Vikan


Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 7

Vikan - 18.12.1993, Blaðsíða 7
stærstu þjóðirnar vestanhafs hafa nú gert sín í milli. Allavega er þetta ekki þessi margumræddi Evrópusamn- ingur að því er ég fæ best séð í mínum spilum því lín- urnar, sem þýða „sambönd" í mínum spilum, spanna yfir stærra hafsvæði en rétt til Evrópu. Það gæti því rétt eins verið um einhverjar aðr- ar stórþjóðir að ræða en þær vestanhafs." Geturðu þá sagt okkur eitthvað um vamarmálin og samning okkar um áfram- haldandi veru varnarliðsins eða brotthvarf héðan í beinu framhaldi af þessu? „Það sem hér kemur fram er þetta: Varnarsamningi ís- lands og Bandarikjanna verður breytt verulega. Það er ástæða fyrir íslenska ráðamenn að fara mjög var- lega í sakirnar hvað varðar kröfur um sterkan varnar- búnað á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á landinu, nema geta boðið eða sýnt fram á að við ætlum sjálfir að taka þátt i þeim vörnum með einhverjum hætti. Það er bersýnilegt að öðr- um þjóðum er ekkert sér- staklega sýnt um að kosta varnir (slands og Evrópu- mönnum allra síst. Það verða enn og aftur Bandarík- in sem við munum leita til um varnir og nú með breyttu fyrirkomulagi. Þetta verða einskonar viðskipta- og vin- arsamningar sem þarna ýmsu tagi á landsbyggðinni. Það verður því ekki eins þröngt um atvinnu í sumum hinum dreifðu byggðum eins og ætla mætti á þessari stundu. En þar er ekki um framtíðarmúsík að ræða. Því rniður." BÆTIR Í BYGGÐAVANDANN Nægir okkur þá þetta út ár- ið? Verður kannski lítii breyt- ing hér á árinu? „Nei, því miður nægja ekki erlend lán til að skapa hér haldgott árferði. Jafnvel ekki út næsta ár. Ég sé hér í mín- um spilum að enn muni bæta verulega í byggða- vandann. Núverandi vandi á Vestfjörðum er ekki einangr- aður við þann landshluta. Það verður viðamikill kafli f atvinnumálunum allt næsta ár sem tengist því að leita leiða til að beina endurskipu- lagningu í þann farveg sem þykir líklegur til að halda landsbyggðunum við ver- stöðvarnar saman og forða því að fólk taki sig upp til bú- ferlaflutninga." Hverjar verða þessar leið- ir? „Þær sýnist mér verða fyrst og fremst þessar tvær: í fyrsta lagi að slá af niður- skurði þorskveiðiheimilda fyrir Vestfjarðasvæðið. Verð- ur það gert á þeirri forsendu að það landsvæði njóti ekki sömu hlunninda og önnur svæði landsins af loðnu- og tengjast. Þetta kemur betur í Ijós strax í janúar eða á fyrstu tveimur mánuðum árs- ins.“ Hvað um þjóðarafkomu og stöðu atvinnuveganna og svo atvinnulíf í landinu? „Afkoma þjóðarbúsins verð- ur afleit framan af árinu. Við munum þurfa að leita eftir viðbótarlánum erlendis í meiri mæli en séð var fyrir og verða þau nýju lán tekin til að fjármagna framkvæmd- ir hér innanlands, bæði vegna nýrra framkvæmda í samgöngumálum og til að leggja í nýframkvæmdir af síldarveiðum og því sé þorskveiðiskerðingin hjá Vestfirðingum miklu meira áfall en annars staðar á landsbyggðinni. í öðru lagi mun verða lagt til að sam- einuð verði eitthvað af hin- um mörgu frystihúsum á Vestfjörðum og fiskur sá, sem veiddur verður vegna aukinna aflaheimilda á þorskveiðum, verði unninn í stærrh færri en öflugri fyrsti- húsum." En þetta gildir nú bara um Vestfirðina. Hvað um önnur byggðalög á landinu. Sérðu einhverjar raunhæfar úrbæt- Afflinn veröur unninn í stærri og færri en öflugri ffrystihúsum, segir völvan. ur koma þeim til hjálpar? „Nei, ég sé ekki neinar sérstakar ráðstafanir gerðar til handa þessum byggða- lögum aðrar en þær sem ég minntist á í upphafi að er- lend lán munu eiga að nýtast til atvinnuuppbyggingar í mörgum þessara byggða- laga og verður það þá á ábyrgð viðkomandi sveitar- stjórna hvaða framkvæmdir teljast arðbærar að leggja f. Víst verður því um atvnnu- sköpun að ræða en ekki til frambúðar í neinu tilviki." HUGSJÓNIR EÐA SÉRHAGSMUNIR? Nýtast okkur þá engan veg- inn þær auðlindir sem við er- um þó talin eiga í þessu landi? Og hvernig má það vera að svo fámenn þjóð getur ekki búið um sig á hagkvæman hátt, jafnvel þótt auðlindirnar séu fáar en gjöfular eins og t.d. vatns- orkan og fiskimiðin? „Samkvæmt uppslætti þessara spila sé ég fyrir mér verulega misklíð milli hinna ýmsu þjóðfélagsstétta. Þetta er einmitt orsökin fyrir því að auðlindir okkar nýtast ekki sem skyldi. Það liggur í þjóð- areðlinu að sjá ofsjónum yfir því sem aðrir bera úr býtum, jafnvel þótt allir séu í raun á sama báti þegar upp er stað- ið og fáar eða svo til engin þjóðfélagsstétt sé umtalsvert betur sett en önnur. Ég sé t.d. ekki að sjómenn séu mikið betur settir en margir hópar í landvinnu. Eða opin- berir starfsmenn betur settir en sjómenn. Hvað þá að margir forstjórar, eða svo- kallaðir hátekjumenn, hér séu betur settir en almennir launamenn í mörgum stétt- um. Hátekjumennirnir eru margir hverjir í ótryggum störfum og flytjast ört á milli fyrirtækja og hafa því ekki minni áhyggjur en hverjir aðrir. Oft verður skellurinn því meiri þegar á bjátar hjá þeim. En þetta er barátta upp á líf og dauða hjá mannskepn- Gerumst viö þátttakendur í vörnum lands- ins? unni, rétt eins og dýrunum, og því er oft illt að greina á milli hvað eru hugsjónir og hvað sérhagsmunir þegar við gáum til veðurs I kjara- baráttu og þjóðmálum I okk- ar litla samfélagi. Aðstöðu- munur er nefnilega mun minni milli þjóðfélagshóp- anna hér en í nokkru öðru landi sem ég þekki til. Hér hafa t.d. aldrei geisað styrj- aldir og mannskæðar drep- sóttir hafa ekki herjað á þjóðina í okkar minni. Ég sé það í hendi mér að það séu sérhagsmunirnir, en ekki hugsjónirnar, sem eru undir- rót alls þess vanda sem við glímum við hér. Því verður seint breytt, þjóðareðlinu.“ STRAUMHVÖRF í STJÓRNMÁLUM Hvað um stjórnmálin, þetta stökka bitbein sem þjóðar- sálin er sífellt að brjóta til mergjar. Verður þar einhver sérstök breyting eða upp- hlaup sem þykir tíðindum sæta? „Á sérhverjum vettvangi þar sem eðlileg víxlárhif eiga sér stað milli einstaklinga og þjóðfélagsins sjálfs á sér stað sífelld viðleitni í þá átt að komast að viöunandi málamiðlun þegar í odda 24. TBL. 1993 VIKAN 7 VÖLVUSPÁIN 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.