Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 56

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 56
FERÐALOG A FERDA- MANNASLÓÐUM Í „DÖKKUM HYL" - ÖÐRU NAFNI DUBLIN Gulleyrnalokkar frá bronsöld. I Trinity College máttu kaþólskir ekki stunda nám. Myndin er úr bókasafni skólans, þar sem Book of Kells er að finna. og níu. Húsið var reist seint á 18. öld. Þar hefur verið komið fyrir safni sem sýnir dæmigert millistéttarheimili þessa tfma. Enginn ætti að sleppa því að heimsækja safnið og það lað- ar jafnvel þá til sín sem eru al- gjörlega á móti safnaferðum. í upphafi heimsóknarinnar gefst færi á að heyra lýsingu á lífinu í húsinu fyrrum og fylgjast með því í myndum á kvikmyndatjaldi. Óvenjulegt safn og skemmtilegt. Fram að þessu höfum við drepið á viðkomustaði ferða- mannsins sunnan árinnar Liff- ey. Nú er tími til kominn að fara yfir ána og þeir verslunar- glöðu bregða sér auðvitað í búðirnar í O'Connell stræti. Þar er líka^hægt að líta inn á Aðalpósthúsið, í daglegu tali nefnt GPO, sem frægt er úr frelsissögu íra. Nokkru norðar, við Parnell- torg, er rétt að hafa viðkomu í Dublin Writers Museum, Rit- höfundasafninu. Það er í ný- uppgerðri 18. aldar byggingu. Gestir geta hér fylgt sögu írskra bókmennta frá upphafi og fram til vorra daga. Skoða má bréf, myndir, fyrstu útgáfur bóka, gripi sem tilheyrt hafa þekktum rithöfundum og ótal- margt fleira athyglisvert. Bókabúð er í byggingunni og einnig veitingastaður sem nefnist „Chapter One“ eða „Fyrsti kafli“. Þar er borinn fram írskur matur eins og hann gerist bestur. Aðeins steinsnar frá Rithöf- undasafninu er írska vax- myndasafnið með yfir tvö hundruð vaxmyndum bæði af þekktum írum og heimsfræg- um persónum annarra þjóða. Víða í safninu má ýta á hnappa og heyra frásagnir af því sem fyrir augu ber af seg- ulbandi. Við höfum aðeins haft við- komu á örfáum þeirra fjöl- mörgu staða í Dublin sem laða til sín áhugasama ferða- menn. Guinnessbruggverk- smiðjurnar taka á móti gest- um og auðvitað eru listasöfn og kirkjur áhugaverður kostur fyrir marga, jafnvel þótt við- dvölin sé ekki sérlega löng. Þeir sem vilja geta síðan brugðið sér í stuttar ferðir út fyrir borgina, til dæmis í hinn fræga Malahide-kastala. Þar bjó sama fjölskyldan, Talbot- arnir, í 791 ár, allt frá 1185 og fram til 1976. Dublinarborg keypti kastalann og ferða- málayfirvöld sjá um rekstur- inn. Gaman er að ganga um herbergi og sali kastalans því hann hefur verið búinn viðeig- andi húsgögnum og málverk prýða alla veggi. Nákvæm lýsing á því sem fyrir augu ber er flutt gestum af segulbandi í hverju herbergi. □ 56 VIKAN 21. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.