Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23, 1949 5 Ný framhaldssaga: Oóttir miljónamæringsins Sakamálasaga eftir Lawrence G. Blochman Beasley Sevseanews, San Prancisco. Svaraðu aftur viðvíkjandi bróðurnum. Svar óskiljanlegt. Nota ekki dulmál. Segðu ævi- sögu Rodriguez hershöfðingja frá Perú. Larkin. „Glímið við þetta,“ sagði hann og rétti loft- skeytamanninum bréfið. „Allt í lagi,“ svaraði loftskeytamaðurinn. Annað farrými á Kumu-maru var rétt aftan við mitt skip og einu þilfari neðar en fyrsta farrými. Annars var ekki mikill munur á þeim, enda þótt klefarnir væru að sönnu dálítið minni á öðru farrými og kakkalakkarnir dálítið stærri. Fyrir Dorothy Bonner var það samt eins og að stíga inn í einhvern óæðri heim, er hún gekk niður stigann þangað og það var eins og hjarta hennar væri að springa. Salurinn fyrir neðan stigann var eiginlega alveg eins innréttaður og sá á fyrsta farrými. Sömu nöktu veggirnir, sama græna borðið. Og sama brennisteinslyktin ríkti þar eins og annarsstaðar í skipinu. Auk þess blandaðist brennfsteinsfýlunni þefur af vondu tóbaki, bjór og lélegu ilmvatni. Dorothy leit í kringum sig í von um að sjá Charles Frayle, en hvergi gat hún komið auga á hann. Það sátu tveir menn við borðsendann, Hindúi með vefjarhölt og veiklulegur, risastór maður af slafnesku bergi brotinn. Þeir skömm- uðust heiftarlega á illri ensku. Við hinn enda borðsins sátu fimm ungar og laglegar konur, ekki vel snyrtar. Þær voru af ýmsu þjóðerni að sjá og sennilega listakonur, að hyggju Dorothy. 1 sama bili kom hún auga á Frayle. Hann stóð úti á ganginum, gleiður og kæruleysislegur. Hann kinkaði kolli til Dorothy og hélt af stað. Áður en Dorothy var kominn út á ganginn, hafði hann gengið nokkur skref. Hann stikaði stórúm og hvarf fyrir horn. Dorothy gekk á eftir honum,' gegnum borðsal kyndaranna, þar rem fjöldi skála með hrísgrjónum stóð á borði, ásamt þurrum fiski og radísum. Hún fór gegn- um vélarúmið, sem angaði af olíu og skalf af vélatitringnum. Er hún beygði fyrir hornið, gripu hana tveir stcrkir handleggir. Charles Frayle þrýsti henni að sér og kyssti hana áfjáður. Hún lokaði aug- unum og lofaði honum að fara með sig eins og hann vildi. ,.Þetta var mikil svölun þyrstri sál,“ sagði hann. Hún opnaði augun — hann brosti ánægður. „Charlie, það hefur einhver reynt að myrða Rodriguez hershöfðingja," sagði hún. Hann hélt áfram að brosa. ..Ég vcit það, og hvað svo?“ ..Rodriguez segir líka, að árásarmaðurinn hafi stolið samnin,gum hans við Pan American Vanadium Corporation," sagði Dorothy. „Ekki þurfum við að gráta það.“ „En ef þeir vilja eyðileggja samninginn, getur vel farið svo, að þeir reyni lika að stela okkar eintak.i. Og hugsaðu þér, að þú verðir næsta fórnarlambið." ,,Það er þó ekki i fyrsta skipti,“ svaraði Frayle. ,.Ó, Charlie, ég er hrædd. Þeir eiga eftir að umturna öllu á skipinu til þess að leita að skíölum hershöfðingjans — og ef þeir finna nú cintakið mitt i þínum vörzlum?" ,.Hvað þá ?“ „Þá krefst hershöfðinginn þess. Fáðu mér umslagið, ég skal fela pappírana, svo að engin geti fundið þá.“ Frayle beið rólegur andartak. Klækjadrætt- irnir við augun dýpkuðu. Svo dró hann stórt umslag upp úr jakkavasanum og rétti Dorothy. Hann horfði hvasst á hana meðan hún var að stinga umslaginu inn á sig. „Ertu nú rólegri?" spurði hann. „Já.“ „En hálfsmeyk samt?“ „Já, dálítið." „Það þarftu ekki að vera, ekki lengur." Frayle vafði handleggjunum utan um herðar henni. Ég flyt nú upp á fyrsta farrými. Ég hef rætt um það við brytann." „Er það nú rétt, Charlie? Ég á við eftir allt það erfiði sem við höfum lagt á okkur til þess að vera ekki séð saman. Viltu ekki vera áfram á öðru farrými, þangað til við erum komin til Honolulu.“ Ástandið hefur nú breytzt. Ég er búinn að fá tveggja manna klefa, fyrir mig og þig. Skip- stjórinn getur gift okkur. 1 kvöld.“ „I kvöld? Nei, Charlie, ekki í kvöld. Orðin komu út úr henni eitt og eitt. Samt skildi hún ekki sjálfa sig. Hví skyldi hún ekki giftast Charlie strax, úr því að þau áttu að eigast hvort eð var. Það hafði verið ætlunin, að þau héldu brúðkaup sitt jafnskjótt og þau kæmu til Japan. Henni þótti ákaflega vænt um Charlie, og hún var honum innilega þakklát. Hún vissi ekki hvað um hana hefði orðið eftir hinn hryggilega dauða föður hennar, ef hans hefði ekki notið við. Charlie var fyrsti maðurinn, sem hún hafði þekkt og leit á hana sem sjálfstæða persónu, en ekki sem „dóttur miljónamærings", einskonar lifandi bankainnstæðu. Charlie var dásamlegur. Hversvegna hafði hún þá sett sig upp á móti þvi, að þau giftust hér á skipsfjöl? * „Hvað hefur komið fyrir? Elskarðu mig ekki lengur?“ spurði Frayle. „Það er ekki það, Charlie. Þú veizt, hvað mér þykir vænt um þig. En þú lofaðir þvi, að ég fengi að jafna mig eftir áfallið — dauða föður mins.“ ,En tíminn er dýrmætur," áagði Frayle. „Við verðum að gifta okkur áður en við komum til Honolulu. Og því fyrr, því betra." „Hversvegna, Charlie ?“ „Þótt ekki sé horft á tilfinningahlið málsins, er til þess ærin ástæða,“ svaraði Frayle. „Ég hef svarið að vernda þig og verja. Þú sagðir honum bróður þinum ástkærum, að þú mundir fara með þessu skipi, er það ekki rétt tilgetið?“ „Jú, það gerði ég,“ svaraði hún. „Það hlaut að vera, þvi að hann er um borð.“ „Arthur? Um borð? Það getur ekki átt sér stað, því að hann fær ekkert vegabréf, það veiztu.“ „Ég veit það bara, að hann er um borð.“ Frayle brosti sjálfselskufullur, svo að hræðilegt var á að líta. Henni fannst hún aldrei hafa séð hann brosa svona áður. „Hann heimsótti mig nefnilega í klefa minn kl. 2 í nótt.“ Dorothy ætlaði að bugast. Glen Larkin hafði þá haft rétt fyrir sér. Hann hlaut að hafa séð Arthur. „Hvað vildi hann?“ spurði hún. ,Hann vantaði morfín. Hann hlýtur að hafa flýtt sér mikið að komast á skipsfjöl þar sem hann hafði ekki tekið með sinn venjulega skammt. Hann bjóst við, að ég gæti látið hon- um í té eitthvert lítilræði." „Hversvegna kom hann til þín? Hann mátti þó vita, að þú notar slíkt ekki.“ „Hann vildi, að ég færi til skipslæknisins og segði, að ég gæti ekki sofið fyrir kvölum. Arthur sagði mér einnig latneska heitið á „sjúkdómi" mínum. Læknirinn skyldi útbúa morfínið fyrir mig, en ég átti að koma því til Arthurs. Hann er sannarlega prúður! En auðvitað fleygði ég hon- um út. Ég furða mig bara mest á því, að hann skuli ekki hafa komið til þín.“ „Hvað — hvað heldur þú að hann vilji?“ „Ekkert sem þolír dagsbirtuna, það getur þú verið viss um. En eitthvað vill hann, hann er hér ekki að gamni sinu. Og það er þessvegna sem við verðum að giftast sem fyrst. Annars letur hann þig eins og ávallt.“ „Hvað ætlar þú að gera, Charlie?" „Ég veit, hvað ég ætti að gera. Ég ætti að drepa hann. Það mundi vera mér sönn ánægja kreista úr honum liftóruna úr svona leppalúða eins og hann er. Hann er öllum til armæðu •—• og verstur sjálfum sér.“ „Charlie! Þú gætir aldrei gert það! hrópaði Dorothy dauðskelfd. „Jú, ef það væri nauðsynlegt. Því að auðvitað murkar maður ekki lifið úr mági sínum, nema til þess beri brýna nauðsyn. Eigum við þá að segja í kvöld?" „Nei, ekki í kvöld. Á morgun." Svaraði Dorothy. „Frayle tók aftur utan um hana. Hann hló ánægður með sjálfum sér. Síðan kyssti hann hana. Svar Beasleys við skeytinu frá Larkin kom um kvöldið, er farþegar sátu að snæðingi. Vind- staðan hafði breytzt og Kumu-maru sil- aðist hægt áfram með 45 gráðu halla. Veltifjal- irnar voru settar á borðið og dúkarnir vættir til þess að borðbúnaðurinn ylti ekki út af því. Larkin settist að snæðingi við hlið frú Greeve og kinkaði kolli til skipstjórans, sem sat við annan borðsendann, og skipslæknisins er sat við hinn. Hann brosti til Dorothy, sem sat milli George Willowby og William Cuttle. Er hann var að breiða úr pentudúknum, sá hann, að þeir hershöfðinginn og Jeremy Hood sátu eigi til borðs. Herra Hood hafði raunar sjaldan eða al- drei setið að snæðingi. Larkin veitti því einnig athygli, að mennirnir er sátu skipstjóra-megin við borðið, höfðu lokið við að borða og voru nú í óða önn að stanga úr tönnunum. Þessir menn voru: skipstjórinn, brytinn og Izumo frá Guaya- quil. Sá hinn síðast nefndi — feitur maður, kringluleitur og frammyntur með gulan demant í hálsbindinu — virtist handleika tannstöngul- inn einna lipurlegast. Hr. Shima frá Callao var tígulegur maður og stangaði ekki úr tönnunum. Hann sat og starði á Larkin með einkennilegu brosi. Larkin starði á móti þar til þjónninn setti umslag fyrir framan hann. Larkin opnaði það. Það fór sem hann hafði hálfvqgis grunað. Skeytið var óskiljanlegt. Upp- fundning Marconis var gerð að engu af gler- augnaprýddum, hátiðlegum ungling frá Japan. Gremja Larkins hefur víst sést á andliti hans, þvi að frú Greeve spurði: „Vonandi ekki vondar fréttir, herra Parker ?“ „Þær geta ekki verið verri," svaraði Larkin. „Er eitthvað illt að frétta að heiman?“ „Ef ég nú bara vissi það,“ andvarpaði Larkin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.