Vikan


Vikan - 18.12.1993, Side 77

Vikan - 18.12.1993, Side 77
að sjá þessar alkunnu ævin- týrapersónur lifna við á sviði. Ætli það sé ekki eins með Skilaboðaskjóðuna og önnur góð barnaleikrit að það fer ekki eftir aldri áhorfandans hvort hann skemmtir sér vel heldur eftir kímnigáfu og hversu viljugur hann er að gefa sig á vald ímyndunar- aflsins og einlægninar. Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur leikritsins, neitar að kalla Skilaboðaskjóðuna ein- ungis barnaleikrit og segir að það sé ekki síður fyrir full- orðna. „Á þeim tíma, sem er liðinn frá því að bókin Skila- boðaskjóðan kom út fyrir sjö árum, hafa foreldrar margoft komið til mín og sagt að bók- in hafi ekki síður höfðað til þeirra en barnanna og það gleður mig mikið. Ég var heldur ekkert að einfalda textann í bókinni og gera hann þannig aðgengilegri fyr- ir börn og það sama er að segja um textann í leikritinu. Hann er skrifaður á fullorð- insmáli og þannig gef ég full- orðnum áhorfendum tækifæri til að njóta verksins betur. Börn skynja meira en þau skilja og því fer ekkert fram hjá þeim þótt þau skilji ekki endilega öll orðin. Ég lagði mig meira fram við að gera söguna um Skilaboðaskjóð- una áhugaverða fyrir full- orðna þegar ég skrifaði leik- ritið en bókina. Þegar ég skrifaði bókina var það frekar ósjálfrátt því ég hef umgeng- ist börn mjög lítið og kann ekki að skrifa fyrir börn. Aftur á móti hef ég unnið út frá barninu í sjálfum mér og ýmsum viðhorfum barnsins sem ég er móttækilegur fyrir. Ég geng út frá þessum ein- földu grunnþáttum, er forvit- inn og auðtrúa og líklegast dálítið seinþroska á vissan hátt.“ Eins og áður sagði bland- ast persónur úr hinum ýmsu ævintýrum inn í 'leikritið um Skilaboðaskjóðuna. • H.C. Andersen og Grimms bræður eiga sinn þátt í persónusköp- uninni og nátttröllið, sem verður að steini þegar sólin skín á það, er sótt í íslensku þjóðsögurnar. „Börn gera engan greinarmun á þessum ævintýrum og þau rugla þeim öllum saman í eitt. Skila- boðaskjóðan endurspeglar þennan rugling i hausnum á sjálfum mér sem ég flétta svo saman í eina sögu sem ég bý til sjálfur. Þetta er í raun- inni mjög hefðbundið ævintýri en jafnframt mjög dæmigert fyrir okkar samfélag þar sem öllu er ruglað saman.“ Þorvaldur hefur að sjálf- sögðu einnig lagt sínar eigin hugmyndir til við gerð sög- unnar og sú mikilvægasta þeirra er án efa sjálf Skila- boðaskjóðan sem kemur íbú- unum í Ævintýraskóginum til bjargar á elleftu stundu þegar allar bjargir virðast bannaðar. Þorvaldur segist þó sjaldan fá hugmyndir sjálfur, það þurfi alltaf einhver annar að ýta þeim af stað áður en hann taki við sér. „Þeir hjá Máli og Menningu áttu hug- myndina að því að ég skrifaði ævintýralega barnabók og úr varð Skilaboðaskjóðan. Kon- an mín, Ingibjörg Björnsdótt- ir, kom með þá hugmynd að skrifa leikgerð af sögunni og það varð úr.“ Ingibjörg, sem er leikari og leikstjóri, á reyndar stóran þátt í leikritinu því fyrir utan það að vinna með Þorvaldi við handritagerðina er hún aðstoðarleikstjóri í sýning- unni. „Við ræddum nánast hverja einustu setningu í handritinu og þar sem hún er vön leikhúsvinnu gat hún komið með ýmsar ábending- ar um hluti sem ég hef ekki nógu góðan skilning á. T.a.m. átti ég stundum erfitt með að átta mig á því hvort atriði væri of langt eða stutt eða hvort það vantaði bein- línis eitthvað atriði inn í til að styrkja heildarmyndina. Þeg- ar Kolbrún Halldórsdóttir leik- stjóri kom svo til sögunnar fékk ég enn fleiri góðar ráð- leggingar og leikararnir komu einnig með sínar hugmyndir. Karl Aspelund, sem hannaði bæði leikmynd og búninga, á einnig sinn hlut í persónu- sköpuninni og þannig leggj- ast allir á eitt. Leikstjórinn og leikararnir fengu dálítin frið frá mér á æfingum þótt ég hafi fylgst mjög vel með allri framvindu hjá þeim og haft mínar at- hugasemdir, það sama má segja um bæði tónlistina og leikmyndina. Ég held að það sé mjög þrúgandi fyrir alla ef höfundur, sem telur sig vita nákvæmlega hvað hann er með í höndunum, ætlar að fara að troða sínu að alls staðar. Leikhúsvinna gengur ekki þannig fyrir sig; það þurfa margir að leggja sitt af mörkum áður en leikritið er tilbúið til sýningar. Það er miklu meira í þessu en mig hafði órað fyrir og það eru tugir manna sem hafa það að atvinnu sinni að pæla í því sem höfundurinn hefur verið að gera og leggja sitt af mörkum til að gefa verkinu meira líf. Þannig nýtur leik- ritahöfundurinn gífurlegra for- réttinda fram yfir t.d. skáld- sagnahöfunda og myndlista- manna því það er aldrei kafað eins djúpt í verk þeirra eins og leikritahöfundarins." Jóhann G. Jóhannsson samdi tónlistina við söngtext- ana sem eru þrettán talsins. Enginn ein ákveðin tónlistar- stefna ræður rikjum heldur er komið víða við; vísnasöngur, léttur jass og hádramatík setja svip sinn á verkið. „Eftir að tónlistin bætist við breytist ýmislegt og ég bætti við text- um sem féllu við tónlistina en áttu ekki að vera með í upp- hafi.“ Þetta er veigamesta verkið sem Jóhann G. hefur fengist við hingað til og það sama er að segja um marga aðra að- standendur sýningarinnar. Þorvaldur er að skrifa sitt fyrsta leikrit í fullri lengd, þetta er í fyrsta skipti sem Kolbrún leikstýrir hjá Þjóð- leikhúsinu og sjö leikarar eru að stíga sín fyrstu spor á sviði Þjóðleikhússins, þar af nokkrir sem eru að leika í Dreitill skógardvergur sér um að koma öllum mikilvæg- um skilaboðum milli íbúa í ævintýraskóginum. Galiinn er bara sá að hann er dálítið gleyminn og það er mjög óheppilegt fyrir dverg i hans stöðu. Dreitill er sannur vinur vina sinna og þótt hann sé dálítið lítill í sér svíkur hann ekki vini í neyð. „Líkamlega er þetta mjög erfitt hlutverk en jafnframt mjög skemmtilegt. Þorvaldur er svo mikill húmoristi og það skín í gegn í leikritinu. Þess vegna ætti engum að þurfa að leiðast á Skilaboða- skjóðunni; leikritið er bæði fyrir börn og fullorðna. Tónlistin í verkinu er frá- bær, mikil breidd og fjöl- breytni í henni og samræm- ist fullkomnlega þeirri heimskpeki sem er í verkinu. Það er mjög góður mórall meðal þeirra sem standa af sýningunni og mikil sam- heldni Ég skil ekki af hverju ég er alltaf látinn leika dverga, álfa eða presta, einhverjar fígúr- ur með skalla og útstæð eyru.“ JÓN STEFÁN TRYGGVASON/DREITILL Dreitill (Jón Stefán Tryggvason) meö skilaboöaskjóluna. 24. TBL. 1993 VIKAN 77 EIKLIST

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.