Vikan - 23.06.1949, Qupperneq 4
4
VIKAN, nr. 25, 1949
Masuccio Salernitano:
IUariotto og Giannozza.
Skáldjöfurinn Shakespeare fékk efnið
í hið fræga leikrit sitt, Romeo og Júlía,
úr þessari smásögu. Höfundur sögunnar
er fæddur um 1420 í Salemo á Italíu.
Hann var um skeið ritari við hirðina í
Neapel, og var í miklu áliti sem rithöf-
undur. Salernitano andaðist árið 1474.
En 1476 var prentuð bók hans: II novell-
ino. Eru sögurnar fimmtíu og tileinkaðar
furstafrúnni í Neapel.
Masuceio er ekki myrkur í máli, er
hann ræðir ástamálin, og lýsir oft hræsni
munka og skinhelgi í sögum sínum. Hann
er álitinn bezti rithöfundur síns tíma.
Bókmenntafræðingar eru sammála um
það, að þessi saga sé uppistaðan í leikrit-
inu Romeo og Júlía sem fyrr er sagt, þó
að nöfn elskendanna, og staðurinn, sem
sagan gerist á, séu önnur en hjá
Shakespeare.
Og hefst hér sagan:
Einhvem tíma fyrir skömmu bar það
á góma þar sem margar konur voru
saman komnar, að ungur fallegur vel
búinn maður að nafni Mariotto, af góðu
fólki kominn, væri ástfanginn í fagurri
ungri stúlku, er hét Giannozza. Hún var
dóttir alþekkts og mjög mikilsmetins
manns, ég má segja af Saraceniætt-
inni. Og það fylgdi sögunni að ung-
mærin hefði fellt mjög heita ást til
Mariottos. Er þau höfðu um tíma látið
augun tala sínu ástamáli, þráðu þau að
njóta sælu ástarinnar. Þau hugsuðu ráð
sitt. Það var Giannozza sem fann lausnina.
Þau yrðu að ganga í hjónaband, bak við
tjöldin. Á þann hátt gætu þau notið hvort
annars um tíma, hvað sem framtíðin
bæri í skauti sínu. Þau báru' fé á munk
nokkurn, og gaf hann þau saman, án vit-
undar annara. Nutu þau svo ástarsæl-
unnar um skeið, og teygðu bikar nautn-
anna í botn. En svo gerðust örlögin þeim
ómild.
Dag nokkurn komst Mariotto í deilur
við annan borgara bæjahins. Létu þeir
hendur skifta, barði Mariotto andstæðing
sinn í höfuðið með einhverju barefli. Varð
af sár mikið, er dró manninn til dauða
að fám dögum liðnum.
Mariotto fór huldu höfði. Var hans
leitað gaumgæfilega af þjónum réttvís-
innar.
Mariotto var útlægur ger ævilangt og
bannfærður til frekari áréttingar.
Þeir einir, sem orðið hafa fyrir sárum
harmi og ástvinamissi, geta gert sér
grein fyrir ógæfu ungu elskendanna, eða
hjónanna.
Þau bjuggust við ævilöngum skilnaði,
og grétu sárt er þau kvöddust. Þó álitu
þau það ekki með öllu útilokað, að Mariotto
yrði að mörgum árum liðnum leyft að
hverfa heim og gefnar upp sakir. Þau
urðu ásátt um það, að Mariotto skyldi
ekki einungis fara frá Toskana, heldur
af Italíu, og halda til Alexandríu. Þar átti
föðurbróðir hans heima, og hét Nikolaus
Mignanelli. Var hann ríkur kaupmaður
og víðkunnur.
Ungu elskendurnir lofuðu hvort öðru
því að skrifa svo oft sem tækifæri byðist.
Ætluðu þau aldrei að geta slitið sig
hvort úr annars faðmi. Endurtóku þau
aftur og aftur heit sín um órofa tryggð
og eilífa ást.
Mariotto hafði sagt einum bræðra
sinna frá öllu saman, og fengið loforð
hans viðvíkjandi því, að honum bærust
sífellt fregnir af líðan Giannozzu.
Svo 'fór hann til Alexandríu. Ferðin
gekk slysalaust. Föðurbróðir hans tók
mjög vel við honum.
Mariotto sagði frænda sínum frá öll-
um málavöxtum. Föðurbróðir hans gerði
lítið veður út af því þó bróðursonur hans
hefði orðið mannsbani. En að hann hefði
sett blett á ættina taldi hann meiru
skifta.
En þar sem frændi Mariottos var vitur
maður, vissi hann, að ekkert ávannst
með mælgi né harmatölum. Hann ákvað í
þess stað að leita um sættir og reyna að
lina sorg frænda síns. Hann lét Mariotto
vinna við verzlun sína og sýndi honum
mikinn kærleika. En ungi maðurinn var
svo harmi lostinn, að hann grét oft yfir
örlögum sínum. En ekki leið svo nokkur
• mánuður, að hann fengi ekki mörg bréf
frá sinni heittelskuðu Giannozzu, og bróð-
ur sínum. Voru bréfin elskendunum all
mikill harmaléttir, eða líkn með neyð.
Er tímar liðu, fór faðir Ginnozzu að
koma að máli við dóttur sína um giftingu.
Hún fór undan í flæmingi. Kvaðst hún
,>%«iiaiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiliiitiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiimiiiiiiiiii u,
I VEIZTU -? I
1 1. Hve mörg eru stig hershöfðingjatignar :
í her Bandaríkjamanna, og hvert er 1
hæsta stigið? I
| 2. Hvenær var óperan „La Traviata =
fyrst leikin og hvar?
= 3. Eftir hvern er óperan „Lohengrin" ? =
I 4. Hvað er langt til Skotlands?
1 5. Hvar er Hrólfssker? \
\ 6. Hvað er „skapþing" ?
1 7. Hver boðaði fyrstur kristna trú á |
Islandi ? |
I 8. Hver er eðlisþyngd gimsteina ?
| 9. Hver er harka þeirra?
= 10. Eftir hvern er ljóðabókin „Kurl“?
Sjá svör á bls. 14.
ekki hafa augastað á mannsefni að svo
komnu. En er faðir hennar hafði oft rætt
þetta mál, varð hún að láta undan. Hann
hafði mannsefni á boðstólum er ekki tjó-
aði á móti að mæla. En hún ætlaði aði
kjósa dauðann heldur en ganga að eiga.
nokkum mann. Hún áleit nú orðið von-
laust, að hennar heittelskaði eiginmaður,.
er hún hafði gengið að eiga með launung,
mundi eiga aftur kvæmt. Giannozza áleit
það enga bót að segja föður sínum frá.
þessu.
Svo lét hún undan að nafninu til. Þótt-
ist hún ætla að fara að ráðum föður síns,
og samþykkti tillögur hans. Lét hún
senda eftir presti þeim, er hafði gift hana
og trúði honum fyrir öllu. Bað hún prest-
inn hjálpar með mörgum fögrum orðum.
Presturinn var á báðum áttum. En gull
það, er hún bauð honum, reið baggamun-
inn. Munkur þessi, eða prestur, gat
búið til undradrykk úr margskonar dufti.
Ef þessa drykkjar var neytt féll sá, er
hann hafði drukkið, í svefn, er stóð yfir
þrjá daga, og sýndist dáinn.
Þvílíkan drykk fékk munkurinn henni.
Að því búnu neytti hún drykkjarins,
og féll til jarðar eins og örend. Þjónustu-
meyjar hennar hófu upp harmakvein
mikil. Kom faðir Giannozzu þegar og
margt manna með honum til þess að sjá
hverju þetta sætti. Er hann sá sína heitt-
elskuðu einkadóttur þannig, lét hann
sækja marga lækna, til þess að gera allt,
sem í mannlegu valdi stóð henni til bjarg-
ar. En engum tókst að vekja Giannozzu.
Var það álit allra viðstaddra að hún hefði
orðið bráðkvödd. Heilan sólarhring var hún
höfð í húsinu og yfir henni vakað, ef
ske kynni að hún raknaði við. En að
þessum tíma liðnum var hún jarðsett og
látin í grafhvelfingu ættarinnar í kirkju
hins heilaga Ágústusar.
Var sorg föðurins átakanleg. Við jarðar-
förina mættu allir íbúar bæjarins sem
vettlingi gátu valdið.
Samkvæmt samningi var Giannozza sótt
um miðnætti af hjálparmönnum munks-
ins, og flutt heim til hans. Þar hófst hann
handa við það að vekja hana til lífsins.
Var það ekki áhlaupaverk. Notaði hann
til þess eld og önnur hjálparmeðöl, sem
hér verður ekki greint frá.
Er Giannozza reis á fætur klæddist
hún sem munkur. Svo liðu nokkrir dag-
ar. Að þeim liðnum fylgdi munkurinn
henni til hafnarinnar í Pisa, þar lágu gal-
eiður, er fara áttu til Alexandríu. Voru
þær frá Aiguesmortes. Sá staður var í
Suður-Frakklandi í nánd við Marseille.
Þau fóru fram í eina galeiðuna, sem
ferðbúin var. Af ýmsum ástæðum voru
galeiður þessar oft svo mánuðum skipti
á ferð sinni, þar til þær komu til ákvörð-
unarstaðanna.
Gargano, bróðir Mariottos, hafði skrif-
að bróður sínum um hinn sorglega dauða
Giánnozzu, og sagt honum frá jarðarför
hennar mjög greinilega. Ennfremur sagði
Framhald á bls 7.