Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 23, 1949 13 SVARTUR BARNASAGA Þegar Ölafur varð sex ára gaf faðir hans honum lítinn svartan hund. Hundurinn var ungur og skemmti- legur, og Ólafur varð mjög glaður við þessa gjöf. Ólafur mælti: ;,Ég læt hánn heita Svart. Má ég það ekki mamma?“ Hún svaraði: „Þú átt hundinn og hefur leyfi til þess að láta hann bera hvert það nafn er þú vilt.“ Og seppi var nefndur Svartur. Það var margt sem kenna þurfti seppa. Ólafi var falið að gæta þess að hann óhreinkaði ekki gólfið, og héldi sig sem mest úti í húsagarðinum. Svartur var vaninn á að éta af viss- um diski í ákveðnu horni. Hann mátti ekki draga kjötbein eftir gólfábreið- unni, því að við það myndu fitublett- ir koma í hana. Seppi fékk líka skál er hann lapti úr vatn og mjólk. Faðir Ólafs harð- bannaði það, að hundurinn fengi leyfi til þess að eta úr eða af mat- arílátum manna. Svartur var greind- ur, og því engum vandkvæðum bund- ið að kenna honum. En þó var það erfiðleikum bundið að fá hann til þess að liggja í körfu sinni. Honum hætti til að stökkva upp i legubekkinn og stólana. Hann notaði hvert tækifæri, er gafst, til þess að skemmta sér á þennan hátt. Húsfreyjunni var hin mesta raun að þessu. Stólarnir og legubekkur- inn slitnuðu á þessu háttalagi, og það var ekki geðslegt að sjá þessi dýru húsgögn löðrandi í hundshári. En hundurinn fór sinu fram. Faðir Ólafs mælti: „Ef Svartur vill ekki gegna með góðu neyðumst við til að berja hann.“ Og hann var barinn þrátt fyrir mótmæli Ólafs. En Það var óþol- andi að hundurinn rifi áklæði stól- anna með beittum klónum. Og ekki bætti það úr skák, að seppi sóttist næst eftir því að komast í stóra hæg- indastólinn húsbóndans. Faðir Ólafs sat á stól þessum er hann kom heim á kvöldin af afloknu dagsverki. Þótti honum vænt um stólinn, og vildi ekki láta skemma hann. Einn góðan veðurdag sá Ólafur að hringleikahússleikendur voru komn- til bæjarins. Hann flýtti sér heim, og bað mömmu sína um leyfi til þess að fara á skemmtunina. Móðir hans sagði: ..Eg vildi gjam- an leyfa þér að fara. En pabbi þinn þarf að nota svo mikla peninga um þessar mundir. Okkur vantar eldivið; vetrarklæðnaði o. fl. Nei, vinur minn. Við verðum að spara, svo ég get, því miður, ekki látið þig fá periinga fyrir aðgöngumiða að þessu sinni.“ Ólafi þótti þetta leiðinlegt, en á- kvað að sætta sig við þessi úrslit. Hann mátti fara með foreldrum sínum í heimsókn til Birgis frænda þetta kvöld.. Og var það bót í máli. Þegar þau voru að ferðbúast sagði móðir Ólafs: „Lokaðu Svart inni í borðstofunni, en gættu þess að dyrn- ar séu lokaðar milli hennar og setu- stofunnar, svo hundurinn komist ekki upp á stólana." Ólafur gerði þetta. En hann gleymdi því að loka hurð- inni á milli stofanna. Það var svo mikill ferðahugur í honum. Svo var farið til Birgis frænda og tafið all-lengi. Þegar heim kom, og faðir Ólafs fór inn i setustofuna sá hann þegar spellvirki það er Svartur hafði fram- ið. Hann mælti við hundinn: „Þú ert þokkalegur, hitt þó heldur. Hef- irðu rifið og tætt allt áklæði hæg- indastólsins ?“ Þetta hafði Svartur aðhafst. Tróð- ið úr stólunum lá á gólfinu, hingað og þangað. Svartur vissi að hann hafði gert óskunda. Hann fór út í horn og var sneypulegur. Móðir Ólafs mælti, er hún kom og sá verksummerkin: „Hann hefur eyðilagt stólinn. Hvenær ætli við fá- um peninga til þess að láta gera við hann? Ólafi féll þetta mjög illa. Hann átti sök á því hve illa stóllinn var leikinn. Hann hafði gleymt að loka dyrunum á riiilli stofanna. Faðir Ólafs gekk þegjandi að stólnum. Skyndilega mælti hann: „Þetta er merkilegt. Hér liggur vesk- ið mitt sem ég áleit að vasaþjófur hefði stolið i sumar. 1 veskinu voru á sjötta hundrað krónur. Ég hefi týnt því hér í stólnum. Það hefir runnið niður milli baksins og setunn- ar á honum. Þetta var mikil heppni!" Svartur fékk enga refsingu, og Ólafur losnaði við skammir þær, er hann átti í vændum. Hér var um mikla fjárupphæð að ræða. Nú var hægt að kaupa föt handa foreldrum Ólafs og honum sjálfum. Ennfremur láta gera við stólinn. Svo gat hann fengið peninga til þess að fara á skemmtunina. En frá þessum degi gleymdi Ól- afur því aldrei, að gæta þess að Svartur færi ekki inn í setustofuna. Og það tókst að venja hundinn á að vera í borðstofunni þegar hann var inni í húsinu. Svo fór að lokum, að Svartur hætti að stökkva upp á stóla. Hann skildi það, að skólar eru ætlaðir mönnum, en ekki hundum, og hegðaði sér sam- kvæmt því. Æsku lýðshöll í Reykjavík Framhald af bls. 3. armálsins má með réttu teljast Aðalsteinn heit. Sigmundsson. Á stofn'fundi Ungmennafélags Reykjavíkur 18. apríl 1942 bar hann fram tillögu, er hné í þessa átt. Var jafnan um þetta mál fjallað í því félagi og nefnd starfaði á vegum þess til þess að flytja málið við ráðamenn ríkis og bæjar. Átti málið þar fylgi að fagna. Um þetta leyti tók einnig að brydda á málinu í öðrum æsku- lýðsfélögum í bænum, því að ráðandi menn þeirra sáu, að það ófremdarástand, sem ríkti í skemmtanalífi æskumanna í Reykjavík varð að leysa, og trú þeirra flestra var sú, að því mundi bezt borgið með smíði æskulýðshallar, þar sem æsku- menn gætu varið tómstundum sínum til hollra skemmtana. Á alþingi hefur þetta mál verið flutt f jórum sinnum, fyrst af Jónasi Jónssyni frá Hriflu veturinn 1943. Þá flutti Bjarni Benediktsson málið á tveimur þingum 1944 og 1945 og síðast Jóhann Hafstein 1946, en í öll skiptin komst málið ekki gegn- um þingið. Pyrir bæjarstjórn Reykjavík- ur hefur þetta mál einnig verið lagt, og snemma árs 1943 gerði Ágúst Sigurðsson cand mag. til- lögur um rekstur og fyrirkomu- lag æskulýðshallar, að beiðni bæjarráðs. Á bæjarstjórnarfundi í febrú- ar 1948 var samþykkt tillaga frá Gunnari Thoroddsen borgar- stjóra, þess efnis, að bærinn legði fram ókeypis lóð og nokkra fjárupphæð til smíði æskulýðshallarinnar. Um sama leyti var það, að B.Æ.R. var stofnað til þess að fylgja málinu fram til sigurs. Eins og sjá má af þessu stutta söguágripi, eru öll æskulýðs- félög bæjarins sameinuð til á- taka og lúta öruggri stjórn. Reykjavíkurbær hefur lagt til ágæta lóð ókeypis (á horni Laugarnesvegar og Sigtúns) og lofað að leggja fram 50% stofn- kostnaðar gegn því að ríkið og B.Æ.R. leggi til hinn helming- inn. Er ætlun bandalagsins að hefja þegar fjársöfnun í þessu skyni, og hefur verið ákveðið, að einn dagur a ari — seinasti Fyrsti æskulýðsdagurinn var sunnudagur í maí — verði haldinn hátíðlegur sunnudaginn œskulýðsdagur, dagur, sem 29. maí s. 1. og fóru þá fram helgaður verði æskulýðnum sér- margskonar skemmtanir bæði staklega og málefnum hans. — úti og inni. Mynd efst t. v.: Bandaríkjamenn fengu Virgin Islands frá Dönum árið 1917. Áður höfðu eyjar þessar verið í eigu Frakklands, Spánar og Hol- lands. Mynd að neðan t. v.: Ein ostra gefur frá sér 30 miljón egg á einu misseri. Mynd að ofan t. h.: Fyrsta benzínafgreiðsla sem opnuð var í heimi, var starfrækt í St. Louis í Missouri-riki í Bandaríkjunum N-Ain. Hún var opnuð árið 1905. Mynd að neðan t. v.: Skinn kaninanna er mjög teygjanlegt og þegar farið er með þær hátt í loft upp í flugvél, þenjast þær ákaflega mikið út vegna þrýstingar innan frá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.