Vikan


Vikan - 18.12.1993, Síða 74

Vikan - 18.12.1993, Síða 74
FYRIRSÆTUR Hopurinn saman kominn eftir að úrslit voru kunngerö, sæli og glaóur aö loknu löngu og ströngu æfinga- tímabili. í fremri rööinni má sjá sigurvegarann fyrir miöju og hefur hann Guömund sér á hægri hönd og Bjarka á þá vinstri. VETTLINGAR OG LÍFFÆRI Skrifari þessarar rullu hefur áöur veriö viðstaddur sam- komur sem Suðurnesja- menn halda svona fyrir sjálfa sig, með sjálfum sér þar sem hver maður er annars gam- an. Og það tilkynnist yður hér með, herra, frú eða frök- en; stemmningin er fáu lík, sérstaklega á kvöldi eins og því sem hér er lýst. Stúlkur beita raddböndum sínum óspart til þess að láta hrifn- ingu sína í Ijós og það er ekki aðeins einstaka herrastykki sem á þá lund, leynt og Ijóst, hrífur sprund. Nei, þær mega vart vatni halda stúlkurnar yfir hverju glæsimenninu á fætur öðru. Með þessu skapa þær rafmagnað andrúmsloft, ein- staklega skemmtilegt og hefja hvern keppandann fyrir sig til skýjanna. Og karlmenn í salnum láta ekki sitt eftir liggja við að lýsa skoðunum sínum á ýmsum öðrum þáttum sam- komunnar, til dæmis því hvernig þeir telja skemmti- krafti takast upp með gam- anmái sín. Magnús Schev- ing fór þar á kostum í alltví- ræðu erindi, byggðu á kímnisögum héðan og hvað- an úr líffærafræðinni, þótt eitt hafi þar án nokkurs vafa getað talist sérsvið hans. Förum ekki nánar út í það . . . Þá komu einnig fram garpar tveir, vel birgir eigin holdi en léttklæddir að öðru leyti en þvi að þeir voru í þunnum stuttbuxum og með afspyrnu þykka vettlinga. Það varð hins vegar ekki til þess að þeir tækju hvor ann- an neinum vettlingatökum. Síður en svo. Skemmtiatrið- ið hefur síðan sætt lögregl- TEXTI OG UÓSM.: JÓHANN GUÐNI REYNISSON - EN ERU ÞEIR FALLEGRI OG BETRI EN AÐRIR? Hvort sem það er nú vegna þess að herrakyn á Suður- nesjum er glæsilegra en annars staðar þá hafa þar- byggjar verið duglegri en aðrir við að halda fyrirsætu- keppni karla. Slík keppni fór einmitt fram nú nýverið, í veitingastaðnum Þotunni f Keflavík. Keppnin var nú haldin í annað skipti og stóð Kristín Couch að keppninni sem fyrr. Guðrún Reynis- dóttir setti upp sýninguna á úrslitakvöldinu. Þarna komu fram ein tíu glæsimenni, Prins-Valíantar hins íslenska dreifbýlis, því Suðurnesjamenn telja sig jú alltaf til þess þó stutt sé í höfuðborgina. Piltarnir eru á aldrinum 17-20 ára og áttu það sammerkt á úrslita- kvöldinu að hafa verið valdir úr enn stærri hópi manna sem hóf keppni fyrr í vetur. Meira að segja sjómenn létu ekki sitt eftir liggja og sam- kvæmt því mega þorsk- og ýsuhrygnur una vel viö sitt þegar fundum þeirra og sætu strákanna ber saman úti í ballarhafi. Þetta atriöi vakti mikla athygli og viö- brögó, einkum og sérílagi hjá kvenþjóð- inni á svæóinu. Þrautgóöir meö þykka vettlinga. Sýning- aratriöi sem síöan hefur verió í fréttum. SAGT HEFUR ÞAÐ VERIÐ UM SUÐURNESJA- MENN. . . urannsókn enda mega menn ekki, samkæmt íslenskum lögum, klappa hver öðrum á þann hátt sem hér var sýnt. Þeir verða að minnsta kosti að fara úr vettlingunum! ÚRSLITIN En snúum okkur nú að úrslit- um keppninnar. Hetjur kvöldsins komu fram í þrem- ur atriðum auk kynningar. Þeir sýndu vöxtinn klæddir smekkbuxum í skemmtilega framsettu atriði. Einnig komu þeir fram í dátafötum og sýndu tískufatnað í þriðja atriðinu. Þótt ekki bæri á neinum innbyrðis hörkuátök- um varð snemma Ijóst að hver um sig ætlaði sér sigur. Sá sem að lokum stóð með pálmann í höndunum heitir Jón Ingi Jónsson, Guð- mundur Oddsson varð í öðru sæti en Bjarki Sigurðsson í því þriðja. Og þá var sem loftið færi skjótt úr keppnis- blöðrum því fyrrum keppi- nautar þremenninganna fögnuðu sigurvegurunum innilega. Verðlaunin voru vegleg: Apótekið í Keflavík gaf þeim, sem höfnuðu í 1.-3. sæti, Versus herravörur og ennfremur fengu þeir mán- aðarkort í Æfingastúdíói, 10 tíma Ijósakort hjá Sólhúsinu og 1881 herravörur frá Heild- verslun Stefáns Thoraren- sen. Sigurvegarinn, Jón Ingi Jónsson, fékk demantshring frá Rúbín, Background herravörur frá Anettu og Borsolino rakspíra frá Ambr- osia - heildverslun, Filofax frá Bókabúð Keflavíkur, klippingu og strípur hjá Hársnyrtistofu Harðar og þrjár 10.000 króna fataúttekt- ir í Kóda, Versluninni Pers- ónu og í Jack & Jones frá Arnari Gauta og Víði. Þá fengu allir keppendur boli frá Nýju útliti/Gloríu og blóm frá Kósí sem ennfremur gaf þeim þremur, sem höfnuðu í 1.-3. sæti, blómvendi. Aðsókn var góð þetta ágæta kvöld og sýndi hún mikinn áhuga Suöurnesja- manna á fyrirsætukeppnum af þessu tagi og sömu sögu má segja af ýmsum öðrum sýningum sem haldnar eru þarna suður með sjó. Þann- ig geta lokaorðin, sem hér fara á eftir, átt ágætlega við í þó dálítið breyttri mynd kvæðis um sjósókn Suður- nesjamanna: Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu „show-in“ og sækja þau enn. 74 VIKAN 24. TBL. 1993
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.