Vikan


Vikan - 18.12.1993, Page 70

Vikan - 18.12.1993, Page 70
FERÐALOG tíma vist á trukkpallinum í steikjandi sólarhita, svo ekki sé minnst á holóttan þjóð- veginn og rykkófið, stóð ekki á góða skapinu hjá ferðafé- lögum mínum enda mann- skapurinn á leið á karnivalið í Ríó. KVENNAMERGÐ í KOFA Ég vissi fyrir víst að útilokað yrði fyrir mig að finna gist- ingu svo skömmu fyrir kjöt- kveðjuhátíðina og því hafði ég nefnt það við Jackie og Ericu að þær huguðu að svefnplássi. Eftir nokkrar ár- angurslausar símhringingar á hótelið þeirra varð úr að ég samdi við leigubílstjóra um að koma mér í réttan borgar- hluta, það er að segja mið- svæðis í Ríó til að finna áð- urnefnt hótel. Loks er þang- að var komið kostaði nokkrar fortölur að fá nætur- vörð til að hleypa mér inn. Kannski var það engin furða þar sem flest götuljós voru mölbrotin og almyrkvað hefði tunglsljósið ekki náð að varpa daufri birtu gegn- um mengunarmistur stór- borgarinnar. Það var svo ekki fyrr en ég fékk að renna augunum yfir herbergjaskrána og rakst á eftirnöfn stúlknanna að ég var viss um að ég væri á réttu hóteli. Síminn innan- húss virtist óvirkur sökum rafmagnsleysis en skapdap- ur næturvörðurinn fylgdi mér upp á þak hótelsins. Eftir að við höfðum fetað okkur fram- hjá þétthnýttum þvottasnúr- um komum við að lágreistum trékofa á víðáttumiklu þakinu og þar fann ég Jackie og Er- icu ásamt tveimur öðrum stúlkum. Ég lýsti með tilheyrandi brosum ánægju minni og gleði yfir að finna svo fallegt og föngulegt kvenfólk í ann- ars lítt vinalegri stórbog og var boðið að snæða það eina sem til var í kofanum, brauð, ost og rauðvín. Stúlk- urnar sögðu að ógerlegt hefði reynst að finna svefnstað og því hefðu þær beðið hóteleigandann leyfis að ég fengi að halla mér á gólfið hjá þeim, auðvitað gegn vægu gjaldi. Mér fannst kvennamergðin hins vegar þvílík og næturhitinn fullmikill f kofanum svo að ég bjó mér til svefnstað úr tepp- um og strámottum undir þvottasnúrum á miðju þak- inu í von um svalandi nætur- golu. SÓLSETUR Í RÍÓ Tvo daga hafði ég til að kynna mér stórborgina fögru við sjóinn áður en taumlaus hátíðarhöld Brasilíubúa bryt- ust út á einhverju þéttbýlasta borgarsvæði veraldar, Ríó eða Heeoo eins og innfædd- ir kalla hana. Ekki tók það mig tvo sólarhringa að sann- reyna að staðsetning og náttúrulegt umhverfi skipar Ríó á bekk með fegurstu stórborgum heims. Þetta er staður sem á einfaldlega engan sinn líka. Á heldur plásslitlu undirlendi teygir stórborgin sig rúmlega 22 kílómetra á milli fjalla og sjávar en þar fer saman dök- blár sjór með fjöldann allan af litlum klettaeyjum, brattar skógivaxnar hlíðar fjallanna og risavaxin, gráhvít bjarg- bákn sem rísa tignarlega yfir stórborginni og Guanabara- flóanum. Leið mín lá fyrst á Páo de Acúar eða Sykurtoppinn sem er best þekktur af áður- nefndum risabjörgum. Hann er tæpir 400 metrar á hæð og er hreint ótrúlegt að vera á toppnum um sólsetur og fylgjast með eldhnettinum setjast í úthafið og drukkna við sjóndeildarhring. Um leið og rökkva tekur fæðist Ijósa- dýrð Ríó á strandlengju Gu- anabara-flóans nokkur hundruð metrum neðar. Oft- ar en einu sinni fékk ég að heyra það af vörum inn- fæddra og þá um leið með breiðu og miklu brosi að al- mættið hefði skapað veröld- ina á sex dögum en þann sjöunda hefði það helgað Ríó. Kemur þar kannski skýringin á risavöxnu Krists- líkneski sem breiðir út faðm- inn á tindi Corcovado á móti kraumandi menningu stór- borgar við bogadregnar sjávastrendur. □ 3 DRKul Hut'iP- uPPpAF opECKT C«RJC>T & 5Á X.I UÚdB > r*oHC- UU- MESÍU > RuáO, -4- SKKiPA- LEiWRA /4'4 T ELOKfl /JöUL o 2 EíaJ5 KoaK- iÐ Tt/iMLj ■ KE'iRR klrk- i£> G-íaJS t \JFRJL \JiEMP- KEPtJt \Jf\ RÐ- fl/Jöi' E^lÐfl 'fífíuKi -4- ÁTT rí/v\á' ÖÍ L E/-5Kfl ÍVOR.Ð UTfl/J OMSTÍ -V- fíULfí T K.B'jRA GEiTfl 6A •> FR'fl- S'oOfJ /V>flS T i (— \/ÉR5Lfl / DÚEí-Ti LÍF- FdtRi T'L EVTT ;> "0 L- SToFuR. G.Ru/JflO Lausnarorð f síðasta blaði: TRUKKUR 70 VIKAN 24. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.