Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 42

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 42
KVIKMYNDIR TEXTI: HALLA SVERRISDOTTIR ER HQUYWOOD FORSOGULEGT SKRIMSLI? UM EINHLIÐA KVENMYND KVIKMYNDANNA Kannski hallar þá höfö- inu að mér / einhver haldgóður stórmilljóner, sungu íslenskar konur háðs- lega dreymandi röddu á plöt- unni Áfram stelpur á ofan- verðum áttunda áratugnum, Nú, á öld framfara, skyldu menn ætla að slíkir söngvar væru orðnír úreltir en það er líklega best að hugsa sig tvisvar um þegar framleiðslan frá Hollywood er skoðuð með AI mynd- inni Indecent Proposal gerir milijaróa- mæringur sómkæru pari ósiölegt tilboö: Eina milljón dollara fyrir nótt meö dömunni. hliðsjón af því hvernig mynd er dregin uþp af konum. Eitt er að minnsta kosti víst: stóru sterku strákarnir, sem völdin hafa í Hollywood, geta með nokkrum rétti sagt að þeim finnist konur vera orðnar æ meira virði. Richard Gere borgaði til að mynda 3000 dollara fyrir eina viku með Juliu Roberts í kvik- myndinni Pretty Woman árið 1990. James Caan keypti sér helgi með Söru Jessicu Park- er fyrir heila 65.000 dollara í Honeymoon in Vegas. Þó er það Demi Moore sem slær allar hinar út: hún fékk milljón fyrir eina nótt í örmum millj- ónamæringsins i Indecent Proposall Ekki amalegt tilboð það. KONUR TIL SÖLU í kjölfar þessarar nýju hneigð- ar í kvikmyndaiðnaðinum ( Hollywood hefur fylgt reiðialda mótmæla og hneykslunar af hálfu . bandarískra kvenna. Þær eru búnar að fá sig fullsaddar af kvikmyndum þar sem konur eru í bókstaflegri merkingu vegnar, metnar og seldar eins og kjötskrokkar úr sláturhúsi. Þær eru líka orðn- ar þreyttar á því að fá hvorki að leika í, leikstýra né fram- leiða myndir sem hafa aðrar forsendur, nema í einstaka undantekningartilfelium. Að vísu hafa nokkrar konur - og ótal karlar - hnussað yfir því sem gjarnan er kallað „rauðsokkukjaftæði“ og dæmi eru um að konur hafi skrifað í lesendadálka blaðanna að allt þetta nöldur stafi bara af hreinni öfund, sjálfar myndu þær til dæmis sofa hjá Robert Redford ókeypis hvar og hvenær sem það stæði til boða. Nú ber að hafa í huga að það eru ekki meintir kyntöfrar Roberts Redford, Richards Gere eða (guð hjálpi oss!) James Caan sem eru til um- ræðu. Það er afstaðan sem fram kemur í þessum kvik- myndum til konunnar og kvenlíkamans, til sjálfsmyndar konunnar og einstaklingseðlis hennar. GOÐSÖGNIN UM KONUNA: MÓDIRIN OG GLEÐIKONAN Stuttu eftir að Indecent Propo- sal var frumsýnd var haldinn fréttamannafundur á glæsi- hótelinu The Four Seasons í Beverly Hills. Þar voru saman komnar rúmlega tvö hundruð konur á öllum aldri, flestar starfandi í kvikmyndum og sjónvarpi, leikkonur, framleið- endur, leikstjórar og þar fram eftir götunum. Fundinum var ætlað að vera eins konar mót- mælafundur gegn myndinni enda voru aðeins fjórir við- staddra karlkyns. Á fundinum flutti erindi ein merkasta kvenréttindakona þessarar aldar og „móðir“ bandarískrar kvennahreyfing- ar vorra daga, Betty Friedan. Fyrir rúmum þrjátíu árum skrifaði hún bókina The Fem- inine Mystique þar sem hún afhjúpaði og afneitaði því sem hún kallaði „hina vestrænu goðsögn um konuna og eðli hennar“. Bókin varð geysilega umdeild, ekki síst þar sem Friedan réðst harkalega að fjölmiðlum og auglýsinga- mennsku sem hún taldi gefa ákaflega ranga mynd af kon- um. Friedan benti á að í vest- rænu samfélagi hefðu konur enga sjálfstæða tilveru í aug- um karla heldur væru þær skilgreindar út frá sambönd- um sínum og tengslum við karlmenn og heim karla. Þær væru ekki skoðaðar út frá þátttöku sinni í samfélaginu eins og karlmenn og ekki litið á þær sem einstaklinga með sjálfstæðan vilja. Fyrr á þessu ári var Friedan viðstöddd afhendingu ósk- arsverðlaunanna. Við verð- launum fyrir bestu myndina tók, eins og kunnugt er, Clint Eastwood, fyrir mynd sína The Unforgiven. Og East- wood tók það skýrt fram að í mynd sinni gæti að líta marg- ar sterkar konur. Að vísu væru þær allar gleðikonur, en... Síðan, svona eins og til að ráða bót á þessu, minntist hann móður sinnar með tárin í augunum. „Þetta er ömurlegt," sagði Friedan. „Svo ömurlegt að maður gæti haldið að þetta væri 1893 en ekki 1993! Síð- an ég skrifaði bókina hafa konur vissulega tekið stór skref í átt að jafnrétti. Síðasta ár voru fleiri konur en nokkru sinni fyrr kosnar á löggjafar- samkundur í Bandaríkjunum en fjölmiðlar og fjölmiðlafólk kýs að horfa fram hjá þesari þróun, með þeim afleiðingum að sú kvenmynd sem birtist í fjölmiðlum færist æ fjær veru- leikanum. Það sýnir sig ár eft- ir ár að af því fólki sem kemst í fréttirnar, skrifar fréttirnar eða sést á sjónvarpsskjám, hvort sem er í fréttaþáttum eða leiknum þáttum, eru kon- ur í miklum minnihluta - stundum undir fimmtán pró- sent! Það er eins og það sé verið að þurrka konur út af sviði fjölmiðlunar." Kvikmyndir á borð við Pretty Woman og Indecent Proposal draga þar að auki, að mati Friedan, upp mynd af veröld þar sem ungar stúlkur geta alveg hætt að eyða tíma í að mennta sig og skapa sér sjálfstæða tilveru. Allt sem þær þurfa að gera til að vegna vel í lífinu er að verða sér úti um silikon í brjóstin, svelta sig þar til æskilegri (undir)kjörþyngd er náð, láta lengja á sér fótleggina og bíða svo rólegar og prúðar þar til einhverjum „haldgóðum stórmilljóner" þóknast að „halla höfðinu að þeim“ - eins og íslensku rauðsokkurnar orðuðu það! „Kvikmyndaiðnaðurinn er eins og fornsögulegt skrímsli," segir Friedan. „Og þetta skrímsli er algerlega ófært um að sjá konur sem eitthvað annað en kvensur, mellur eða heimskar dúllur.“ KONURTAKA ÞÁTT i LEIKNUM! Það er kaldhæðnisleg stað- reynd að á meðal þeirra fjöl- mörgu sem standa að gerð Indecent Proposal eru tvær konur í fremstu víglínu. Með- framleiðandi myndarinnar er Shelly Lansing en hún er al- mennt talin valdamesta konan í Hollywood (það ber að at- huga að slíkt segir kannski ekki mikið - Jodie Foster, sem er talin valdamesta leik- konan í Hollywood, lendir ná- lægt þrítugasta sæti á lista yfir valdamestu leikarana, af báð- um kynjum). Hún er stjórnandi Paramount-fyrirtækisins og henni tókst að fá nafn sitt nefnt, ekki einu sinni heldur tvisvar, í upþhafi Indecent Proposal og það þykir ansi 42 VIKAN 21.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.