Vikan


Vikan - 29.10.1992, Page 24

Vikan - 29.10.1992, Page 24
TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON MEWCASTLE IWIKASTALI ER Oiemw OAMALL ▼ Tveggja hæða strætis- vagn í Beamish safninu. Með honum geta gestir feröast. Ættmóðir Ölfusárbrúar og járnbrautanna er ein helsta verslunar- borg Englands um þessar mundir. Hún stendur við ána Tyne og var eitt sinn miðstöð kola- og járnflutninga. Nú til dags skartar áin Tyne hins vegar öðru og meiru en kola- bingjum og stálhrúgum á prömmum en á henni er meðal annars að finna fljótandi næt- urklúbb sem þónokkur hópur íslendinga hefur heimsótt. Hún heitir Newcastle og samnefnt knattspyrnulið hefur ( haust unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Nú er svo komið að áhangendur liðsins þurfa margir hverjir frá að hverfa þegar liðið á heimaleiki og ef svo heldur fram sem horfir er þar á ferðinni nýtt stórveldi í enskri knattspyrnu. Það er enginn annar en gamli snill- ingurinn Kevin Keegan sem meðal annarra hefur fengið þessu áorkað. Ekki meira um fótbolta. RISAVERSLUNAR- MIÐSTÖÐ í borginni búa tvö hundruð og áttatíu þúsund manns eða rétt rúmlega eitt stykki íslensk þjóð. Áin Tyne var um aldir helsta lífæð Newcastle en nú hefur malbikið tekið við því hlutverki og þangað streyma Englendingar úr nærliggjandi borgum í verslunarerindum. Til dæmis má finna í borginni stærstu verslunarmiðstöð Evrópu, Metro Center, geysi- legt flæmi að gólffleti. Mönn- um hefur reiknast til að sá sem gengur allar götur mið- stöðvarinnar gangi alls fimm kílómetra leið. Þá eru undan- skilin þau tilvik þar sem farið er inn í verslanir, veitinga- staði, sem eru um fimmtíu talsins, skemmtigarð, kvik- myndahús eða í keilu. Allt undir þessu sama, risastóra þaki. Verslunarmiðstöðin stóra er rétt utan við miðborgina en þangað ganga bæði járn- brautarlestir og almennings- vagnar auk þess sem tólf þús- und bílastæði eru til taks. Inni í miðborginni er að finna aðra stóra verslunarmiðstöð, Eldon Square, en úr henni er gengið út á helstu verslunargötuna, Northumberland Street. Gat- an sú heitir svo í höfuðið á Norðymbrum sem þarna réðu ríkjum fyrr á öldum. Þá áttu þeir í átökum við forvera okk- ar, víkingana, og voru „strák- arnir okkar" síður en svo vel- komnir á þessar slóðir. Nú eru breyttir tímar og íslendingum, sem og öðrum norrænum mönnum, tekið fagnandi þar sem þeir koma að þessum fyrrum endimörkum Róma- veldis. Fyrir þá sem ekki eru ein- göngu í þeim hugleiðingum að skylmast við sölumenn með kreditkortum er margt að sjá og skoða. Rómverjar reistu vegg til forna þarna í Norðymbralandinu og það mannvirki má sjá enn þann dag í dag rétt norðan við Newcastle. Veggurinn mark- aði endimörk rómverska heimsveldisins að norðaust- anverðunni. Fleiri merkar byggingar má nefna, eins og til að mynda kastalann sem borgin dregur nafn sitt af. Hann er reyndar ekki nýr, reistur fyrir níu hundruð árum og þá var hann kallaður Nýikastali, New-castle. BAKKGÍR TÍMAVÉLAR Dómkirkjan er líka fræg. Hún skartar meðal annars turn- spíru sem stendur enn þann dag í dag vegna þess að þar voru geymdir stríðsfangar þegar skoskir fjendur Eng- lendinga ætluðu að sprengja hana í loft upp. Þetta var árið 1644 en spírunni var bætt ofan á kirkjuna árið 1470 og þá var kirkjan um það bil aldar gömul. Og skammt fyrir utan borgina er gömlum hefðum haldið á lofti á annan hátt, í Beamish-safninu. Þegar mað- ur kemur inn (þetta safn skipt- ir maður um gír í tímavélinni, fer í bakkgírinn og aftur um hundrað ár eða svo. Karlar með göngustafi og pípusterta, sterkan hreim og uppfullir af enskri kímni fylgja gestum og gangandi niður í fornar námur. Prúðbúnar hefðarfrúr inni á fínum heimilum heilsa kurteis- lega, umkringdar öllum tilheyr- andi pífum og blúndum ( stássstofum að hætti gömlu, góðu daganna. Hér hefur aðeins fátt eitt verið nefnt af því sem Newcastle býður upp á. (s- lendingar hafa í síauknum mæli flogið til borgarinnar, sótt þangað hressingu, and- lega sem líkamlega og jafnvel eitthvað fatakyns og fleira. í vetur býður ferðaskrifstofan Alís ferðir til Nýjakastala sem áður og víst er að marga fýsir að kynnast þessari forvitni- legu borg betur. □ 24 FERÐAVIKAN 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.