Vikan


Vikan - 29.10.1992, Side 10

Vikan - 29.10.1992, Side 10
ir, kvaldir eða kaldir - þeim eru allar eigin bjargir bannaðar. Mannslíf og verðmæti eru ofar öllu í þessu starfi. Það er Ijóst strax á fyrstu klukkutímunum á vaktinni. Og það tekur á menn, alveg sama hvað þeir eru búnir að brynja andlegt atgervi sitt, þegar þessi dýr- mætu markmið nást ekki. Vaktin á eftir að leiða það í Ijós. Eftir að menn hafa fengið að halda áfram að næra sig í friði, uppi f kaffistofu slökkvi- stöðvarinnar, taka enn frekari æfingar og yfir- ferðir við. Guðmundur á körfubílnum setur blaðamann upp í tuttugu metra hæð fyrir há- degi á gamia bílnum en tæplega þrjátíu metra eftir hádegi á nýrri bíl. Þannig æfir hann sig í meðferð og stjórn þessa tækis ásamt öðrum slökkviliðsmönnum en Guðmundur er skráður á bílinn þessa vaktatörn. Lofthræðsla er ó- æskilegur eiginleiki meðal slökkviliðsmanna. HÆGDIR OG RÓLEGHEIT Hádegið. Maturinn kemur frá Múlakaffi í ein- angruðum bökkum. Eftir snæðinginn taka menn í spil og slaka á, dreifa huganum og hvíla skrokkinn eftir annasaman en þó útkalls- lausan morgun. En útkallið kemur einmitt í há- T Sumarliöi tekur vel á því 09 lætur talstöö- ina aldrei vera langt undan. Utkalliö heföi getaö komiö einmitt þarna og þá heföu menn komið út úr Mætti eins og þeir voru klæddir...og sveittir. A Jón Viöar aöstoöarslökkviliösstjóri at- hugar líkamsástand Kristjáns varöstjóra. Ef marka má svip Jóns mætti ætla aö Kristján hafi gleymt aö spenna vöövana. y Hrólfur slökkviliösstjóri fylgist grannt meó tilburöum varaslökkviliösstjórans á æfingunni. Allt er skráö. deginu. Jeppi valt á gatnamótum við árekstur og tækjabíllinn er kallaður á staðinn. Blaða- maðurinn er fjarverandi þegar Ijósið kemur og hljóðmerkið og situr því af sér slysið í hægð- um sínum og rólegheitum. Ekki reyndist aðstoðar þörf í þetta sinn og sneru því fimmmenningarnir, tíðindamanns- lausu til baka. - Hvar varst þú? spyrja þeir sakleysislega þegar þeir hoppa niður úr bíln- um. Og Helgi aðalvarðstjóri bætir um betur þegar hann segir algert skilyrði meðal slökkvi- liðsmanna að þeir hafi gert allar sínar þarfir áður en þeir koma á vaktina. En þar sem maður úr röðum skrásetjara er ekki ómissandi hluti af útkallsliðinu geta menn brosað góðlát- lega að þessu og haldið aftur til sinna starfa. Reykkafarar dagsins, þeir Sumarliði og Örvar, taka nú einn sjúkrabílinn og skoða allar „frumeindir" hans ofan í kjölinn. Allt á að vera til staðar og á réttum stöðum, ekkert má vanta. Hann er þrifinn vandlega frá toppi ofan í gólf, að utan sem innan. Vitaskuld eru bíl- arnir þrifnir eftir hvert tilvik og það getur víst verið heldur óyndislegt umhorfs í þeim, svo ekki sé meira sagt, eftir alvarleg slys eða slæm veikindaútköll. Guðmundur fer að æfa sig á aðalkörfubílinn. Þegar hér var komið sögu, og klukkan orðin eitt, var ekki laust við að sá er þetta skráir hafi verið farinn að geta hugsað sér að ganga hreinlega til liðs við slökkviliðið, skipta á penna og slöngu. ÞOLRAUN REYKKAFARA Þá var honum nánast gert að skyldu að slást í för með reykköfurum dagsins, þeim Sumar- liða og Örvari, á æfingu. - Þú veist ekkert nema hafa prófað reykköfun! sagði Helgi kotroskinn. Þeir sem urðu á vegi manns á leiðinni í þessa æfingu auðsýndu samúð sína allir sem einn og Jón Viðar rak smiðshöggið á undirbúninginn með því að kanna lítillega lík- amsburði þessa ógæfusama snáps. Og það kom á daginn að reykköfun á ekki heima sem fastur liður í dagbók blaðamanna. Þetta er aðgerð sem allir vilja missa af en er þó það sem slökkviliðsmönnum þykir hvað eftirsóknarverðast í starfinu. Reykköfunaræfingin hófst á því að tveir menn bjuggu sig upp í allan skrúðann með súrefnistækin fyrir vitum, rétt eins og í raun- veruleikanum. Síðan er byrgt fyrir sjónir þannig að menn þurfa að vaða blindandi inn í sérstakan sal sem er búinn færanlegum veggjum. Þannig er hægt að umbreyta sífellt aðstæðum þar sem ekki er talið verða mönn- um að neinu gagni að æfa við aðstæður sem þeir þekkja. Þarna eru tröppur, þröngir gangar og húsgögn, lítil herbergi og stærri og reynt er að líkja eftir þeim tilvikum sem upp geta kom- ið. Annar reykkafarinn fer með veggjum. Ann- aðhvort fer hann alltaf hægri hring eða alltaf vinstri hring. Hinn heldur í höndina á honum og teygir sfðan alla skanka eins og langt og hann getur, undir húsgögn, inn í skápa, út á gólf og með veggjum. Og það sem hendur snerta strýkur hann með handarbakinu vegna þess að ef rafmagn er enn á brunastað geta menn verið í vondum málum við snertingu. Þá kreppast vöðvarnir og ef lófinn snýr inn að því sem snert er getur maður átt á hættu að grípa ósjálfrátt utan um straumhlaðin rör eða víra- flækjur. Þar getur maður víst setið fastur ef svo ber undir. Það er auðveldara að kippa að sér krepptri hendi ef handarbakið nemur strauminn. Inni í einu herbergjanna vita reykkafararnir að liggur maður, raunar um það bil áttatíu kílóa dúkka í þessu tilviki, þeir vita ekki hvar og sjá ekkert. Það er þungt að anda með tæk- in á sér og hitinn inni í galla slökkviliðsmanna verður ógurlegur, nánast óbærilegur undir eðlilegum kringumstæðum að kunnugra sögn, það er að segja í eldsvoða. Einnig vantar alla þá spennu sem svona björgun hleður í menn við raunverulegar aðstæður, óttann og flýtinn. Engu að síður myndast ákveðin örvænting þegar maður þreifar fyrir sér eins og blindur kettlingur með fótunum undir húsgögnum og höndum ofan á þeim. Svo ekki sé talað um það þegar reykkafarinn hefur fundið þann sem inni er og þarf að koma honum út. Þá gengur reykkafarinn, sem fór með veggjun- um, eftir líflínunni til baka og dregur hinn á eft- ir sér sem bakkar með þann meðvitundar- lausa í fanginu. Og þegar súrefnistækin láta vita með háværu, hvellu og stanslausu flauti að reykkafarinn sé að verða súrefnislaus þá verður hann að koma sér út. Þetta gerðist þegar blaðamaðurinn hengsl- aðist með dúkkuna út úr „íbúðinni" og hlóð talsverðri spennu upp í vitundinni þrátt fyrir meðvitað öryggi. Og það vitnast hér með að þarna er á ferðinni hrein og klár þrekraun. Það tók blaðamanninn, sem þykist nú vera í þokkalegri þjálfun, um það bil hálfa klukku- stund að ná hjartslætti og öndun niður í eðli- legt horf eftir æfinguna. Klukkan þrjú var slökkviliðsstarfið orðið jafnfjarlægt undirrituð- um og geimferðir. Þeir Sumariiði og Örvar, sem nú hafði farið tvær ferðir inn f „íbúðina“, voru hins vegar á harðaspretti um allt strax eftir baðið, sem er nauðsynlegur þáttur í reykköfunaræfingu. Sem betur fór kom ekkert útkall innan skamms. En það er ekki þar með sagt að menn hafi lagst i kör. Nei takk, fleiri æfingar. Einnig kynnti einn af vaktinni, Höskuldur að nafni, blys og efnaljós sem ætluð eru til leið- beiningar þyrlunni á lendingarstað en hún er notuð í síauknum mæli við sjúkraflutninga á alvarlega slösuðu fólki. Og einmitt örskömmu síðar lét Helgi Schev- ing aðalvarðstjóri kalla út áhöfn þyrlunnar. Þetta var vegna mjög alvarlegs umferðar- slyss.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.