Vikan


Vikan - 18.12.1993, Side 62

Vikan - 18.12.1993, Side 62
HANNYRÐIR HEKLUÐ NETHÚFA EFNI: 50 grömm Kolibri bómullargarn - heklunál nr 3'A. Fitjið upp 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með keðjulykkju. Heklið með fastalykkjum tvisvar ofan í hverja lykkju í þrjá hringi. Þá byrjar gataheklið sem samanstendur af loftlykkjum og fasta- hekli. 1. umferð: 'Heklið 5 loftlykkjur og sið- an fastahekl ofan í 3. lykkjuna frá um- ferðinni á undan, ofan í hana miðja.* Þannig myndast gatahekl með því að hoppa sífellt yfir 2 lykkjur. Endurtakið * * út umferðina. 2. umferð: Gerið eins í næstu umferð þannig að ýmist er farið ofan í miðjan bogann frá fyrri umferð eða beint ofan í fastalykkju fyrri umferðar. 3. umferð: ‘Heklið 5 loftlykkjur og fastahekl eingöngu ofan í miðlykkju hvers boga frá fyrri umferð.* Endurtakið út umferðina. HÖNNUN: Guðrún Jónsdóttir, Snotru, Álfheimum 4 MÓDEL: Inga Sif Antonsdóttir LJÓSMYND: Magnús Hjörleifsson 4. og 5. umferð. Eins og 3. umferð. 6. umferð: ‘Heklið 5 loftiykkjur en heklið aftur ofan í 3. hverja lykkju, þ.e. ýmist ofan í miðjan bogann eða í fastalykkju frá síðustu umferð.* 7. -11 umferð: Heklið 5 loftlykkjur og fastahekl ofan í miðlykkjuna í hverjum boga út umferðina. 12.-14. umferð: Heklið 3 loftlykkjur og fastahekl ofan í miðlykkju hvers boga. 15.-17. umferð: Heklið fastapinna með því að hoppa yfir 3. hverja lykkju. Slítið frá og gangið frá endum. Blóm til skrauts: Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring. Heklið síðan tvisvar ofan í miðja hverja lykkju með stuðlahekli, tvo hringi. Heklið loks þrisv- ar ofan í miðja hverja lykkju með stuðla- hekli þriðja og síðasta hringinn. □ 62 VIKAN 24. TBL. 1993 TEXTI: HJALTIJ. SVEINSSON / UÓSM.: BINNI VIJMSÆL rAMSKEH NESKAUI Margrét Björgvins- dóttir hefur opnað handverkshús og vefstofu að Hólsgötu 8 í Neskaupstað. Þar hefur hún komið sér upp tveimur vef- stólum og stefnir að því að bæta jafnmörgum við. Hún heldur námskeið í vefnaði og leyfir konum aö koma og nota aðstöðuna gegn vægu gjaldi. Auk þess sem Mar- grét kennir vefnað heldur hún námskeið f bútasaumi, hekli, prjóni, útsaumi, tau- málun og postulínsmálun. Áhugi er mikill á handverki í Neskaupstað. í fyrra var tekin í notkun aðstaða í húsi sem Þórsmörk heitir, þar sem handsverks- og mynd- listarfólk hefur komið sér fyr- ir. Vegna þess hve Margrét þarf mikið rými undir vefstól- ana og námskeiðin, tók hún á leigu húsnæði undir starf- semi sína. Aöspurð um að- sóknina f vetur taldi hún hana verða góða miðað við þær móttökur sem hún hefur fengið. □

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.