Vikan


Vikan - 18.12.1993, Síða 22

Vikan - 18.12.1993, Síða 22
VALDAMIKLAR KONUR VIGDÍS FRH. AF BLS. 18 mikinn metnað fyrir sína hönd, miklu meiri en hún hafi nokkru sinni haft sjálf. „Mér fannst, eins og títt er um unglinga, að foreldrar mínir væru allt of metnaðarfullir fyr- ir mína hönd. Ég átti að vera best í öllu en ég var ekki best í öllu. Að nokkru leyti fór ég mínar leiðir en ég var samt góða dóttirin og það var mjög náið samband á milli.“ Hún segir ennfremur að þau Þorvaldur, bróðir hennar, hafi verið alin upp við mikið aðhald. „Jafnhliða þessu að- haldi vorum við systkinin alin upp við mikið ástríki og kær- leika. Við vorum óskabörn því að foreldrar mínir voru nokkuð fullorðnir þegar ég fæddist og þau höfðu þá ver- ið gift í fjögur ár. Mér finnst ég sjá það skýrt að það, sem er gott og jákvætt í mér, varð til fyrir þá miklu ást sem ég varð aðnjótandi í uppeldinu. Og ég held að þessi alltum- vefjandi kærleikur hafi gert okkur systkinin að almenni- legum manneskjum. Hins vegar var ég ekki allt- af sammála verðmætamati foreldra minna og þess vegna kom ég ekki til móts við allar kröfur sem voru gerðar til mín. Ég giftist áður en ég lauk námi og fylgdi manninum mínum, miklum ágætismanni, til Danmerkur og Svíþjóðar. Hann var við nám í þessum löndum og sjálf fór ég í skóla þar. Það hefur verið mér ómetanlegt í embættinu að kunna Norður- landamál og þekkja vel til á Norðurlöndum. Mér verður stundum hugsað til þess að það er eins og margt úr minni lífsreynslu hafi verið smíðað fyrir þetta starf. Mitt mesta lán hefur einmitt verið það að hafa tök á tungumálum." Þegar Vigdís kom heim frá Frakklandi starfaði hún í fimm ár sem bókavörður og ritstjóri leikskrár [ Þjóðleik- húsinu og annaðist blaða- kynningar fyrir leikhúsið. Hún stundaði nám í frönsku, ensku og uppeldisfræðum við Háskóla íslands. Leiklist- arsögu las hún við Háskól- ann í Kaupmannahöfn og í Svíþjóð las hún franska mál- sögu. Hún var frönskukenn- ari við Menntaskólann í Reykjavík og þótti ákaflega áhugasamur kennari og vin- sæll, bæði meðal nemenda og kennara. Þaðan fór hún að kenna frönsku við Menntaskólann í Hamrahlíð og byggði ugp frönsku- kennsluna þar. Á sumrin vann hún sem leiðsögumaður hjá Ferða- skrifstofu ríkisins og síðan við landkynningu og móttöku erlendra rithöfunda og blaða- manna sem komu hingað til lands til að leita efnis í grein- ar og bækur um ísland. Hún skipulagði leiðsögumanna- námskeið Ferðaskrifstofunn- ar, stjórnaði þeim og annað- ist kennslu. Þorleifur Þórðar- son, forstjóri Ferðaskrifstofunnar, sagði í blaðaviðtali að þeir eiginleik- ar, sem hann hefði þekkt best og reynt í hennar fari, væru bjartsýni, jákvæðni og hve fús hún væri að hjálpa, ásamt dugnaði og ósér- plægni. Hann sagði ennfrem- ur: „Mér er það líka minnis- stætt að á fundi með norræn- um ferðamálafulltrúum, þar sem hún var með, vann hún hugi allra og vináttu og þeir gáfu henni nafnið js(lands) prinsessen". Það hefur sjálf- sagt ekki komið þeim á óvart nú að hún sé orðin forseti." Leikhússtjóri var Vigdís hjá Leikfélagi Reykjavíkur um átta ára skeið og var jafn- framt stundakennari í frönsk- um bókmenntum við Háskóla íslands. Hún var formaður Alliance Francaise um tíma og kenndi frönsku í sjónvarp- inu en það voru þeir þættir sem gerðu hana kunna með- al landsmanna. Vigdís var ein af fyrstu einhleyþu ein- staklingunum til að ættleiða barn. Sigríður Erlendsdóttir segir um Vigdísi: „Hún var alltaf hispurslaus í framkomu, skemmtileg í viðræðum, kát og glöð, án þess þó að bera tilfinningar sínar á torg. Hún var vinsæl í skóla, góður fé- lagi og vinur, og áhugamál hennar voru mörg og marg- vísleg. Henni var mjög lagið að vekja áhuga annarra með framsetningu sinni. Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi mjög ung gert sér grein fyrir því, að hún ætti að taka á sig skyldur og ábyrgð til jafns við karlmenn og kvenréttindi voru alltaf ofarlega á baugi hjá okkur.“ □ SALÓME FRH. AF BLS. 19 konur að hún hafi snemma fengið áhuga á stjórnmálum, enda hafi mikið verið rætt um pólitík á bernskuheimilinu og voru oft skiptar skoðanir í þeim efnum þar sem afinn var framsóknarmaður en fað- ir hennar sjálfstæðismaður. Hún er næstelst fjögurra systkina og segir að uppeldi og umönnun þeirra hafi kom- ið að mestu í hlut móður hennar þar sem starfsvett- vangur föðurins var á sjónum og hann hafi því sjaldan dval- ið lengi í einu í landi. Hún ólst upp við gott atlæti og fjöl- skylduböndin voru sterk. Sal- óme segir að þau systkinin eigi móður sinni mikið að þakka. Hún hafi lagt sig fram um að ala þau upp í kristi- legu siðgæði. Það hafi verið mikil ábyrgð sem hvíldi á sjó- mannskonunni á þessum ár- um. Móður hennar hafi verið eiginlegt að rétta öðrum hjálparhönd, einkum öldruð- um og sjúkum, og þá ekki síður að umgangast ungt fólk á öllum aldri. Hún hafi verið eftirsótt af öllum meðlimum fjölskyldunnar vegna þess hve hún var lífsglöð og já- kvæð. Salóme var snemma fé- lagslynd og dáðist að stelp- unum í Kvennaskólanum sem þorðu að taka til máls á málfundum, aldrei myndi hún þora slíku! Að loknu náminu réð hún sig í vist í Mosfells- sveitina og þar kynntist hún manni sínum, Jóel Kr. Jóeis- syni, sem þá var garðyrkju- maður á Reykjum. Hann segir í viðtali að hann hafi ekki grunað að konan, sem hann varð ástfanginn af, myndi verða þingmaöur, hvað þá forseti Alþingis. „Ég sá þó fljótlega að þetta var enginn meðal kvenmaður. Hún er ákaflega hæfileikarík kona,“ segir Jóel um konu sína og segist vera hennar helsti og fremsti stuðnings- maður. Hann telur mjög gagnlegt og æskilegt að kon- ur taki þátt í stjórnmálum og sitji á Alþingi. Af hverju? „Vegna þess að þær líta á málin frá öðru sjónarhorni, sjónarhorni sem karlmenn koma ekki auga á. Þær berj- ast fyrir málum sem eru mjög mikilvæg en karlmönnum þykja léttvæg." Fyrstu afskipti Salóme af félags- og stjórnmálum voru þegar hún bauð sig fram í hreþþsnefnd Mosfellshrepps 1970 og náði kjöri. Um það segir Jóel: „Mér fannst það ánægjulegt að hún skyldi vera talin hæf í þessi störf. Það voru að vísu ekki allir jafn ánægðir með það. Ég minnist þess að eitt sinn kom til mín bóndi og sagði við mig, þegar hún bauð sig fyrst fram í hreppsnefndina, að hreppurinn hefði ekkert að gera með svona tískudrós.“ Salóme hefur lengi þótt ein af best klæddu konum landsins og segir í bókinni 16 konur að hún hafi, frá því hún man eftir sér, haft ánægju af að bera fallega hluti og klæðast fal- legum fötum. Hún segist í tímaritsviðtali ekki hafa verið nægilega metnaðargjörn fyrir sjálfa sig og svarar spurningu um það, hvers vegna konum gangi illa að komast í áhrifastöður, þannig: „Ef kona vill komast áfram þá er það yfirleitt á kostnað einhvers annars og þá undantekningarlítið karl- manns og það er ekki vinsælt eins og við höfum orðið varar við. Við verðum líka að horf- ast í augu við þá staðreynd að konur styðja ekki alltaf kynsystur sínar eins og próf- kjörin í flokkunum hafa sýnt. Mín skoðun er sú að vanda- málið í hnotskurn felist í þessari hógværð okkar kvenna að vilja ekki ýta öðr- um til hliðar. Okkur skortir vissa hörku og svo hitt að það er ekki ríkt í okkur að styðja konu eingöngu vegna þess að hún er kona. Þar skilur á milli okkar og Kvennalistans. Við, sem störfum innan blönduðu flokkanna, viljum ekki viður- kenna að konur geti ekki keppt á jafnréttisgrundvelli á þeim vettvangi." Stjórnmálaumræða setur svip sinn á heimilislíf þeirra Salóme og Jóels og hann segir m.a. í viðtali: „Ég set mig í spor hins venjulega borgara - kjósanda - og krefst svara. Hún er eins og ekta stjórnmálamenn eiga að vera, þolinmóð og stekkur ekki upp á nef sér þó að maður komi með vitlausar og asnalegar spurningar. Stjórn- málamenn verða að vera umburðarlyndir." □ JÓHANNA FRH. AF BLS. 20 Þau skildu og Jóhanna segir í viðtali að móðir hennar hafi hjálpað til við uppeldi son- anna. „Hún blandaði sér ekki mikið í stjórnmál. En hún var hin trausta móðir sem alltaf er svo notalegt að leita til. Hún liðsinnti mér mikið með syni mína í uppvextinum.“ En hvernig hófst hinn 22 VIKAN 24. TBL. 1993
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.