þær búa einar að Sedrushlíð. Líttu á frænkurnar, eða ungfrú Allie, þær búa líka einar." „Já, ég veit það.“ „Hví skyldir þú ekki eins geta gert það. Ég vil ekki að þú sért óhamingjusöm. Ef þér leið- ist, ættirðu að fara til Anne frænku. En þín vegna vona ég, að þú sjáir að þér. Ég mun oft fara frá þér, ekki einungis til Virginía heldur og til fiskveiða. Aðalveiðitíminn fer brátt að hefjast. Þá verð ég að heiman tvo til þrjá daga í einu. Hugsaðu þér hvernig Hfið yrði, ef þú værir með þennan óskapagang, hvert sinn sem ég færi burtu." „Ég vil ekki haga mér eins og flón. Það er bara — — — farðu ekki frá mér, Lance!" „Ef það er Job, sem þú óttast, skal ég segja þér það, að ég mundi hugsa mig um tvisvar að skilja þig hér eina eftir, ef það væri ekki einmitt Job, sem ég treysti bezt til þess að vera þér innan handar. öll eignin — og þú með — er nú undir vernd hans. Engin kona getur hugs- að sér traustari varnarmann. Svo, ef það er það, sem skelfir þig-------“ „Hvenær ætlar þú að fara, Lance?" „Seinni partinn á morgun. Williams vill gjarn- an halda brott þegar í stað.“ „Einrriitt það.“ „Viltu, að ég fari með þér til Sedrushlíðar, eða á ég að senda Guy hingað?" „Hvorugt. Ég ætla að vera ein. Ég get verið það alveg eins og aðrar konur." „Alveg rétt! Nú kannast ég við þig, Celía. Brjóttu odd af oflæti þínu sem oftast. Láttu ekki undan sjálfri þér. Og þú munt komast að því áður en yfir lýkur, hversu fullkomlega örugg þú ert og þá hefur þú unnið bug á hræðslunni. Þetta var hans hjartans sannfæring. Hann trúði því, sem hann var að segja. Ef hann hefði haldið, að henni væri búin hin minnsta hætta, mundi hann ekki hafa farið frá henni .En hann vissi, að hún var kvíðin, að hún var þannig á sig komin, að hún mátti ekki vera hrædd. Og samt hafði hann yfirgefið hana .Jú, hann hafði sagt, að hún gæti farið til frænknanna eða Olgu. Það gat hún auðvitað. En hún vildi það ekki. Hún vildi að Lance væri hjá sér, en því hafði hann neitað. Það sem eftir lifði kvölds, var hann í sól- skinsskapi. Hann hljóp upp þrepin og hrópaði á Horace. Allt húsið lifnaði af fjöri hans. Hann var svo glaður, svo glaður að komast burt. Hann lagði af stað fyrir hádegisverð og Celía stóð á bryggjunni og veifaði til hans. Siðan gekk hún heim. Hún settist niður í einkadag- stofu sinni, þar sem hlífar höfðu verið settar fyrir glugga til varnar gegn sólskininu. Hún tók fram handavinnu sína og settist. Hitinn hafði stöðugt verið að aukast um dag- inn og nú var orðið ofsaheitt. Óhugnanlegur lit- blær hvíldi yfir á himinhvolfinu og sólin var eins og koparhnöttur. Celía átti erfitt með að draga andann og að hádegisverði loknum gekk hún út, en þar gat hún ekki haldizt við fyrir hita. Hún reyndi að leggjast fyrir og sofa, en bylti sér einungis aftur og fram og gat aldrei fest blund. I horninu uppi við loft hvein í köngulló, sem var að rifa í sig kakkalakka. Það var ógeðslegt hljóð. Celía streittist við að horfa ekki þangað upp. En það var eins og hún yrði að gera það. Hún sá þegar þetta viðurstyggilega dýr hafði lokið MAGGI OG IAGGI 'eikning eftir Vally Bishop. 1. Raggi flýr undan snjókasti . .. 2. ... hann er enn i hættu str.ddur . . 3. . .. en afi opnar fyrir honum ... Raggi: Þakka þér fyrir, afi! 4. Ragrsri: Hí, þið hittuð mig ekki!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.