Vikan


Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 15

Vikan - 09.06.1949, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 23, 1949 15 MÁL OG IUENIMIMG Ný félagsbók: Kristinn E. Andrésson, magister: íslenzkar nútímabókmenntir 1918—1948 Auk yfirlitskafla um þróun bókmenntanna eru ýtarlegar ritgerðir um öll helstu nútíma skáld og rithöfunda á íslandi: Nýtt tímaritshefti Davíð Stefánsson, Stefán frá Hvítadal, Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr, Guðmund Böðvarsson, Jón Helgason, Snorra Hjartarson, Sigurð Nordal, Gunnar Gunnarsson, Guðmund Kamban, Kristmann Guðmundsson, Guðmund G. Hagalín, Þórberg Þórðarson, Gunnar Benediktsson, Halldór Kiljan Laxness, Halldór Stefánsson og marga fleiri. Bókin er yfir 400 bls. í skírnisbroti. Ný skáldsaga: Dauðsmannsey JÓHANNES ÚR KÖTLUM: Jóhannes úr Kötlum kemur hér fram sem nýr þroskaður skáldsagnahöfundur. Sagan gerist í sveit fyrir aldamótin, höfuðpersónan er Ófeigur grallari, kotbóndi og listamaður, höfðingi í skapi og sérkennilegur. Sagan er fjörlega rituð og mjög skemmtileg. Efni m. a.: Kr. E. A.: Þórbergur Þórðarson. H.H.: Ummyndun á útidyraþrepum. Þórbergur Þórðarson: Úr dagbók mahatma Papýli. Þórbergur Þórðarson: Úr bréfi til Láru. Kvæði eftir: Snorra Hjartarson, Stein Steinarr, Anonymus. Halldór Kiljan Laxness: Lítil samantekt um útilegumenn. Björn Th. Björnsson: Opinbert listasafn á Islandi. Sverrir Kristjánsson: Post mortem. Hallgrímur Jónasson: Tvær myndir frá örlagadegi. Þórunn Mágnúsdóttir: Eftir er enn yðvarr hlutur. Umsagnir um bækur eftir: Ásgeir Hjartarson, Bjöm Sigfússon, Halldór Stefánsson. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir að vitja bóka sinna sem fyrst. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 19. Ferðaminningar og sjóferðasögur Sveinbjarnar Egilson eru komnar í bókaverzlanir. Skemmtilegri bók er ekki fáanleg. Magnús Jónsson prófessor segir m. a. um Ferðaminningar: „Sveinbjöm Egilson er líklega meðal þeirra Islendinga, sem víðast hafa farið og í flest ratað, og er þó ekki gott um það að segja. En Sveinbjörn hefur það umfram reynslu og æfintýralíf sjómanna yfirleitt, að hann er menntað- ur maður, og verður því meira úr því, sem hann hefur heyrt og séð, en almennt ger- ist og getur sagt svo skemmtilega frá því á prenti, að það er dauður maður, sem ekki fylgist með“ .... „Ég fyrir mitt leyti gat ekki hætt fyrri en ég var búinn“. FriðrUc Á. Brekkan segir: „. . . Það er skjótast af þessari bók að segja, að hún þolir fyllilega samanburð við flestar er- lendar ferðasögur, sem ég þekki til, og eru þó sumar þeirra ritaðar af snilld“ .... Einhverju hispursfólki kann ej: til vill að finnast full ljóst og yfirdrepslaust sagt frá skuggahliðum hafnarbæjanna og lífi sjómanna þar. En ég held að slíkar aðfinnslur væm ástæðulausar. Hér er aðeins skýrt frá því, sem fyrir augun ber — illu og góðu —og það er gert látæðislaust og af fullri hreinskilni.“ Lúðvík Kristjánsson segir: „Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilson fela í sér slíka neista, að þær munu halda nafni hans á lofti, löngu eftir að allt annað sem hann hefur ritað, er fallið í gleymsku og dá“. Um nálega tvo tugi ára sigldi Sveinbjörn um flest heimsins höf, lengst með Englendingum, en einnig á dönskum, norskum og sænskum skipum. Hann var á stóram skipum og smáum, seglskipum og gufuskipum, átti stundum góða vist, stundum illa, kynntist bæði prýðilegum fardrengjum og misjmdismönnum. Ósjaldan fór hann milli Englands og lndlands og oft lá leiðin um Suezskurð. Einnig sigldi hann til Suður-Ameríku. Á ferðunum kynntist hann lífi farmanna í öllum myndum þess, þoldi súrt og sætt í hafnarborgum, fór ekki varhluta af sjúkdómum né plágum, sem þjá norræna menn í hitabeltislöndum. Síðan samdi hann úr minningum sínum frá þessum árum hina stærstu ferðabók og einhverja hina vinsælustu, sem íslenzkur maður hefur samið. Kaupið 1 dag Ferðaminningar og Sjóferðasögur Sveinbjarnar. Þér fáið ekki betri bók né skemmtilegri. Bókaverzlun ísafoldar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.